Læknablaðið - 01.03.1963, Page 74
40
LÆKNABLAÐIl)
Því hefur verið haldið fram,
að hæfni Pelger hvítkorna til
þess að taka upp framandi efni
(fagocytosis) væri minni en
eðlilegt er talið. Eigin rannsókn-
ir á þessu sýndu engan greini-
legan mun á liæfni venjulegra
(normal) og Pelger hvitkorna
til að taka upp staphylokokka.
Pólskir rithöfundar hafa lýst
því (1961), að alkaliska fosfa-
tasa væri ekki að finna í Pelger
livítkornum. Þetla hefur ekki
verið staðfest af öðrum. Yið eig-
in rannsóknir fann ég, að Pelger
hvítkorn innihalda alkaliskafos-
fatasa á borð við venjuleg (nor-
mal) hvítkorn. Ekkert afbrigði-
legt við peroxidasverkun Pelger
hvítkornanna hefur komið í
ljós.
Ég gerði einnig samanburð á
upptöku á H3-thymidine í venju-
legum (normal) og Pelger bein-
mergsfrumum i tilraunaglasi.
Upptökunni á H3-thymidine
fylgdi ég og mat „semikvanti-
tativt“ með autoradiografi. Eng-
an greinilegan mun var hægt að
finna á venjnlegum frumum og
Pelger frumum.
Það hefur ekkert komið í ljós
við þessar rannsóknir, sem
styrkir fyrri tilgátur manna uih,
að samband sé milli Pelger-af-
brigðis og sérstakra sjúkdóma.
Eins og áður er vikið að, ])á
hefur Pelger-afbrigði fundizt
víða um heim og í öllum helztu
kynstofnum. Mest hefur það
verið rannsakað í Evrópu og
mikið i Þýzkalandi, en þar hef-
ur tíðni afbrigðisins reynzt vera
um það bil ein á þúsund. 1
öðrum löndum liafa tiðni-rann-
sóknir ekki verið gerðar, þó að
á nokkrum stöðum hafi tíðnin
verið áætluð. Þar hefur tíðnin
þá ýmist verið svipuð eða lægri
en uppgefnar tölur frá Þýzka-
landi.
Það var því mjög athyglisvert
að finna i Norður-Sviþjóð svo
liáa tiðni á Pelger-afbrigði sem
6,1 á þúsund. Þessi háa tíðni
var ekki einskorðuð við lyf-
læknisdeild, heldur var sýnt, að
hún væri einnig liá meðal sjúkl-
inga á öðrum deildum.
Þegar athugað var, Iivaðan
sjúklingarnir á sjúkrahúsinu í
Umeá komu, sást, að 95% af
þeim voru búsettir í Vásterbot-
tenléni.
Flestir voru þeir búsettir i
syðri strandhéruðum lénsins og
uppsveitum þess, en aðeins fáir
í nyrðri strandhéruðunum. Þeg-
ar sjúklingarnir voru flokkaðir
eftir búsetu, kom í Ijós, að tíðni
afbrigðisins var mjög breytileg
innan lénsins.
I uppsveitum þess var tiðnin
um ein á þúsund, en í syðri
strandhéruðunum allt upp í 12,8
á þúsund, og komst þar í ein-
staka sveitum upp í 22 á þús-
und. Rannsókn á 808 skólabörn-
um í þremur sveitum við strönd-
ina staðfesti þessa báu tíðni.
Blóðmynd var einnig rann-
sökuð i tveim bópum heil-