Læknablaðið - 01.06.1961, Blaðsíða 24
56
LÆKNABLAÐIÐ
2. mynd. — Contusio cerebri. Misstórir marblettir á víð og dreif í heila
hægra megin.
eftir á, því að tilskiliö er, að
sjúklingurinn nái sér að fullu.
Elvki er vitað, hvað gerist í
heilanum við commotio, en
menn hafa rejmt að skýra það
á ýmsa vegu. Sumir lialda, að
heilinn hristist, að hann liristi
snöggvast úr skorðum sameind-
ir (molekul) heilafrumnannaell-
egar tengslin á milli frumnanna
(synapsis). Aðrir halda, að yfir-
liðið stafi af snöggri þrýstings-
hækkun i heilabúinu; fari þrýst-
ingurinn upp fyrir sjT.stoliskan
þrýsting blóðsins, þó að ekki sé
nema brot úr sekúndu, nægi
það til yfirliðs. Hafa þeir sýnt
þetta á hundum. Vitað er, að
heilinn er mjög viðkvæmur fyr-
ir súrefnisskorti, en hvort hann
er svo viðkvæmur, að leiftur-
snögg ischaemi geti valdið yfir-
liði, eins og sumir telja, skal
ósagt látið.
Oft koma uppköst og stund-
um svimi eftir yfirliðið og nær
alltaf höfuðverkur, en allt lag-
ast þetta á fáum dögum. Með-
ferðin er rúmlega, þar til sjúkl-
ingurinn er óþægindalaus. 1
varúðarskyni er hann látinn
fasta þurrt framan af.
Næsti flokkur er oedema trau-
maticum, þ. e. heilabjúgur, sem
blýzt af áverka. Pathologiskt er
myndin skýr, en kliniskt geta
mörkin milli bjúgs og hrist-
ings verið óglögg, enda væntan-
lega aðeins um stigsmun á
áverkanum að ræða. Áverkinn
er meiri en við commotio, e.t.v.
lengri ischaemia á heilafrum-
um og hærri þrýstingur i heila-
búi.