Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.08.2011, Síða 24

Fréttatíminn - 12.08.2011, Síða 24
T il að skilja hvar Jóhann- es Birgir Skúlason er staddur í dag þarf maður að setja sig í spor hans. Þannig skiljum við ann- að fólk og finnum til með því. Ímynd- aðu þér að fyrir tveimur mánuðum hafir þú verið sýknuð eða sýknaður af alvarlegum ásökunum fyrir breskum dómstólum. Síðan reynirðu að láta eins og þú hafir fyrir tveimur árum staðið í röðinni með öðrum föngum á leið í hámarksöryggisfangelsi. Þú hefur ekki rakað þig í tvo daga og ert enn í sömu fötunum eftir yfirheyrslur og gæsluvarðhaldsúrskurð. Þér finnst óraunverulegt að vera í járnum bæði á höndum og fótum og þú hefur ekki hugmynd um hvernig á því stendur að leiðin lá frá Grindavík til Reykjavíkur til London í Bedford Prison. Allir eru voðalega almennilegir og meira að segja samfangarnir eru kurteisir og einhver Rússi segir þér að vera með úrið því það séu engar klukkur þarna inni. „Þú ert lokaður inni næstum allan sólarhringinn,“ segir hann, „alveg aleinn og þú veist ekkert hvað klukkan er.“ Það er ekki um annað að velja en að trúa honum og afklæðast fyrir læknisskoðun og líkamsleit og fá úthlutað fangafötum og klefa. Jóhannes hugsar um dóttur sína og fer með æðruleysisbænina aftur og aftur og aftur. Hann veit ekki enn að það er miklu minna að óttast í fangelsi þegar þú ert kominn þangað inn en virðist þegar þú stendur í sturtunni. Allar bíómyndirnar sem þú hefur séð hafa lítið með raunveruleikann að gera og þótt það séu slagsmál og ofbeldi og sjálfsmorð þá ertu lokaður inni 22 klukkutíma á sólarhring og ef þú skiptir þér ekki af neinum þá skiptir enginn sér af þér. Hvorki engill né illmenni Spólum aðeins til baka. Þegar hitna tók undir Jóhannesi í október 2005 hringdi þáverandi konan mín í mig og spurði af hverju Hari (ljósmyndari) væri fyrir utan húsið okkar að taka mynd af því. Ég var ritstjóri DV og SFO, Serious Fraud Office í Bretlandi, hafði gert húsleit hjá Íslendingi sem grunaður var um stórfellt peninga- þvætti. Eða svo var okkur sagt og mér og Eiríki Jónssyni blaðamanni hafði tekist að draga það upp úr heimildar- mönnum okkar að hinn meinti fjár- glæframaður byggi á hæðinni fyrir neðan mig. Á þessum árum var ég svo mikill prinsippmaður að engar skyldu undanþágurnar vera á DV: „Þú ert ekki í lagi stundum,“ sagði konan þegar ég reyndi að útskýra fyrir henni að myndatakan væri vegna fréttar sem við værum að vinna. Við birtum reyndar aldrei myndina af húsinu mínu því Jóhannes hringdi þegar hann losnaði úr yfirheyrslu hjá yfirvöldum hér heima. Hann reyndi að segja mér að hann hefði ekkert að fela og við tókum af honum mynd og birtum með fréttinni: „SFO, eða Serious Fraud Office, hélt í fyrstu að Skúlason ehf., fyrir- tækið mitt, væri blekking búin til til að selja hlutabréf í Bretlandi. Að við rækjum hér skrifstofu sem væri bara „a man and a dog,“ eins og þeir segja,“ útskýrir Jóhannes en fyrirtækið hans var síma- og úthringiver á Íslandi með um fjörutíu manns í vinnu sem ætlaði sér í útrás þegar það var tískuorð dagsins. Þegar Jóhannes talar um þetta er hann soldið ótengdur þessu öllu sam- an. Eins og fólk er sem hefur orðið fyrir áfalli. Hann leggur allt á borðið og reynir ekkert sérstaklega að fegra sinn hlut. Þetta er dökkur maður yfirlitum en bláeygur og lyftir auga- brúnunum þegar hann talar. Hann vill að ég viti að auðvitað hefur hann gert fullt af mistökum og kannski vitleysa að fara í viðtal því einhver les það og sér smettið á honum og segir: „Vá, þessi fáviti. Hann borgaði aldrei reikningana sem ég sendi honum á réttum tíma.“ Og eitthvað af því er satt því Jóhannes er einn af þessum strákum sem maður hefur þekkt sem hafa færst of mikið í fang. Rétt rúm- lega tvítugur leigði hann Stjörnuna af Íslenska útvarpsfélaginu og það leið ekki ár áður en það fór á hausinn. Hann stofnaði líka Sólina í félagi við aðra og þeir seldu þá stöð með gróða. Sex ára píslargöngu loks lokið Í júní síðastliðnum var Jóhannes B. Skúlason sýknaður af breskum dómstólum en SFO þar ytra höfðu sakað hann um fjársvik. Það var gerð húsleit hjá honum hér heima 2005 (þá bjó hann á hæðinni fyrir neðan Mikael Torfason sem tók einmitt við hann þetta viðtal) og svo var honum stungið í hámarksöryggisfangelsi í Englandi 2009 af því að það er ekki framsalssamningur á milli landanna. Hann var handtekinn á Heathrow þegar hann mætti út með hugsanlegan kúnna Latabæjar en þar hefur Jó- hannes unnið síðustu ár. Jóhannes var ekkert viss um að hann hefði áhuga á að rifja upp píslargöngu sína en ákvað svo að láta slag standa, óhræddur, fyrir dóttur sína og ástina og allt fólkið sem stóð með honum síðustu sex árin. Loksins frjáls „Það er svo skrýtið að í fang- elsinu þá stundum vildi maður heldur vera inni í stað þess að fara út í litla garðinn í þessar 45 mínútur sem manni var hleypt út. Af því að maður hafði val.“ Lj ós m yn d/ Te it ur Auðvitað leið mér ekki vel í fangelsinu en þarna stend ég einn úti í London og á ekki fyrir mat. Konan og dóttirin voru heima á Íslandi án nokkurra peninga. Ég var með ökklaband og að deyja úr hræðslu við að koma kannski of seint á lög- reglustöðina [sem hann þurfti að mæta á á hverjum morgni] og vera sendur aftur í fangelsi.“ 24 viðtal Helgin 12.-14. ágúst 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.