Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.1963, Side 25

Læknablaðið - 01.03.1963, Side 25
LÆKNABLAÐIÐ 5 kvæmar tölur vantar fyrir 1961 og 1962). Að meðaltali hefur því fundizt eitt barn með van- skapað vélindi af hverjum 1900 nýfæddum, en það svarar til eins barns á ári í Reykjavík einni, en tveggja á öllu land- inu. Sennilega er þó tíðni ágallans meiri en þessar tölur gefa til kvnna. Án aðgerðar deyja öll þessi börn nokkrum dögum eft- ir fæðingu, að undanskildum þeim, sem eru einfaldlega með oesophago-tracheal-fistula eða stenosis, og öll deyja þau úr lungnabólgu. Það er því óhugs- audi, að öll börn með þessa van- sköpun komi til skila. Þetta sést hezt á 'því, að aðeins eitt þessara harna kom utan af landi. Á sama tíma sem fæð- ingar í Reykjavík, Hafnarfirði og Gullbringu- og Kjósarsýslu voru um 20868, var tala lifandi fæddra barna á öllu landinu rúmlega 42.000, eða tvöfalt meiri en á áðurnefndum svæð- um. Það má þvi álykta, að 11 börn með þennan ágalla hafi fæðzt utan Reykjavíkur og ná- grennis, en aðeins eitt þeirra komizt til skila. Hjá hinum hef- ur ágallinn ekki verið greindur. Mörg þessara barna hafa aðra meðfædda ágalla. Árið 1957 skýrir Gross frá 233 börnum, sem komu til meðferðar á Child- rens Hospital í Roston á árun- um 1939—1952 vegna atresia oesophagi. 77 þessara barna, eða þriðjungur þeirra, var með aðra ágalla. 24, eða 10%, voru með hjartagalla, önnur 10% með vansköpun á anus eða enda- þarmi. Sjö börn voru með ste- nosis á intestinum tenuis og 23 með ýmsa aðra galla. Þá taldi Gross, að 52 þeirra væru fædd fyrir tímann, þau vógu 5 pund (ensk) eða minna. Af okkar 12 börnum voru 4 með meiri háttar ágalla auk at- resia. Tvö voru með anus inper- foratus og annað þeirra auk þess með atresia urethrae. Eitt var með hvpospadias, atresia ureth- rae og hemispondylia og eitt með ren cysticus. Þá voru 4 fædd fyrir tímann, öll undir 10 mörkum. Hið minnsta var tví- buri, tæpar 5 merkur. Fvrir síðustu aldamót hófust tilraunir til að halda lífinu i börnum með atresia oesophagi. Efalausl mun hafa verið talið, að börnin dæju úr hungri, og fyrstu aðgerðirnar voru því gastrostomiae af ýmsum gerð- um (Steele 1888, Brenneman 1918), en öll þau börn dóu. Smám saman varð ljóst, að banamein barnanna var ávallt lungnabólga, sem stafaði af inn- sogi í lungun frá munni eða maga. Við tilraunir til að láta barnið drekka yfirfyllist efri vélindisstúfurinn, og vökvinn rennur niður i barka. Einnig vfirfyllist stúfurinn af munn- vatni og slími, sem fer sömu leið. Enn fremur getur maga-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.