Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.08.2011, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 12.08.2011, Blaðsíða 14
Berlínar- múrinn varð ýmsum tákn um siðferði- legt þrot sameignar- stefnunnar. Ís- lenskir sósíal- istar voru á öðru máli. M úrar eru venjulega hlaðnir til varn- ar, til dæmis í kringum miðalda- borgir. Stundum eiga þeir að halda villimannaþjóðum úti, svo sem múr Hadríanusar í Norður-Eng- landi eða kínverski múrinn. En Berlínarmúrinn var ekki reistur til að halda fólki úti, heldur loka það inni. Í austur-þýska alþýðulýðveldinu, sem stofnað var á hernámssvæði Ráðstjórnarríkjanna í Þýskalandi 1949, urðu þegnarnir að kjósa með höndunum eins og valdhafar vildu. Fengu kommúnistar venjulega 99 prósent atkvæða í slíkum kosningum. Í röskan áratug gátu þegnarnir þó kosið með fótunum, flúið til Vestur-Þýskalands, og það nýttu milljónir Þjóðverja sér. Austur-þýsk stjórnvöld reyndu að loka landamær- unum milli hinna tveggja hluta Þýskalands með gaddavír og varðturnum. En Berlínarborg skiptist í tvö hernámssvæði, Vesturveldanna og Ráðstjórnar- ríkjanna. Auðvelt var að fara úr austurhluta borgar- innar í vesturhlutann og þaðan til Vestur-Þýskalands. Þetta breyttist allt sunnudagsmorguninn 13. ágúst 1961 þegar austur-þýsk yfirvöld gripu til sinna ráða. Þau lokuðu skyndilega landamærunum milli borgar- hlutanna tveggja og létu næstu daga hlaða rammgerð- an múr milli borgarhlutanna, leggja gaddavírsgirðing- ar og reisa varðturna. Eftir það voru þeir, sem reyndu að flýja til Vestur-Berlínar, umsvifalaust skotnir, og fengu austur-þýskir landamæraverðir sérstök verð- laun fyrir hvern þann, sem þeim tókst að fella. Múrinn varinn Berlínarmúrinn varð ýmsum tákn um siðferðilegt þrot sameignarstefnunnar. Íslenskir sósíalistar voru á öðru máli. Tryggvi Sigurbjarnarson, sem stund- aði nám í Austur-Þýskalandi, skrifaði „Gaddavírs- hugleiðingu“ í Þjóðviljann 22. ágúst 1961. Kvað hann svartamarkaðsbrask hafa verið stundað í vesturhluta borgarinnar, og væri múrinn reistur til að binda enda á þetta „svívirðilega svindilbrask, svo að ekki sé minnst á hina svívirðilegu njósna- og undirróðurs- starfsemi, sem allir vita, að rekin hefur verið frá Vestur-Berlín“. Þjóðviljinn kynnti á forsíðu 3. september 1961, að annar námsmaður í Austur-Þýskalandi, Guðmundur Ágústsson, hæfi í því tölublaði birtingu greinaflokks um Berlínarmúrinn. Guðmundur kvað Austur-Þjóð- verja hafa stöðvað njósnir og undirróður með því að hlaða múrinn í kringum vesturhlutann. Svo ánægður var Magnús Kjartansson, ritstjóri Þjóðviljans, með skrif Guðmundar, að hann bað miðstjórn austur- þýska kommúnistaflokksins að greiða honum fyrir þau. Vinsamleg samskipti Íslenskir sósíalistar höfðu frá upphafi átt vinsamleg samskipti við kommúnistastjórnina í Austur-Þýska- landi. Einar Olgeirsson fór þangað fyrst á leið frá Moskvu haustið 1945 (áður en alþýðulýðveldið var stofnað) og hitti þá einn ráðamann landsins, Hans Teubner. Annar gistivinur Austur-Þjóðverja var Magnús Kjartansson, ritstjóri Þjóðviljans. Þegar verkamenn í Austur-Berlín risu upp 17. júní 1953, skrifaði Magnús að frásagnir um vöruskort og fátækt þar eystra væru „barnalegt og marklaust bull“. Verkalýður Austur-Þýskalands stæði ekki að óeirð- um, heldur „hlaupagikkir og flugumenn“. Magnús Kjartansson heimsótti einnig stundum njósnahreiður eitt í Greifswald-háskóla, sem sérstakur kafli er um í væntanlegri bók minni um íslenska kommúnista. Áhrifamenn í Alþýðubandalaginu sóttu „Eystra- saltsvikuna“, sem austur-þýsk stjórnvöld héldu allt frá 1958 og fram til 1975, en tilgangur hennar var að afla landinu viðurkenningar