Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.08.2011, Page 14

Fréttatíminn - 12.08.2011, Page 14
Berlínar- múrinn varð ýmsum tákn um siðferði- legt þrot sameignar- stefnunnar. Ís- lenskir sósíal- istar voru á öðru máli. M úrar eru venjulega hlaðnir til varn- ar, til dæmis í kringum miðalda- borgir. Stundum eiga þeir að halda villimannaþjóðum úti, svo sem múr Hadríanusar í Norður-Eng- landi eða kínverski múrinn. En Berlínarmúrinn var ekki reistur til að halda fólki úti, heldur loka það inni. Í austur-þýska alþýðulýðveldinu, sem stofnað var á hernámssvæði Ráðstjórnarríkjanna í Þýskalandi 1949, urðu þegnarnir að kjósa með höndunum eins og valdhafar vildu. Fengu kommúnistar venjulega 99 prósent atkvæða í slíkum kosningum. Í röskan áratug gátu þegnarnir þó kosið með fótunum, flúið til Vestur-Þýskalands, og það nýttu milljónir Þjóðverja sér. Austur-þýsk stjórnvöld reyndu að loka landamær- unum milli hinna tveggja hluta Þýskalands með gaddavír og varðturnum. En Berlínarborg skiptist í tvö hernámssvæði, Vesturveldanna og Ráðstjórnar- ríkjanna. Auðvelt var að fara úr austurhluta borgar- innar í vesturhlutann og þaðan til Vestur-Þýskalands. Þetta breyttist allt sunnudagsmorguninn 13. ágúst 1961 þegar austur-þýsk yfirvöld gripu til sinna ráða. Þau lokuðu skyndilega landamærunum milli borgar- hlutanna tveggja og létu næstu daga hlaða rammgerð- an múr milli borgarhlutanna, leggja gaddavírsgirðing- ar og reisa varðturna. Eftir það voru þeir, sem reyndu að flýja til Vestur-Berlínar, umsvifalaust skotnir, og fengu austur-þýskir landamæraverðir sérstök verð- laun fyrir hvern þann, sem þeim tókst að fella. Múrinn varinn Berlínarmúrinn varð ýmsum tákn um siðferðilegt þrot sameignarstefnunnar. Íslenskir sósíalistar voru á öðru máli. Tryggvi Sigurbjarnarson, sem stund- aði nám í Austur-Þýskalandi, skrifaði „Gaddavírs- hugleiðingu“ í Þjóðviljann 22. ágúst 1961. Kvað hann svartamarkaðsbrask hafa verið stundað í vesturhluta borgarinnar, og væri múrinn reistur til að binda enda á þetta „svívirðilega svindilbrask, svo að ekki sé minnst á hina svívirðilegu njósna- og undirróðurs- starfsemi, sem allir vita, að rekin hefur verið frá Vestur-Berlín“. Þjóðviljinn kynnti á forsíðu 3. september 1961, að annar námsmaður í Austur-Þýskalandi, Guðmundur Ágústsson, hæfi í því tölublaði birtingu greinaflokks um Berlínarmúrinn. Guðmundur kvað Austur-Þjóð- verja hafa stöðvað njósnir og undirróður með því að hlaða múrinn í kringum vesturhlutann. Svo ánægður var Magnús Kjartansson, ritstjóri Þjóðviljans, með skrif Guðmundar, að hann bað miðstjórn austur- þýska kommúnistaflokksins að greiða honum fyrir þau. Vinsamleg samskipti Íslenskir sósíalistar höfðu frá upphafi átt vinsamleg samskipti við kommúnistastjórnina í Austur-Þýska- landi. Einar Olgeirsson fór þangað fyrst á leið frá Moskvu haustið 1945 (áður en alþýðulýðveldið var stofnað) og hitti þá einn ráðamann landsins, Hans Teubner. Annar gistivinur Austur-Þjóðverja var Magnús Kjartansson, ritstjóri Þjóðviljans. Þegar verkamenn í Austur-Berlín risu upp 17. júní 1953, skrifaði Magnús að frásagnir um vöruskort og fátækt þar eystra væru „barnalegt og marklaust bull“. Verkalýður Austur-Þýskalands stæði ekki að óeirð- um, heldur „hlaupagikkir og flugumenn“. Magnús Kjartansson heimsótti einnig stundum njósnahreiður eitt í Greifswald-háskóla, sem sérstakur kafli er um í væntanlegri bók minni um íslenska kommúnista. Áhrifamenn í Alþýðubandalaginu sóttu „Eystra- saltsvikuna“, sem austur-þýsk stjórnvöld héldu allt frá 1958 og fram til 1975, en tilgangur hennar var að afla landinu viðurkenningar og reka