Læknablaðið - 01.03.1963, Side 55
LÆKNABLAÐIÐ
25
sýklagreining hefur verið gerð,
þar sem það geti bæði eyðilagt
möguleika á ræktun og breytt
hinni klinisku mynd og því taf-
ið fyrir réttri sjúkdómsgrein-
ingu. Þeir lyfjaskammtar, sem
venjulega eru notaðir í með-
ferð utan sjúkrahúsa, eru lield-
ur engan veginn fullnægjandi til
að ráða niðurlögum heilahimnu-
bólgu(13). En þótt enginn liafi
mælt með slíkum smáskammta-
lækningum, má benda á, að af
þeim 57 sjúklingum EiglersC12),
sem ekki ræktaðist frá, höfðu
33 fengið fúkalyf fyrir komu
á spítalann, og af þessum
33 dó enginn. Slíkt gæti ver-
ið tilviljun, en sé það ábend-
ing um, hve mikilvægt er, að
meðferð hefjist nógu fljótt, þótt
í smáum stíl sé, verður erfitt
að áfellast heimilislæknana.
Ábyrgðin kemur þá á spítala-
lælcnana að gera mænustungu
við minnsta grun um heila-
himnubólgu, enda lireinsast
mænuvökvinn ekki það fljótt
af frumum, þótt sýklar geti
horfið úr honum.
Níu af þeim 15 sjúklingum
okkar, sem ræktaðist frá, höfðu
með vissu fengið fúkalvf fyrir
komu, einn sennilega og fimm
ekki. Ef við snúum dæminu við:
Tólf sjúklingar höfðu örugglega
ekki fengið fúkalyf fyrir komu,
og ræktaðist frá aðeins 5 þeirra
eða tæplega helmingi. Þessar
tölur eru ekki nógu háar til þess
að ákveða, hvort ræktun heppn-
ist sjaldnar, séu fúkalvf gefin
áður.
Meðferðin hefur verið í nokk-
uð föstum skorðum, þ. e. um
leið og sjúkdómsgreiningin hef-
ur þótt örugg, hefur sjúklingur-
inn fengið 3—4 lyf í einu, venju-
lega penicillin, sulfadiazine eða
sulfafurazolnm og chloram-
phenicol, en stundum auk þess
streptomycin. Skammtarnir
hafa yfirleitt ekki verið ákveðn-
ir pr. kg, heldur liafa i byrjun
verið gefnir ríflegir skammtar.
Ivristallað penicillin hefnr verið
gefið á 2—3 klst. fresti í fyrstu
1—2 sólarhringana, venjulega
6—8 millj. einingar á sólarhring
í vöðva, og þá gjarnan breytt
yfir í procain penicillin, 400 þús-
und einingar í vöðva einu sinni
til tvisvar á dag. Af chlor-
amphenicol hafa venjulega ver-
ið gefin 250 mg strax í vöðva
og svo 125 mg tvisvar til þrisv-
ar á dag (börnum) í vöðva
eða í inntöku, ef sjúkling-
urinn hefur þolað. Sulfalyf í
500 mg skömmtum 6 sinnum
á sólarliring og streptomvcin
250—500 mg á 12 klst. fresti.
Ef jákvæð ræktun hefur feng-
izt, hefur meðferðinni verið
breytt til samræmis við það.
Smávægilegar breytingar liafa
verið gerðar eftir almennu
ástandi sjúklingsins. Yenjulega
hefur verið liætt við eitt lyf i
einu og allri meðferð, er sjúkl-
ingur hefur verið hitalaus i
viku.