og reka fleyg í varnar- samstarf vestrænna þjóða. Í tengslum við Eystrasalts- vikuna voru haldnar verkalýðs- og kvennaráðstefnur og friðarþing og jafnvel einu sinni stjórnmálanám- skeið Sósíalistaflokksins. Alþýðubandalagið, sem bauð fram í stað Sósíal- istaflokksins allt frá 1956, sleit öll tengsl við komm- únistaflokk Austur-Þýskalands haustið 1968, eftir að austur-þýski herinn hafði tekið þátt í innrásinni í Tékkóslóvakíu. Var múrinn ekki framar lofsunginn í málgögnum Alþýðubandalagsins, þótt Stasi-maður- inn Guðmundur Ágústsson yrði raunar um skeið for- maður Alþýðubandalagsfélags Reykjavíkur. Svavar og Þorsteinn Einar Olgeirsson útvegaði mörgum efnilegum ungum sósíalistum námsstyrki í Austur-Þýskalandi. Mynduðu þeir, ásamt nokkrum námsmönnum í öðrum sósíalistaríkjum, með sér Sósíalistafélag Ís- lendinga Austantjalds, SÍA. Einn efnilegasti ungi sósíalistinn var Svavar Gestsson, sem starfaði 1967 á skrifstofu Alþýðu- bandalagsins, þegar verið var að breyta því úr kosn- ingabandalagi í stjórnmálaflokk, og aðstoðaði hann dyggilega gamla kommúnistakjarnann í Sósíal- istaflokknum við að tryggja yfirráð sín yfir Alþýðu- bandalaginu og val á framboðslista þess. Í verðlauna- skyni var Svavar sendur á flokksskóla í Austur-Berlín haustið 1967, og las hann þá einnig prófarkir að Úrvalsritum Marx og Engels, sem útgáfufyrirtæki sósíalista á Íslandi fékk prentuð ókeypis í Austur- Þýskalandi. Svavar kom heim í sumarleyfi vorið 1968 og sneri ekki aftur til Austur-Þýskalands. En 1973 fór sendinefnd frá Æskulýðssambandi Íslands undir forystu Þorsteins Vilhjálmssonar eðlisfræðings á svokallað „heimsmót æskunnar“ í Austur-Berlín og þakkaði síðan í skýrslu sinni „frá- bærar móttökur og vel skipulagt mót“. Hafði sendi- nefndin á orði hversu hreinskilnislegar viðræður hún hefði átt við þýska æskumenn. Landbúnaðarvara og afnot almenningsfarartækja væru ódýrari en í Vestur-Þýskalandi og húsaleiga lægri. „Ef eitthvað er að marka áróðurinn á Vesturlöndum frá tíma kalda stríðsins, hefur æðimargt breyst í DDR,“ sögðu Þor- steinn og félagar. Fréttamaður The Times á mótinu, Peter Broder- ick, birti hins vegar rækilega greiningu á því hvernig villt hefði verið um fyrir mótsgestum á öllum sviðum, og var hún kynnt í íslenskum blöðum. Davíð Odds- son, þá laganemi, sem staddur var í Vestur-Berlín sömu dagana og Þorsteinn Vilhjálmsson í Austur- Berlín, skrifaði einnig: „En ég er þess fullviss, að enn hefur flest ungt fólk hér á landi skömm á þeim blind- ingsleik, sem ÆSÍ-sendinefndin lék í Berlín.“ Öllum skjölum eytt Þegar Berlínarmúrinn hrundi 9. nóvember 1989, höfðu um 120 manns látið lífið í flóttatilraunum vestur á bóginn. En eftir hrun múrsins var eitt fyrsta verk þáverandi ríkisstjórnar, undir forsæti Stein- gríms Hermannssonar, að senda einn starfsmann utanríkisþjónustunnar til Þýskalands til að spyrjast fyrir um hvort eitthvað misjafnt væri um ráðherrann Svavar Gestsson í skjalasafni Stasi. Fékk hann dræm svör. En öllum gögnum um Svavar í skjalasafni Stasi hafði verið eytt 25. júní 1989. Fólk lokað inni Hinn 13. ágúst eru 50 ár liðin frá því bygging Berlínarmúrsins hófst. Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, rifjar hér upp sögu múrsins og viðbrögð Íslendinga við tíðindunum af gerð hans, en von er á bók frá Hannesi í haust um sögu íslenskra kommúnista. Um 120 manns eru taldir hafa fallið við múrinn í flóttatilraunum vestur á bóginn. Hann var reistur 13. ágúst 1961 og hrundi 9. nóvember 1989. Lj ós m yn d/ B un de sa rc hi v B 14 5 B ild -P 0 61 24 6 14 tímamót Helgin 12.-14. ágúst 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.