Fréttatíminn - 12.08.2011, Blaðsíða 4
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
Úrkomulaust og mjög víða sólríkt á
landinu. Hægur vindur, en Hafgola
að deginum.
Höfuðborgarsvæðið: Hægviðri eða
Hafgola og léttskýjað
meira skýjað á laninu, en áfram víðast
þurrt. fer að anda af norðaustri.
strekkingur suðaustanlands.
Höfuðborgarsvæðið: Hægviðri og skýjað
með köflum og sæmilega Hlýtt.
spáð er rigningu eða sudda
austanlands, en annars þurrt.
víða dálítill blástur.
Höfuðborgarsvæðið: svipað veður,
skýjað með köflum og milt í veðri.
þurrt landinu fram á sunnudag
enn er lítið lát á sumarblíðunni, sérstaklega
suðvestanlands. í dag er spáð léttskýjuðu
og hægum vindi um nánast allt land. Hlýtt
er á daginn, en hitinn fellur allmikið í ágúst-
húminu. Á laugardag verður lægð fyrir
sunnan og suðaustan land. með henni blæs
af norðaustri, fyrst suðaustanlands á laugardag og
víða á sunnudag. Á sunnudag er spáð
rigningu austanlands og ekki ólíklega
einnig norðaustanland síðar um dag-
inn. reikna má með að bjart verði
eða skýjað með köflum annars
staðar á laugardag og sunnudag
og víðast alveg þurrt.
15
14
16 14
15
14
12 11
10
15
15
10 10
9
13
einar sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
miðborgin okkar!
frábært veður í miðborg-
inni alla helgina. Hundruð
verslana og veitingahúsa
bjóða vörur og þjónustu.
Sjá nánar auglýsingu
á bls. 18-19 og á
www.miðborgin.is
þráinn skilyrðir stuðning sinn
þráinn bertelsson,
þingmaður VG, hefur lýst
því yfir að hann muni ekki
styðja fjárlögin nema leyst
verði úr fjárhagsvanda
Kvikmyndaskóla Íslands.
Það er engin launung á
því, sagði þingmaðurinn í
samtali við Ríkisútvarpið,
að ég er mjög ósammála
menntamálaráðherra, sem
nú er í fríi, um alla stefnu
í garð kvikmyndagerðar-
innar sem hefur orðið að
sæta meiri niðurskurði
en nokkur önnur grein
í menningunni. Þráinn
segist hafa fengið góðan
hljómgrunn hjá jóhönnu
sigurðardóttur for-
sætisráðherra og svandísi
svavarsdóttur, starfandi
menntamálaráðherra, og
trúir ekki öðru en málinu
ljúki með samningum.
Hann muni þó standa við
orð sín og samþykkja ekki
fjárlög nema framtíð skól-
ans verði tryggð. meirihluti
ríkisstjórnarinnar veltur á
atkvæði Þráins. þuríður
backman, þingflokks-
formaður VG og fulltrúi
flokksins í fjárlaganefnd,
hefur ekki viljað tjá sig
um afstöðu Þráins. sama
gildir um steingrím j.
sigfússon, formann
flokksins. Nemendur og
starfsmenn Kvikmynda-
skólans mótmæla daglega
á austurvelli og hyggjast
gera það þar til málið er í
höfn. - jh
Innlend verðbréfaeign
hækkaði en erlend lækkaði
Hrein eign lífeyrissjóða var 2.021
milljarður króna í lok júní og hækkaði um
14,9 milljarða króna í mánuðinum eða um
0,7%, að því er fram kemur í tilkynningu
Seðlabanka Íslands. innlend verðbréfaeign
nam 1.445 milljörðum króna og hækkaði
um 6,4 milljarða króna. erlend verð-
bréfaeign lækkaði um 5,8 milljarða króna
og nam 490,8 milljörðum króna í lok
mánaðarins. sjóður og bankainnistæður
námu 151,1 milljarði króna og hækkuðu um
11,9 milljarða króna í lok júní. vert er að
taka fram, segir Seðlabankinn, að enn er
nokkur óvissa um endanlegt mat á eignum
lífeyrissjóðanna. -jh
Akureyringar gleðjast yfir
endurvöktum togaranöfnum
Útgerðarfélag Akureyringa hefur nú tekið
við þeim tveimur togurum sem fylgdu með
í kaupum Samherja hf. á eignum Brims
á akureyri. Sólbakur EA 1 fær aftur sitt
gamla nafn, Kaldbakur EA 1, og Mars RE
305 fær einnig sitt fyrra nafn, Árbakur EA
5, að því er fram kemur á vef akureyrar-
bæjar. kaldbakur fer í slipp hjá Slippnum
á Akureyri og gert er ráð fyrir að skipið
haldi til veiða í byrjun september. ekki
er fyrirhugað að Árbakur fari til veiða á
næstunni. -jh
Hamri lyft á ný
Bygginga- og verktakageirinn fór einna
verst út úr efnahagshruninu hér á landi.
eftir margra ára þenslutímabil lögðust
byggingar víða alveg af. Það þykja því
tíðindi ef hamri er lyft á nýjan leik. Héraðs-
blaðið Skessuhorn greinir frá því að meðal
þeirra erinda sem tekin voru fyrir á fundi
byggðarráðs Borgarbyggðar í vikunni var
umsókn frá sigurði H. einarssyni um
byggingarlóð við Arnarflöt 3 á Hvanneyri.
