Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.1960, Page 37

Læknablaðið - 01.03.1960, Page 37
LÆKNABLAÐIÐ 15 leg eftir aðgerðir við gláku- blindu. Hér koma til greina áhrifin á allergisk fyrirbæri og bólgubreytingar. Verkir og ljósfælni hverfa, minni hætta er á æðanýmyndun á horn- himnu o. s. frv. StaSbundin notkun er reynd fyrst. ViS sjúk- dómum í afturhluta augntóft- ar er lyfinu dælt bak við augað. Ef staðbundin notkun dugir ekki, eru lvfin gefin sem inn- taka. I sambandi við notkun ster- oida í augu vil ég minna á al- varlega hættu. Herpes simplex keratitis þykir nú sjást oftar, og í alvarlegri mynd en áður var. Engin þeirra fúkalyfja, sem nú eru kunn, verka á lierp- es simplex veiruna.. Hins veg- ar liefur verið sýnt fram á, að steroid verka illa á þennan sjúkdóm. Þau virðast á ein- hvern hátt veikja viðnám aug- ans gegn veirunni, þannig að djúp sár geta myndazt á liorn- himnu og jafnvel perforation. Auðvelt er í fljótu bragði að villast á herpes simplex kera- tilis og venjulegri conjuncti- vilis af völdum hakteria. Get- ur slík villa í sjúkdómsgrein- ingu leitt til þess, að sjúkling- urinn missi sjón á auga, eða jafnvel augað sjálft, ef steroid eru notuð. Einnig þykjast menn nú sjá sveppa-keratitis oftar en áður var, og er notkun steroida um kennt. Af ofan- sögðu er augljós sú hætta, sem því er samfara að nota steroid i augu, þegar sjúkdómsgrein- ingin er ekki nákvæm. Örugg- ast mun að láta augnlæknana fást við þessa notkun steroida. Við meðferðina á fáeinum taugasjúkdómum hafa steroid verið reynd með nokkrum ár- angri, og eru þó skoðanir um það skiptar. Einkum hefur stundum sézt góður árangur við Guillain-Barré syndromi, og virðist ekki óeðlilegt að reyna steroid á þeim þessara sjúklinga, sem illa eru haldn- ir. Af öðrum taugasjúkdómum má nefna Bells lömun, neuritis optica, og serum neuritis. Loks telja sumir sig hafa séð ein- hvern árangur við sclerosis disseminata. Þá nefni ég lungnasjúkdóma, aðra en asthma bronchiale, sem ég lief þegar getið. Við langvinnu emphysema pul- monum gefa steroid oft prýði- legan árangur. Þau draga úr bjúgmyndun i Iungnapípum, mikilli slímmyndun og örvefs- mvndun, sem vanalega er loka- stig þessa sjúkdóms. Við pne- umoconiosis, einkum silicosis, liafa steroid einnig reynzt vel, einkum þegar mikið emphy- sema og hronchospasmus er lil staðar. Sama máli gegnir um Hamman Rich syndrom, eða fibrosis interstitialis chro- nica, og árangurinn við sarcoi- dosis er oft mjög góður. Með steroidum má fleyta þess-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.