Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.1960, Side 35

Læknablaðið - 01.03.1960, Side 35
LÆKNABLAÐIÐ 13 í t. d. hnjá- eða mjaðmaliði, sem gefur oft prýðilegan árang- ur. Gegn bráðri þvagsýrugigt eru steroid notuð með góðum ár- angri, en þau gagna lítt við hinu langvinna formi sjúk- dómsins. í sambandi við gigtarsjúk- dómana er loks að geta axlar- gigtar (shoulder-hand syn- drom), periarthritis í öxl, bursitis alls konar, tendinitis calcificans og tenosynovitis. Við þessum kvillum gefur stað- bundin inndæling steroida stundum góða raun. Þá hefur verið reynd inndæling við dis- cus prolaps. Þar til steroid komu til sög- unnar, var engin hjálp til handa sjúklingum með lupus erythematosus disseminatus, né aðra svokallaða collagen sjúkdóma, þ. e. periarteritis nodosa, scleroderma og der- matomyositis. Nú má lengja ævi þessara sjúklinga um mörg ár, þegar hezt lætur, og það sem meira er, halda þeim sem nýtum þjóðfélagsþegnum. Rétt- ast er að byrja meðferð með steroidum strax og sjúkdóms- greiningin er örugg, nema því aðeins að einkenni séu hverf- andi lítil. Hér er allt að vinna, en engu að tapa, og engin af- sökun til fyrir ólióflegri tregðu við að nota lvfin. Ef beðið er of lengi, getur allt orðið um seinan, því að lvfin verka lítt, þegar komnar eru meiri hátt- ar nýrna-, hjarta- eða heila- skemmdir. Áhrif steroida eru oftast mjög greinileg, hiti lækk- ar, líðan batnar, vökvi í innri holrúmum, sem til staðar kann að vera, og úthrot minnka eða hverfa, sem og skemmdir í slímhúðum og lið- um. Iliklaust her að nota stóra skammta ef með þarf til að ná ofangreindum árangri, t. d. 60 mg af prednison á dag fyrst, og stundum enn stærri skammta. Oftast þarf að gefa lyfið að staðaldri, en um síðir hættir það að verka, og enda- lokin eru í nánd. Mikil reynsla liefur þegar fengizt af notkun steroida gegn ofnæmissjúkdómum, en efni þessi hafa kröftuga anti-allerg- iska verkun eins og áður er getið. Notkun þeirra gegn asth- ma bronchiale er tvenns kon- ar: i fyrsta lagi gegn svæsnum asthma-köstum (status asthma- ticus), og í öðru lagi langvar- andi notkun. Við köstunum eru fvrst revndar eldri aðferð- ir, sem oftast reynast vel, eink- um adrenalin undir húð, eða theofvllamin í æð. Stundum dugir hvorugt, og þá eru not- uð steroid. Eru þau helzt gefin í æð, svo að skjót áhrif náist, einkum ef sjúklingurinn er þungt haldinn. Nota má pred- nisolon, hvdrocortison eða corticotropin. — Vanalegur skammtur er 40—80 einingar

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.