Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 29
L Æ KNABLAfilD 47 semi og sjálfsafneitun um náms- tímann og óhæfilega mikilli aukavinnu á starfsárunujn. Slík aukavinna rýrir starfsná- kvænmi og getur orðið þess valdandi, einkum þegar til lengdar lætur, að þjónustan verði ekki eins góð og læknar sjálfir og almenningur hljóta að krefjast. Þrátt fyrir þetta munu læknar ekki ná þeim ævitekj- um, sem þarf til þess að jöfn- uður geti orðið við aðrar stéttir. Ástæða er til að vekja athvgli á því atriði í skýrslu Guðjóns Hansen, að verðmæti tekna, sem aflað er fvrri hluta ævinnar, er meira en þeirra, sem aflað er síðari hluta hennar. -— ---•------- Frá læknum Gunnlaugur Snædal hefur hinn 6. maí 1958 fengið leyfi til þess að mega starfa sem sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp. Hann var ráðinn aðstoðarlæknir við handlæknisdeild Landspítalans frá 1. jan. 1958. Jóhannes Ólafsson, cand. med., hefur hinn 6. mai 1958 fengið leyfi til að mega stunda almennar lækn- ingar hér á landi. Jóhannes dvelur nú erlendis við framhaldsnám. Björn Önundarson, cand. med., var settur héraðslæknir í Flateyjar- héraði frá 1. júlí 1958 að telja. Jón GuSgeirsson, cand. med., hef- ur verið settur héraðslæknir í Kópa- skershéraði frá 1. ágúst 1958. Daníel Daníelsson, cand. med., var ráðinn aðstoðariæknir héraðslækn- isins í Borgarneshéraði frá 1. júlí til septemberloka 1958. Jósef Ólafsson, cand. med., var settur staðgöngumaður héraðslækn- isins í Patreksfjarðarhéraði frá 2. júlí 1958 og þar til öðruvísi yrði ákveðið. Per Lingaas, cand. med., var af heilbrigðismálaráðuneytinu ráðinn aðstoðarlæknir héraðslæknisins í Hvammstangahéraði frá 1. júlí 1958 og þar til öðruvísi yrði ákveðið. Guörún Jónsdóttir, cand. med. & chir., hefur hinn 2. júlí 1958 fengið leyfi til að stunda almennar lækn- ingar hér á landi. Einar Helgason, cand. med. & chir., hefur hinn 2. júlí fengið leyfi til þess að stunda almennar lækn- ingar hér á landi. Magnús Ásmundsson, cand. med. & chir., hefur hinn 11. júlí 1958 feng- ið leyfi til þess að mega stunda almennar lækningar hér á landi. 13. Alþjóðaráðstefna um at- vinnusjúkdóma og heilsuvernd á vinnustöðum, (13. International Congress on Occupational Healtli) verður haldin í New York borg í júlímánuði 1960. Á ráðstefnunni verður aðallega fjallað um, hvernig komið verði I veg fyrir atvinnuslys og atvinnu- sjúkdóma. Þátttakendur frá mörg- um löndum munu skýra frá eigin reynslu og rannsóknum bæði á sjúk- lingum og í rannsóknastofum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.