Læknablaðið - 01.06.1961, Side 32
64
LÆKNABLAÐIÐ
tæma út haematomið eða hy-
gromið.
Ýmsir láta sér nægja að bora
tvö göt á kúpuna og skola blóð-
hlaupið burtu með saltvatni, en
sumir gera craniotomia, taka
stykki úr höfuðskel, opna bast
vel, sjúga út blóðið og flysja i
burtu himnurnar. Er þá jafn-
framt opnað vel niður i skúms-
hol, þar eru resorptionsskilyrði
góð.
Haematoma subarachnoi-
deale kemur vart af slysi nema
i sambandi við dilaceratio og er
þvi utan marka þessarar grein-
ar.
Stundum getur blætt inn i
heilann — intracerebralt hae-
matom — eftir áverka, en það
er sjaldgæft. Sé blæðing mikil,
getur hún dregið til dauða án
þess að verða greind; er liún þá
oft samfara mari eða dilacer-
ation annars staðar. Lifi sjúkl-
ingur af, myndast oft himna ut-
an um blóðhlaupið, og verður
úr hygrom, líkt og við subdur-
alblæðingar. Þetta getur hagað
sér líkt og æxli og enda verið
svo líkt, að ekki verði greint á
milli fyrr en við aðgerð.
Þegar maður verður fyrir
höfuðslysi, er fyrsta vandamál-
ið að koma honum í sjúkraliús
ekki meira skemmdum en
áverkinn gefur tilefni til. Á því
vill verða misbrestur, enda eru
þessir sjúklingar vandfluttir.
Oftast eru þeir meðvitundar-
lausir framan af, en séu þeir
ekki í dái, þá eru þeir ruglaðir,
vita hvorki í þennan heim né
annan, eru iðulega órólegir og
illa viðráðanlegir og oft drukkn
ir. Það er útbreidd trú, að bylt-
ur drukkinna manna séu mýkri
en ódrukkinna. Það er liégilja.
Flestir þeir sjúklingar, sem ég
hef séð deyja af heilaslysi eftir
byltu, liafa dottið í ölæði.
Mjög oft kasta þessir sjúkl-
ingar upp, og þá er liætt við,
að spýjan renni ofan í lungu.
Oft er líka, að blóð úr nefkoki
rennur niður barka. Hvort
tveggja er afleitt. Sjúklingur-
inn getur beinlínis drukknað í
spýju sinni eða blóði, og þó
ekki takist svo illa til, þá ertir
magainnihald og blóð, svo að
bjúgur safnast í berkjur og get-
ur valdið fjörtjóni.
Venjulega eru þessir sjúkl-
ingar fluttir þann veg, að höfuð
liggur lægst, þá rennur blóð og
æla frá lungum, en ekki að
þeim, og má á þann hátt
minnka hættu á aspiratio. Þegar
höfuð liggur lægst eða hangir
niður, torveldast hlóðrás frá
heila, þrýstingur í heilabúi
liækkar og bjúgur evkst og get-
ur þetla valdið öndunarlömun.
Menn liallast því helzt að því
að láta sjúklinginn liggja á
hliðinni og kappkosta að lireinsa
jafnóðum úr koki það, sem þar
kynni að safnast. Ef flytja þarf
meðvitundarlausan. sj úkling
langan veg, er langbezt að intu-
bera hann, en hvorki munu til-