fleyg í varnar- samstarf vestrænna þjóða. Í tengslum við Eystrasalts- vikuna voru haldnar verkalýðs- og kvennaráðstefnur og friðarþing og jafnvel einu sinni stjórnmálanám- skeið Sósíalistaflokksins. Alþýðubandalagið, sem bauð fram í stað Sósíal- istaflokksins allt frá 1956, sleit öll tengsl við komm- únistaflokk Austur-Þýskalands haustið 1968, eftir að austur-þýski herinn hafði tekið þátt í innrásinni í Tékkóslóvakíu. Var múrinn ekki framar lofsunginn í málgögnum Alþýðubandalagsins, þótt Stasi-maður- inn Guðmundur Ágústsson yrði raunar um skeið for- maður Alþýðubandalagsfélags Reykjavíkur. Svavar og Þorsteinn Einar Olgeirsson útvegaði mörgum efnilegum ungum sósíalistum námsstyrki í Austur-Þýskalandi. Mynduðu þeir, ásamt nokkrum námsmönnum í öðrum sósíalistaríkjum, með sér Sósíalistafélag Ís- lendinga Austantjalds, SÍA. Einn efnilegasti ungi sósíalistinn var Svavar Gestsson, sem starfaði 1967 á skrifstofu Alþýðu- bandalagsins, þegar verið var að breyta því úr kosn- ingabandalagi í stjórnmálaflokk, og aðstoðaði hann dyggilega gamla kommúnistakjarnann í Sósíal- istaflokknum við að tryggja yfirráð sín yfir Alþýðu- bandalaginu og val á framboðslista þess. Í verðlauna- skyni var Svavar sendur á flokksskóla í Austur-Berlín haustið 1967, og las hann þá einnig prófarkir að Úrvalsritum Marx og Engels, sem útgáfufyrirtæki sósíalista á Íslandi fékk prentuð ókeypis í Austur- Þýskalandi. Svavar kom heim í sumarleyfi vorið 1968 og sneri ekki aftur til Austur-Þýskalands. En 1973 fór sendinefnd frá Æskulýðssambandi Íslands undir forystu Þorsteins Vilhjálmssonar eðlisfræðings á svokallað „heimsmót æskunnar“ í Austur-Berlín og þakkaði síðan í skýrslu sinni „frá- bærar móttökur og vel skipulagt mót“. Hafði sendi- nefndin á orði hversu hreinskilnislegar viðræður hún hefði átt við þýska æskumenn. Landbúnaðarvara og afnot almenningsfarartækja væru ódýrari en í Vestur-Þýskalandi og húsaleiga lægri. „Ef eitthvað er að marka áróðurinn á Vesturlöndum frá tíma kalda stríðsins, hefur æðimargt breyst í DDR,“ sögðu Þor- steinn og félagar. Fréttamaður The Times á mótinu, Peter Broder- ick, birti hins vegar rækilega greiningu á því hvernig villt hefði verið um fyrir mótsgestum á öllum sviðum, og var hún kynnt í íslenskum blöðum. Davíð Odds- son, þá laganemi, sem staddur var í Vestur-Berlín sömu dagana og Þorsteinn Vilhjálmsson í Austur- Berlín, skrifaði einnig: „En ég er þess fullviss, að enn hefur flest ungt fólk hér á landi skömm á þeim blind- ingsleik, sem ÆSÍ-sendinefndin lék í Berlín.“ Öllum skjölum eytt Þegar Berlínarmúrinn hrundi 9. nóvember 1989, höfðu um 120 manns látið lífið í flóttatilraunum vestur á bóginn. En eftir hrun múrsins var eitt fyrsta verk þáverandi ríkisstjórnar, undir forsæti Stein- gríms Hermannssonar, að senda einn starfsmann utanríkisþjónustunnar til Þýskalands til að spyrjast fyrir um hvort eitthvað misjafnt væri um ráðherrann Svavar Gestsson í skjalasafni Stasi. Fékk hann dræm svör. En öllum gögnum um Svavar í skjalasafni Stasi hafði verið eytt 25. júní 1989. Fólk lokað inni Hinn 13. ágúst eru 50 ár liðin frá því bygging Berlínarmúrsins hófst. Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, rifjar hér upp sögu múrsins og viðbrögð Íslendinga við tíðindunum af gerð hans, en von er á bók frá Hannesi í haust um sögu íslenskra kommúnista. Um 120 manns eru taldir hafa fallið við múrinn í flóttatilraunum vestur á bóginn. Hann var reistur 13. ágúst 1961 og hrundi 9. nóvember 1989. Lj ós m yn d/ B un de sa rc hi v B 14 5 B ild -P 0 61 24 6 14 tímamót Helgin 12.-14. ágúst 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.