Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 43 (4 ára nám), en eru að fullu greiddaf við 33 ára aldur. Fram að þeim tíma hefur kenn- ari notið sama lífeyris og lög- regluþjónn, en úr því er lifeyrir bai'nakennara heldur meiri en lögregluþjóna. í 9. dálki er lif- eyrir kennara, og er læknum ætlaður sami lifeyrir í þessum útreikningum. Þessi dálkur er þvi sameiginlegur fyrir báða hluta töflunnar. 10. dálkur sýn- ir námsskuldir, sem læltnar þurfa að stofna til, ef þeir eiga að njóta þessa lífeyris á náms- árunum. Skuldirnar ná hámarki við 32 ára aldur og nema þá 612.197,12 (15 ára nám). I 11. dálki eru skattar og útsvör af þeim launum, sem sýnd eru i 16. dálki, og er þar tekið tillit lil þess, sem er frádráttarhæft í dálkunum 12—15 (incl.). 12. dálkur sýnir vexti af námsskuld- unum. 13. dálkur sýnir auk þeirra gjalda, sem talin eru i 5. dálki, minnsta árlega kostn- að læknis til að viðhalda þekk- ingu sinni eins og honum her skylda til samkvæmt lögum (shr. lög nr. 47 frá 1932). 14. dálkur, sjá slcýringar við dálk nr. 4. 15. dálkur, sjá skýring- ar við dálk 3. 16. dálkur sýn- ir hver laun læknis þyrftu að vera til þess að njóta þess líf- eyris, sem greinir i 9. dálki. Meðan á náminu stendur, er reiknað með launum fyrir 2—3 mánaða sumarvinnu og 1 ár af náminu, kandidatsár, með launum allt árið 50.171,40, sið- an þriggja ára sérnám, lýó ár tekjulaust, og IV2 ár með laun- um skv. VII. flokki. Frá og með 31 árs aldri sýnir dálkurinn þau laun, sem læknirinn þyrfti að liafa til þess að geta náð áður- nefndum lífeyri, borgað vexli og afborganir af lánum, lif- tryggingariðgjöld, skatta o. fl. Gert er ráð fyrir að læknir sé 2. aðstoðarlæknir í 2 ár (31 og 32 ára), deildarlæknir 33—19 ára og yfirlæknir 50—64 ára. 17. dálkur sýnir núverandi laun með visitölu 171 (aðstoðarlækn- ir skv. VII. flokki, deildarlæknir skv. V. flokki og yfirlæknir skv. IV. flokki) og 18. dálkur sýnir þá liækkun, sem verða þarf á launum lækna til að ná sama lífevri og barnakennarar liafa. Einhverjum kann að virðast það óþarfa heimtufrekja af læknum að vilja njóta sama líf- eyris og barnakennarar gera, einkum á meðan þeir eru i há- skóla, sem kostaður er af rík- inu, en talið hefur verið sér- stakt happ eða jafnvel for- réttindi að fá að stunda þar nám. Liggur þá næst fyr- ir að athuga, hve mikið rikið hefur lagt fram til kennslu þess- ara stétta. Kostnaður ríkisins við Kennaraskólann 1956 var kr. 1.430.886,17, nemendafjöldi 102, kostnaður við kennslu hvers kennara miðað við fjög- urra ára nám lcr. 56.113,20. Kostnaður við menntaskólana

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.