Læknablaðið - 01.06.1961, Blaðsíða 20
52
LÆKNABLAÐIÐ
við það, tókst hin bezta vinátta
með okkur.
Margar skemmtilegar minn-
ingar eru frá þeim dögum, og
þættu ekki allar merkilegar nú
á tímum, svo sem þegar við með
glensi og gamansemi gengum
eftir Austurstræti í ljósaskipt-
unum eða brugðum okkur inn
á „Bjössa bollu“ til þess að fá
okkur tesopa, þegar fátæktin sat
i básæti bjá okkur, eða súkku-
laði með rjómatertu, þegar eitt-
hvert okkar var stórríkt.
Þannig liðu námsárin í létt-
um tón. Við skemmtum okkur,
þegar við böfðum ráð á, lásum,
ef ekki var annað betra að gera,
því að þá var, sem betur fór,
ekki búið að færa læknanámið
i þær járnviðjar, sem það nú
er komið í; lukum síðan prófi
á tilsettum tíma, giftum okk-
ur í snatri að prófinu loknu
og sigldum síðan báðir með
okkar konur.
Þegar út kom, greindust leið-
ir okkar Gunnars nokkuð, en
alltaf hittumst við þó við og
við og gátum tekið upp okkar
fyrri léttleik og gamansemi.
Eftir að beirn kom, hittumst
við oft á beimili livors annars,
en þar að auki fórum við oft
í gönguferðir eða veiðiferðir
tveir einir.
Árin liðu, og við Gunnar urð-
um miðaldra og nokkuð virðu-
legir inenn, svona út á við, en
alltaf þegar fundum okkar bar
saman, var eins og rynnu af okk-
ur tveir, þrír áratugir og við
urðum sömu stúdentaspjátrung-
arnir sem fvrrum, töluðum eins
og galgopar og höguðum okk-
ur, því var nú verr, oft þannig
líka.
Við Gunnar áttum ekki al-
vörumál saman, en skemmti-
legri og viðfelldnari félaga til
gamanmála mun ég ekki eign-
ast. Kimni bans var svo notaleg,
en jafnframt þroskuð, að vel
mátti telja hana í þriðja eða
fjórða veldi, og þess er ég viss,
að ýmis hnyttiyrði lians verða
að orðtaki höfð, meðan lax veið-
ist á Islandi. Þó verð ég að geta
þess, að Gunnar reyndi oft á
þolinmæði níina í veiðiferðum
okkar. Þarna sat hann á sinni
þúfu, velti vöngum yfir flugna-
boxunum, valdi síðan eftir ná-
kvæma yfirvegun þá flugu, sem
honum þótti líklegust til afreka,
hnýtti síðan fluguna á girnið
með þeirri nákvæmni, sem vel
befði sómt kviðarhols-kirurgí.
Á meðan óðu laxarnir allt í
kringum okkur, og ég æddi
kringum Gunnar með mína
stöng löngu tilbúinn, en vildi
ekki byrja á undan bonum. Það
var einmitt þessi natni, ná-
kvæmni og rólega iliugun Gunn-
ars á bverju smáu, oft að því
er virtist aukaatriði, sem gerði
hann einn af farsælustu lækn-
um þessa lands.
Nú er liann Gunnar sagður
borfinn, og liklega ber að trúa
því, og Rúna litla situr eftir