Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 28
46 LÆKNABLAÐIÐ nam kr. 5.172.121,15, nemenda- fjöldi 856, kostnaður við kennslu hvers stúdents kr. 23.- 959,00. Kostnaður ríkisiris vegna háskólans var kr. 4.298.612,17, stúdentafjöldi 750, kostnaður við kennslu kandidats, sem stundað hefur 7 ára nám, kr. 39.093,74. Kostnaður rikisins við kennslu læknis nemur því samtals kr. 63.052,74. Á móti þessu leggur læknisefnið fram 7 beztu ár ævi sinnar auk námstíma í mennta- skóla og sérfræðináms, sem læknirinn kostar algerlega sjálf- ur. Framlag liins opinbera tii kennslu hvers kennaraefnis er 56.113,20 kr. Á móti þessu legg- ur kennaraefnið 85.775,10 kr., en þeirri fjárljæð nemur sú skuld, sem stofna þarf til, ef kennaraefnið á að njóta sama Iífejrris og þeir, sem Iiefja laun- uð störf strax að skyldunámi loknu. Framlag ríkisins til kennslu livers læknis er kr. 63.052,74, en það sem læknaneminn leggur fram á móti, nemur 612.197,12 kr., ef liann á að njóta sömu kjara og kennari meðan á námi stendur. 1 reyndinni munu hvorki kennarar né læknar skulda þær fjárhæðir, sem hér eru nefndar, enda þótt þær séu hið raunverulega verðmæti framlags þeirra til námsins. Yeigameslu ástæðurnar til þessa eru vafalaust sparsemi og sjálfs- afneitun námsmanna, sem all- ir lifa við miklu knappari lcosl en jafnaldrar þeirra, sem hefja launuð störf strax að skyldu- námi loknu. Einnig leggst flest- um námsmönnum til fé eða hlunnindi frá foreldrum eða vandamönnum, sem á þennan hátt greiða mikla aukaskatta, sem þjóðfélaginu her siðferði- leg skylda til að gera náms- manninum kleift að endur- greiða. Eins og nú er háttað launa- greiðslum, er læknum ómögu- legt að endurgreiða þessa að- stoð nema þeir leggi á sig mikla aukavinnu, sem þeim þó er refs- að fyrir með háum sköttum. Sést þetta glöggt við saman- hurð á 7. og 11. dálki í töflu V. Þar kemur i ljós, að læknir, sem nyti sama lífeyris og harna- kennari, mvndi greiða tvöfalt liærri skatta og útsvör en sá síð- arnefndi. Á töflunum hér að framan sést liver laun lækna þyrftu að vera, ef þeir æltu að njóta sairia lífeyris og barnakennarar og standa við fjárhagslegar skuld- hindingar, sem þeir óhjákvæmi- lega hefðu þurft að takast á hendur til þess að njóta hans. Einnig sést, hve mikið vantar á, að núverandi laun fastlauna- lækna fyrir venjulega dagvinnu hrökkvi til að þessu marki verði náð. Við núverandi aðstæður verð- ur afkoma lækna að byggjast á þrotlausu starfi, ítrustu spar-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.