Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 12
34 iÆKNABLAÐIli MeSal annarra þjóða hefur þetta vandamál einnig borið á góma og leitt til þess, að gerðir hafa verið útreikningar til sam- anburðar á tekjum (ævitekjum) lækna og annarra stétta. Sér- stök ástæða er til að benda á útreikninga, sem framkvæmdir voru í Svíþjóð á árunum 1939 —44 og 1950. Þessum reikning- um var hagað þannig, að gerður var samanburður á kjörum sporvagnsstjóra og lækna. — Nettótekjur sporvagnsstjórans frá 16 ára aldri voru lagðar til grundvallar, og reikningunum hagað þannig, að læknirinn hefði sömu fjárhæð árlega til neyzlu allt frá 16 ára aldri. Söfnuðust þá fyrir skuldir á námsárum læknisins allt til þrí- tugs. Þessar skuldir þurfti að sjálfsögðu að endurgreiða á síð- ari liluta ævinnar. Niðurstaða þessa samanburðar varð, að læknir þurfti að hafa þrefalt hærri árslaun en sporvagns- stjórinn þann tíma ævinnar, sem hann aflaði tekna, til að geta staðið í skilum við skulda- greiðslur og liaft árlega jafn- mikið fé til eigin umráða og sporvagnsstjórinn. Kom þetta mönnum, sem ekki þekktu vel til, mjög á óvart. Síðar lét eitt af stórhlöðum Stokkhólms end- urtaka útreikninga á svipaðan hátt. Kom þá í ljós, að læknar þurftu að hafa um 180% hærri tekjur en sporvagnsstjórar frá 35 ára aldri, til að háðir hefðu sömu ævitekjur. En ef tekið var tillit til kostnaðar praktiserandi lækna vegna lækningastofu o. þ. h., þurftu tekjur að vera 300% hærri en sporvagnsstjór- ans. Síðan þessir útreikningar voru gerðir hafa kjör sænskra lækna batnað mikið og var að sjálfsögðu höfð hliðsjón af þess- um útreikningum við kjarahæt- urnar. í des. 1955 stóðu fyrir dvrum sanmingar um kjör kandidata og lagfæringar á kjörum ann- arra spitalalækna og sjúkra- samlagslækna í Revkjavík. Lét þá stjórn L. R. gera liagfræðilega útreikninga og samanburð á ævitekjum fast- launalækna annars vegar og lögregluþjóna og barnakennara hins vegar. Flestir læknar liöfðu gert sér ljóst, að ævitekjur þeirra voru minna virði en ým- issa annarrra stétta. Fáa mun liins vegar liafa órað fyrir, að sá munur væri eins mikill og útreikningarnir leiddu i ljós. Stjórn L.R. taldi rétt og nauð- synlegt, að öllum læknum væri gefinn kostur á að kynna sér út- reikningana og niðurstöður þeirra. Til nánari skýringar fara hér á eftir bréfaskipti stjórnar L.R. og Guðjóns Han- sens, tryggingafræðings, sem annaðist útreikningana. 20. des. 1955. Hr. tryggingafræðingur Guðjón Hansen.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.