Læknablaðið - 01.03.1963, Side 25
LÆKNABLAÐIÐ
5
kvæmar tölur vantar fyrir 1961
og 1962). Að meðaltali hefur
því fundizt eitt barn með van-
skapað vélindi af hverjum 1900
nýfæddum, en það svarar til
eins barns á ári í Reykjavík
einni, en tveggja á öllu land-
inu.
Sennilega er þó tíðni ágallans
meiri en þessar tölur gefa til
kvnna. Án aðgerðar deyja öll
þessi börn nokkrum dögum eft-
ir fæðingu, að undanskildum
þeim, sem eru einfaldlega með
oesophago-tracheal-fistula eða
stenosis, og öll deyja þau úr
lungnabólgu. Það er því óhugs-
audi, að öll börn með þessa van-
sköpun komi til skila.
Þetta sést hezt á 'því, að aðeins
eitt þessara harna kom utan af
landi. Á sama tíma sem fæð-
ingar í Reykjavík, Hafnarfirði
og Gullbringu- og Kjósarsýslu
voru um 20868, var tala lifandi
fæddra barna á öllu landinu
rúmlega 42.000, eða tvöfalt
meiri en á áðurnefndum svæð-
um. Það má þvi álykta, að 11
börn með þennan ágalla hafi
fæðzt utan Reykjavíkur og ná-
grennis, en aðeins eitt þeirra
komizt til skila. Hjá hinum hef-
ur ágallinn ekki verið greindur.
Mörg þessara barna hafa aðra
meðfædda ágalla. Árið 1957
skýrir Gross frá 233 börnum,
sem komu til meðferðar á Child-
rens Hospital í Roston á árun-
um 1939—1952 vegna atresia
oesophagi. 77 þessara barna, eða
þriðjungur þeirra, var með aðra
ágalla. 24, eða 10%, voru með
hjartagalla, önnur 10% með
vansköpun á anus eða enda-
þarmi. Sjö börn voru með ste-
nosis á intestinum tenuis og 23
með ýmsa aðra galla. Þá taldi
Gross, að 52 þeirra væru fædd
fyrir tímann, þau vógu 5 pund
(ensk) eða minna.
Af okkar 12 börnum voru 4
með meiri háttar ágalla auk at-
resia. Tvö voru með anus inper-
foratus og annað þeirra auk þess
með atresia urethrae. Eitt var
með hvpospadias, atresia ureth-
rae og hemispondylia og eitt
með ren cysticus. Þá voru 4
fædd fyrir tímann, öll undir 10
mörkum. Hið minnsta var tví-
buri, tæpar 5 merkur.
Fvrir síðustu aldamót hófust
tilraunir til að halda lífinu i
börnum með atresia oesophagi.
Efalausl mun hafa verið talið,
að börnin dæju úr hungri, og
fyrstu aðgerðirnar voru því
gastrostomiae af ýmsum gerð-
um (Steele 1888, Brenneman
1918), en öll þau börn dóu.
Smám saman varð ljóst, að
banamein barnanna var ávallt
lungnabólga, sem stafaði af inn-
sogi í lungun frá munni eða
maga. Við tilraunir til að láta
barnið drekka yfirfyllist efri
vélindisstúfurinn, og vökvinn
rennur niður i barka. Einnig
vfirfyllist stúfurinn af munn-
vatni og slími, sem fer sömu
leið. Enn fremur getur maga-