Læknablaðið - 01.03.1963, Page 21
LÆKNABLAÐID
GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI ÍSLANDS OG
LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR
Aðalritstjóri: ÓLAFUR BJARNASON. Meðritstjórar: MAGNÚS
ÓLAFSSON (L. L) og ÓLAFUR GEIRSSON (L. R.)
47. árg. Reykjavík 1963. 1. heíti. -
t
Karl A. Maríusson
In memoriam.
Karl Andreás Maríusson lækn-
ir lézt í Reykjavík 21. marz
1962. Hann var fæddur í Reykja-
vík 21. apríl 1925. Foreldrar
lians voru þau hjónin Karolína
Andreasdóttir og Marius Ólafs-
son, kaupmaður og skáld, en
þau eru bæði ættuð af Eyrar-
bakka. Þar voru foreldrar Karo-
línu, Carl Andreas Danielsen
verzlunarmaður, ættaður frá
Kalundborg, og kona lians, Sól-
veig Gísladóttir, en foreldrar
Maríusar voru Ólafur Ólafsson
söðlasmiður i Sandprýði og
kona 'bans, Sigríður Jónsdóttir.
Árið 1952, hinn 20. marz,
kvæntist Karl eftirlifandi konu
sinni, Fjólu Ivristjánsdóttur frá
Þórshöfn á Langanesi. Þau eign-
uðust þrjú börn: Örn (10 ára),
Sveinbjörgu (9 ára) og Stein (2
ára).
Karl varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík vorið
1945. Hann innritaðist þegar
sama ár í Iláskóla íslands og
lauk þaðan embættisprófi i
læknisfræði vorið 1952.
Karl var gáfaður og góður
námsmaður, lesinn vel og viðav