Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1961, Page 30

Læknablaðið - 01.06.1961, Page 30
62 LÆKNABLAÐIÐ 5. mynd. — Innanbastsblæðing. Hér hefur stykki verið tekið úr kúpunni og bast opnað. Blóðhlaupið bungar fram í gatið á dura. í gegnum foramen spinosum, liggur út og fram fleygbeins- vænginn og skiptir sér innan á gagnauganu í tvær aöalgreinar, sem dreifa sérupp eftirkúpunni. Oftast eru þessar blæðingar í regio temporalis; þar skaddast æð við það, að kúpan springur. Blóðið dælist úr æðinni, losar bast frá beini og veldur þrýst- ingi. Sígilda myndin er þessi: Mað- ur fær höfuðhögg, og það líður yfir hann; liann raknar skömmu seinna úr rotinu, er sæmilega hress og fer heim. Smám sam- an sækir á hann sljóleiki og rugl. E. t. v. fær hann krampa eða hemiparesis, sljóleikinn eykst og verður að meðvitund- arleysi, sem smádýpkar og end- ar í dái (coma) og andardrátl- arlömun. Hve fljótt þetta geng- nr, fer eftir því, hve stór æðin er, sem rifnar. Við þessa velþekktu mynd er það eilt að athuga, að sjúkling- urinn raknar ekki ætíð úr rot- inu. Oft fylgir þessu annar áverki, sem leiðir athyglina frá blæðingunni, og einkennin, sem sjúklingurinn hefur, eru í raun og veru aðeins einkenni um vaxandi þrýsting í heilabúi. Þegar hið sígilda dæmi ligg- ur fyrir, er sjaldan um að vill-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.