Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.1960, Side 60

Læknablaðið - 01.03.1960, Side 60
34 LÆKNABLAÐIÐ oft í för með sér svefnsýki eða syfju ásamt sljóvgun meðvit- undar og eftirtektar. í dag- draumum, þegar menn eru ut- an við sig, í hugleiðslu, inn- blæstri, sefjun, dáleiðslu og svefni, á þetta sér líka stað sem eðlilegt stundarfyrirbæri. Boð frá miðbeiladreifinni berast um sjónarhólinn upp og út að heilaberkinum. Þaðan snúa þau aftur um barkar- og hólsbrautirnar lil sjónarhóls- ins. Þar auka þau næmleika kjarna hans fyrir taugaboðum, sem berast að honum um til- finningabrautir mænunnar (traetus sensorii). Án barkar- og sjónarhóls- brautanna getur eftirtekt og meðvitund ekki átt sér stað í venjulegri merkingu. Ef þær eru skertar, hverfur eða minnk- ar meðvitund og eftirtekt á sársauka, samanber afskipta- leysi eða minnkaður tilfinn- inganæmleiki sjúklinga, sem gerður hefur verið á beila- skurður (prefrontal leuco- tomi). Sú uppgötvun, að miðheila- dreifin og miðheilinn séu dreifð millifærslukerfi tilfinn- inganna, hefur liaft veruleg áhrif á tilraunastarf og rann- sóknir á tauga- og geðsjúk- dómum. Megináherzla er nú lögð á rannsóknir svæða neð- an heilabarkarins, en minni á rannsóknir á heilaberkinum. Einn helzti brautryðjandinn i þessum rannsóknum, Hess (8), hefur með raförvun á rófu- kjarna (nucleus caudatus) í köttum, öpum og mönnum framkallað ástand, sem líkist svefni. Raförvun hvitu rákanna í sjónarhólnum hefur einnig í för með sér breytingar á lieila- riti, sem tekið er samtímis. Koma þá fram hin sérkenni- legu heilaritsform svefnsins. Hins vegar hefur raförvun á miðheiladreifina neðst í mið- lieilanum þau áhrif, að fram koma heilaritsform vöku- ástands. Þannig virðast vera tvö að- greind svæði neðan barkar, svefns og vöku, og verkar ann- að slævandi, en bitt örvandi á heilabörkinn. Nýlega (1958) tókst að ein- angra taugunga í miðheila- dreifinni með svo víðtæka taugaanga (dendrites), að þeir ná alla leið upp í lieilabörk- inn. Þeir eru því ekki háðir tengitaugum, en geta örvað heilabörkinn milliliðalaust (9). Nýlegar rannsóknir hafa og leilt í ljós, að sum neðanbark- arsvæðin gegna starfa, sem álitið bafði verið fram að þessu, að beilabörkurinn ann- aðist. Enn fremur hefur verið sýnt fram á, að miðheiladreifin verkar sem nokkurs konar sía fyrir hækkandi taugaboð á leið þeirra lil heilabarkarins (10). Með því að nota hin nýju ró-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.