Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 30
18 LÆKNABLAÐIÐ Á þessa ráðstefnu er búizt við þátttöku nokkurra þúsunda lækna, hjúkrunarkvenna og sérfræðinga í hollustuháttum á vinnustöðum frá meira en 40 löndum. Þetta verður fyrsta alþjóðlega ráðstefnan á þessu sviði, sem hald- in er í Vesturheimi. Allar hinar fyrri hafa verið í Evrópu, sú fyrsta í Mílanó 1906 og sú síðasta í Hels- ingfors í júlí 1957. Frekari upplýsingar gefur Jón Sigurðsson, borgarlæknir, Reykja- vík. Alþjóðaþing um skóla-heilbrigðisfræði. Þriðja alþjóðaþing um skólaheil- brigðisfræði hefur verið boðað í París 6.—8. júlí 1959. Bráðabirgða- dagskrá og nánari upplýsingar hjá ritara L. 1. Læknisstöður í Svíþjóð. Stjórn Læknafélags Islands hafa undanfarið borizt skrár yfir lausar stöður í Svíþjóð. Læknablaðið hef- ur ekki rúm til þess að birta skrár þessar í heild. Þeir, sem nánari vitneskju vilja fá um þetta efni, geta snúið sér til ritara L. 1. eða skrifstofu læknafélaganna á Skóla- vörðustig 3A, þar sem skrár þessar verða látnar liggja frammi. Ekknasjóðurinn. Styrktarsjóður ekkna og munað- arlausra barna íslenzkra lækna (venjulega kallaður ekknasjóður- inn), er allt of félítill og hefur raun- verulega minnkað undanfarin ár vegna verðfalls peninga. Hafið sjóð- inn í huga með gjafir og áheit, og er þér viljið minnast látinna vina. Minningarspjöld fást i skrifstofu borgarlæknis í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. ------•-------- ÍJr erlendum læknaritum. Agranulocytosis eftir chlorpromazin. Sjúklingurinn var 47 ára karl- maður, sem hafði haft scizophreni frá 1943. Blóðmynd var eðlileg 29. marz 1957, og daginn eftir var byrj- að að gefa chlorpromazin, fyrst 75 mg á dag, en smáaukið í 300 mg á dag. Þessum skammti var haldið, þar til 17. júní, er sjúkl. fékk 40° hita og særindi í hálsi. Hvit blk. voru þá 250 í mm3. Neutrofil kom vantaði með öllu. Hemoglobin var 105%. Chlorpromazin-gjöf var stöðv- uð þegar i stað og notuð penicillin- meðferð. Sjúkl. dó 4 dögum siðar. Krufning sýndi mörg sár á aftan- verðri tungu og tonsillum, icterus á húð og sclerae. Lifur nokkuð stækkuð og bjúghlaupin. Pneumonia í v. lunga. Við vefjarannsókn sást mikil necrosis í botni sáranna í háls- inum, en mjög fá neutrofil korn. Höfundar telja, að áður hafi ver- ið getið a.m.k. tveggja dauðsfalla af agranulocytosis eftir chlorproma- zin-notkun. Kirnikornahrap segja þeir að hafi oftar komið fyrir af öðrum phenothiazin-samböndum (pecazin, pacatal), og hvetja til var- færni i notkun þeirra. (Brit. Med. Journal, 2. ág. 1958, bls. 289. C. Giles og R. Vereker). O. G. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN H.F.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.