björn bjarki þorsteinsson, formaður
byggðarráðs, sagði í viðtali við blaðið
að þetta væri ein fyrsta lóðaúthlutun í
sveitarfélaginu eftir hrun og virkilega
ánægjulegt að fólk væri farið að huga að
byggingu íbúðarhúsnæðis. - jh
Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir,
sem steig fram fyrr á þessu ári
og lýsti kynferðislegu ofbeldi
Gunnars Þorsteinssonar í
Krossinum á hendur henni í
Fréttatímanum, hefur skrifað
opinbert svarbréf til Gunnars
þar sem hún gerir upp mál sitt
og sjö annarra kvenna gegn
honum. Lögreglurannsókn á
meintum brotum Gunnars var
eins og kunnugt er hætt fyrir
skömmu. Í bréfinu sem Ólöf
Dóra skrifar, með samþykki
hinna sjö kvennanna sem hafa
haldið því fram að Gunnari hafi
brotið gegn þeim, svarar Ólöf
Dóra í nokkrum liðum þeim
ummælum sem Gunnar hefur
látið falla á opinberum vett-
vangi eftir að lögreglurannsókn
á málinu var hætt. Í bréfinu
segir meðal annars: „Gunnar,
þú veist manna best hvað þú
gerðir mér. Þú misnotaðir vald
þitt og stöðu sem andlegur
trúarleiðtogi minn til á brjóta á
mér. Þú áreittir mig munnlega
frá 15 ára aldri og fórst með
hendur þínar inn á brjóst mín og
kynfæri, innanklæða þegar ég
var enn undir tvítugu. Þú fórst
með fingur upp í leggöng mín.
Þetta veistu mætavel, en leyfir
þér samt sem áður að gera lítið
úr brotum þínum í fjölmiðlum.
Er það lítið brot að misnota
stöðu sína á þennan hátt gagn-
vart ungri og óspjallaðri stúlku,
sem treysti þér og leit upp til þín
sem andlegs trúarleiðtoga? Er
það lítið brot að biðja mig um
að hafa samfarir við þig á gólfi
samkomusalar Krossins ( jafn-
vel þó þú hafir ekki fengið vilja
þínum framgengt)?“ - óhþ
Er það
lítið brot
að misnota
stöðu sína á
þennan hátt
gagnvart
ungri og
óspjallaðri
stúlku
Ólöf Dóra Bartels
jónsdóttir.
Krosskona svarar Gunnari
e ngar persónulegar ábyrgðir eru fyrir lánum 1998 ehf. Bankinn mun ganga eins langt og lög heimila við að inn-heimta ábyrgðir þeirra félaga sem eru í ábyrgðum fyrir
1998. Næstu skref verða tekin á haustmánuðum eða fyrri hluta
vetrar,“ segir Iða Brá Benediktsdóttir, upplýsingafulltrúi Arion
banka í samtali við Fréttatímann þegar borið er undir hana í
hvaða farvegi mál fyrrum eigenda Haga eru – eigenda
sem voru í tugmilljarða sjálfskuldarábyrgðum fyrir
1998 ehf, félagið sem átti Haga. Svör Iðu láta ekki
mikið uppi en eftir því sem Fréttatíminn kemst
næst mun bankinn fara á eftir eigendum 1998,
Fjárfestingafélaginu Gaumi, sem er í eigu
Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu
hans, Eignarhaldsfélaginu ISP, sem er í eigu
Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, eigin-
konu Jóns Ásgeirs, og Bague SA, sem er að
stærstum hluta í eigu Hreins Loftssonar,
þegar allur 95,7 prósenta hlutur bankans
í Högum er seldur. Nú þegar hefur 34
prósent hlutur verið seldur til fjárfesta-
hóps sem Árni Hauksson og Hallbjörn
Friðrik Karlsson fara fyrir.
Arion banki yfirtók 1998 ehf og þar
með Haga á haustmánuðum 2009 og
endanlega sumarið 2010 þegar bank-
inn var búinn að hafna tilboðum frá
fyrri eigendum um að koma með nýtt
hlutafé inn í reksturinn. Gerður var
kyrrstöðusamningur við hluthafa 1998
á svipuðum tíma sem rann út eins og
Fréttatiminn greindi frá í febrúar á þessu
ári. Ólíklegt þykir að félögin þrjú geti
staðið við sjálfskuldarábyrgðina.
oskar@frettatiminn.is
sjálFskuldarábyrgð tugmilljarðar bíða rukkunar
Arion á eftir fyrri
eigendum þegar Hagar
hafa verið seldir
arion banki þarf að bíða eftir að Hagar verði seldir að fullu
til að geta gengið að fyrrum eigendum smásölurisans.
félög í þeirra eigu voru í tugmilljarða ábyrgðum.
jón Ásgeir jóhannesson er
stærsti eigandi gaums sem
var aftur stærsti eigandi 1998.
Nítjánda fjölskyldustaður
Lunch, brunch og óviðjafnanlegt kvöldverðarhlaðborð
Nítján
da fjöl
skyldu
staður
þar sem
börnin
borða
frítt í s
umar
4 fréttir Helgin 12.-14. ágúst 2011