Læknablaðið - 01.03.1963, Síða 38
16
LÆKNABLAÖIÐ
Cju&jón <=Cáruiion ocj
~J\riilín £. Jjónícláltir:
MEI^L\GITIS PLHlJLEiXTA
Inngangur.
Meningitis purulenta er heila-
himnubólgu af völdum baktería,
annarra en berklasýkla.
Ný fúkalyf, öruggari sýkla-
greining og næmispróf hafa á
undanförnum tveimur áratug-
um valdið gjörbreytingu á grein-
ingu, meðferð og horfum heila-
himnubólgusjúkhnga, engu síð-
ur en annarra, sem eru haldnir
sjúkdómum af völdum haktería.
Greining á þessari tegund lieila-
liimnubólgu er hin sama hér
á landi og gerist annars staðar,
og eru lyf og tæki, sem með-
ferðin krefst, okkur jafn tiltæk
og öðrum. Er því fróðlegt fyrir
okkur að komast að raun um,
hvar á vegi við stöndum
í haráttunni við þennan sjúk-
dóm og livað helzt er hægt að
gera til úrbóta, ef þeirra reyn-
ist þörf.
Hér verður vitnað í aðeins fá
rit af öllum þeim fjölda, sem
hefur hirzt á undanförnum ár-
um um meningitis purulenta,
en þau rit, sem viinað er í, gefa
sæmilegt heildaryfirlit yfir ár-
angurinn af lyfjameðferð stærri
spitala.
Beinn samanburður á sjúkl-
ingahópum er oft erfiður, að
minnsta kosti að setja tölu
gegn tölu eða liundraðshluta
gegn hundraðshluta. Þegar t. d.
skýrt er frá árangri sérstakrar
meðferðar á 50—100 sjúkling-
um, sem hafa liaft pneumococca
meningitis, þá er varla við því
að búast, að við höfum sam-
bærilegar tölur tiltækar einmitt
af slikum sjúkbngum. Kemur
margt fleira til greina, sem ger-
ir allan samanburð fremur af-
stæðan en algeran, og mun það
verða hverjum lesanda augljóst.
um hinna læknafélaganna. Fé-
lagsmál hljóta alltaf að valda
deilum, en þær jafna læknar
innan vébanda félaga sinna.
Á hundraðasta fundi Eirar er
eðlilegt, að menn spyrji, livort
félagið hafi náð tilgangi sinum.
Ég levfi mér að fullyrða, að
svo sé. Ein sönnun þess er sú,
hve margir félagar eru mættir
hér í kvöld til þess að minn-
ast þessara tímamóta.
Við rísum úr sætum og árn-
um félaginu okkar allra heilla.