Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1959, Page 12

Læknablaðið - 01.10.1959, Page 12
114 LÆKNABLAÐIÐ fráleitari en svo, að liann mætti vel geymast í samhengi ein- livers staðar á visum stað, og flýgur mér þá í hug að fela Læknablaðinu hann til varð- veizlu, hvort sem meira eða minna verður gert úr. Ritsmiðin fer hér á eftir: flectere: kreppa flexio: krepping flexor: kreppivöðvi (kreppir) extendere: rétta extensio: rétting extensor: réttivöðvi (réttir) ahducere: gliða abductio: glið abductor: gliðvöðvi (gliði) adducere: hniga adductio: hnig adductor: hnigvöðvi (hnigi) pronere: grúfa pronatio: grúf pronalor: grúfvöðvi (grúfi) supinere: hekja supinatio: bekjun supinator: bekivöðvi (beki) rotere: hverfa rotatio: hverfing rotator: hverfivöðvi (hverfir) contrahere: herpa contractio: herping contractor (-strictor, sphin- cter): herpivöðvi (herpir). 2. Víst hafa þeir læknar nokk- uð til síns máls, sem segja, að litlu skipti íslenzka tungu, hvaða mál læknar tali sín á milli, og megi það af henti- ástæðum sem bezt fara sem allra næst því alþjóðlega hrognamáli, sem er góð danska, enska, franska o. s. frv. — en reyndar varla lengur góð ]>ýzka. Islenzkir læknar eru fá- ir og ræða hver við annan þau fræðiefni, sem þeir eru — og oft fer bezt á, að þeir séu -— að mestu leyti einir um. Jafn- vel sjálfir Fjölnismenn töluðu i sinn hóp þá andhælislegustu djöflaþýzku, sem hugsazt get- ur. Það var aðeins ])egar þeir ávörpuðu almenning, að þeir fundu til ábyrgðar sinnar gagn- vart móðurmáli sínu. Ekki er þó öldungis vist, að fordæmi Fjölnismanna henti íslenzkum læknum til eftirbreytni, þegar af þeirri ástæðu, að til þess að hafa málstakkaskipti, eins og flestir Fjölnismenn léku sér að, þurfa menn að eiga stakka til skipta eins og þeir. En hvað mundu margir islenzkir djöfla- þýzkulæknar eiga sér sinn mál- farslega sparistakk til að hregða sér í, þegar þeir fara á almannamót? Ihugunarefni er það einnig í þessu viðfangi, að læknisfræðilegt hugtak og

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.