Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.1960, Side 42

Læknablaðið - 01.03.1960, Side 42
20 1,/EKNABLAÐIÐ ast gegn pneumokokka-sýk- ingum. Við svæsnum meningo- kokka meningitis, einkum með losti og blæðingum, eru notuð steroid, ásamt sulfonamiðum og fúkalyfjum. Við bráðri brucellosis þykir sjálfsagt að gefa steroid, en liins vegar iiafa þau lítil áhrif á hið lang- vinna form þessa sjúkdóms. Þá eru steroid gjarnan revnd þegar lost og mikil toxemi fylgir bráðri sýkingu af völd- um ýmissa gram-negativra sýkla, einkum proteus, pseu- domonas, bacillus coli og kleb- siella, en bataborfur slíkra sjúklinga eru annars mjög slæmar. Góður árangur hefur náðst við meðferðina á tauga- veiki. Sama máli gegnir um mikla toxemi af völdum peri- tonitis. Einnig liafa steroid ver- ið notuð með nokkrum árangri, að því er virðist, gegn tetanus. Yfirleitt ber að varast að gefa steroid sjúklingum með veirusjúkdóma. Dauðsföll bafa orðið meðal sjúklinga með hlaupabólu og barna eftir kúa- bólusetningu, sem af einhverj- um ástæðum höfðu tekið ster- oid. Þó er talið réttmætt að nota steroid undir vissum kringumstæðum. Þannig hef- ur mjög góður árangur náðst Iijá sjúklingum, sem hafa verið lífshættulega veikir af mon- onucleosis infectiosa. Ef svæs- in bólga með miklum kvölum fylgir orchitis af völdum paro- titis epidemica, er réttlætan- legt að gefa steroid, og er þá oft um mjög skjótan bata á lið- an sjúklings að ræða, en halda verður meðferð áfram í nokkra daga, annars versnar sjúkl- ingunum ofl aftur. Sjúkling- um með hepatitis á háu stigi, sem blæðir eða sem eru í coma eða precoma, er rétt að gefa steroid, og bregður þá stund- um skjótlega til bins betra. Encephalitis af völdum veirna, svo sem eftir mislinga, er enn önnur undantekning frá þeirri almennu reglu að nota ekki steroid við veirusjúkdómum. Um lúsasóttirnar gegnir svip- uðu máli og um veirusjúkdóm- ana. Loks er að geta berklaveik- innar. Eins og kunnugt er, var lengi talið mjög óráðlegt að gefa berklaveikum sjúklingum steroid undir nokkrum kring- umstæðum. Bvggðist þetta á því, að steroid draga hér sem annars staðar úr bólgubreyt- ingum, en bólgan liefur senni- lcga ákveðnu hlutverki að gegna við að hindra útbreiðslu berklasýkingarinnar, evði- leggja sýklana og vinna að enduruppbyggingu hinna skemmdu vefja. Hins vegar hafa steroid engin bein áhrif á berklasýkilinn sjálfan, að þvi er bezt verður vitað. Það vegur á móti ofangreindu, að steroid draga að verulegu leyti úr eitrun þeirri, sem orsakast af

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.