Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 35 Stjórn Læknafélags Reykja- víkur hefur ákveðið aS láta gera samanburS á ævitekjum lækna og annarra stétta, sem ekki hafa aS baki langa sérmenntun. Taka skal tillit til allra þeirra atriSa, sem telja má meS vissu, aS liafi áhrif á ævitekjurnar. Stjórnin hefur komiS sér saman um aS leita til yðar hr. tryggingafræS- ingur, GuSjón Hansen, um nauSsynlega útreikninga og tryggingafræSilegar leiSbein- ingar. Til þess aS ekki þurfi aS taka tillit til atvinnuöryggis og ým- issa annarra óákveSinna atriSa, sem erfitt er aS meta til fjár, mætti bera fastlaunaSa lækna saman við aðra fastlaunamenn, sem aSeins hafa aS baki stutt undirbúningsnám, t. d. barna- kennara eSa lögregluþjóna. Námsferill lækna sé reiknað- ur frá 16 ára aldri, 4 ár í menntaskóla með 3 mánaða sumarleyfi, sem nota mætti til vinnu (laun skv. XIV. fl. fyrri tvö árin og skv. XIII. flokki síð- ari tvö árin). Námsbókakostn- aður reiknast 300,00 kr. á ári. Sjö ár í háskóla með tveggja mánaða sumarvinnu að jafnaði (laun skv. XIII. flokki í 5 ár og skv. VIII. flokki í 2 ár). Námsbókakostnaður reiknast 700,00 kr. á ári í 6 ár. Hefst þá kandidatsár, sem er launað nú með 4.178,00 kr. á mán. fyrir ca. 400 klst. vinnu. AS kandi- datsárinu loknu geta læknar liafið sjálfstæð störf eða snúið sér að sérfræðinámi, sem tekur a. m. k. 3 ár. Það er vel í lagt að reikna með því að lielming- inn af þeim tíma geti læknar liaft laun skv. VII. flokki, en engin laun liinn helminginn af tímanum, sem sérnámið tekur. Að sérnáminu afloknu má gera ráð fyrir, að læknar starfi sem 2. aðstoðarlæknar í a. m. k. 2 ár (laun skv. VII. flokki) og síðan 1. aðstoðarlæknar (deild- arlæknir) í 17 ár (laun skv. V. flokki) og yfirlæknir i 15 ár (til 65 ára aldurs) laun skv. IV. fl). Til samanburðar skal taka menn, sem enga sérstaka und- irbúningsmenntun hafa og byrj- uðu störf 16 ára, launaðir skv. XIV. fl. í 2 ár, skv. XIII. flokki i 3 ár og síðan sem lögreglu- þjónar í X. flokki í 30 ár og varðstjórar í 14 ár í VIII. fl. (til 65 ára). Menn með stutt undir- húningsnám, barnakennarar, sem hafa stundað 4 ára kenn- araskólanám með 3 mán. sum- arvinnu á sama hátt og mennta- skólanemendur. Starfi að barna- kennslu skv. IX. fl. í 35 ár og sem skólastjórar í 10 ár (til 65 ára aldurs) og taki þá laun skv. VIII. fl. Reiknað sé með 3 mán. sumarvinnu skv. XIII. launa- flokki í viðbót við árslaun kenn- aranna. Reiknað skal með að tekjum sé safnað og tekið tillit til vaxta og skatta eins og þeir eru hjá

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.