Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.1960, Side 25

Læknablaðið - 01.03.1960, Side 25
LÆKNABLAÐIÐ 3 Frá rit§tjórninni Að tillögu ritstjórnar hafa stjórnir Læknafélags íslands og Læknafélags Reykjavíkur samþykkt nokkra breytingu á formi og útgáfu Læknablaðs- ins, sem kemur til fram- kvæmda með útkomu þessa tölublaðs. Aðalbreytingin er í því fólgin, að færri tölublöð en stærri verða gefin út árlega. Að undanförnu hefur sá hátt- ur tíðkazt, að 10 tölublöð, hvert um sig ein örk að stærð, hafa komið út á ári. Öðru hverju hefur tveim blöðum verið stejTpt saman í eitt, og á árun- um 1958 og 1959 birtust enn stærri afmælisrit. Er nú ráð- gert, að blaðið komi út árs- fjórðungslega og verði hvert blað þrjá'r arkir að stærð, eða 48 síður. Það er álit ritstjórnar, að með umgetinni breytingu verði auðveldara að auka fjöl- lireytni hlaðsins, þannig að eitthvað af efni livers blaðs verði eftirsóknarvert lesefni fvrir alla kaupendur þess; einnig að brevtingin verði til að stuðla að meiri reglu á út- komu blaðsins. Eins og sjá má, heldur blaðið sínu gamla ytra útliti og broti. Um efnið skal eftirfarandi tek- ið fram: Frumsamdar yfirlits- greinar og greinar um sjálf- stæðar athuganir og rannsókn- ir munu eftir sem áður skipa mest rúm í blaðinu. Ráðgert er að birta meira í hverju blaði en tíðkazt hefur af stuttum út- dráttum úr greinum i erlend- um læknaritum. Heitir rit- stjórnin á liðsinni sérfræðinga og annarra lækna í þessu efni. Magnús Ólafsson gefur i þetta sinn gott fordæmi eins og sjá má á bls. 47. Væntum vér, að aðrir fylgi á eftir. Skýrslur um aðalfundi L. í. og L. R. verða að sjálfsögðu birtar ár- lega eins og að undanförnu, en æskilegt væri, að fá fleiri grein- ar um félagsmál, bæði varð- andi heildarsamtökin og ekki síður svæðafélögin. Sú nýbreytni hefur verið ráð- gerð, að birta í hverju blaði frá- sögn af einhverju sjúkrahúsi eða heilhrigðisstofnun hérlend- is ásamt lýsingu af þeirri starf- semi, er þar fer fram. Mun Páll Gíslason sjúkrahúslæknir ríða á vaðið í næsta blaði með lýs- ingu á Sjúkrahúsi Akraness. Óefað má gera ráð fyrir, að væntanlegar greinar um þetta efni verði hugleikinn fróðleik- ur fleslum læknum. Eftir því sem aðstæður leyfa, er ráðgert, að nokkuð verði skýrt frá mál- um, varðandi heilbrigðishætti

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.