Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.08.2011, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 12.08.2011, Blaðsíða 32
Fært til bókar Stærsta ráðgátan í þessum heimi Ummæli söngvarans Páls Óskars Hjálm- týssonar í kvöldfréttum RÚV síðastliðinn laugardag um Gay Pride, fordóma og hvíta miðaldra karla fóru fyrir brjóstið á ein- hverjum sem töldu að þar væri verið að mótmæla fordómum með fordómum. Þar sagði söngvarinn ríka, hvíta, gagnkyn- hneigða hægrisinnaða karlmenn í jakka- fötum vera nánast eina samfélagshópinn sem fengi að vera í friði fyrir níði og hatri. Bloggheimar fóru af stað og sýndist sitt hverjum. Andri Snær Magnason rithöf- undur blandaði sér í þær umræður og sagði m.a. á Facebook síðu sinni: „Móðg- andi þessi ummæli Palla Óskars. Íhalds- samir menn í jakkafötum ættu að stofna stjórnmálaflokk og fá fulltrúa á Alþingi. Kominn tími til.“ Ekki verður mat lagt á það hvort rithöfundurinn var að gantast eður ei en Össur Skarphéðinsson var fljótur til svara, að því er fram kemur á vefritinu Smugunni. „Guð forði mér frá þeim flokki,“ sagði Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra þegar blaðamaður spurði hvernig honum litist á sérstakan íhaldskarla- flokk á þingi. Hann segir Pál Óskar Hjálmtýsson hafa hitt naglann á höfuðið. Það sé fjarstæða að tala um ummæli hans sem fordómafull. Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, segir enga þörf á að stofna íhaldskarlaflokkinn, ef marka má sömu heimild. „Þessi flokkur er og hef- ur verið til lengi og heitir Sjálfstæðisflokk- ur,“ segir Þráinn Bertelsson, þingmaður VG. „Að fullt af fátækum og launafólki kjósi þann flokk er undarlegt. Að sjá svo konur í flokknum sem ég hélt að væru ljóngáfaðar er stórundarlegt. Margt er annars óskiljan- legt í þessum heimi. Sjálfstæðisflokkurinn er kannski stærsta ráðgátan í þessum heimi,“ segir Þráinn sem telur umræðu um ummæli Páls Óskars til marks um að menn séu óvanir að heyra sannleikann umbúðalaust.“ Stuð á Langa Manga Fyrir kemur að skemmtistöðum þarf að loka vegna ölvunar og óláta gesta. Hitt mun fátíðara að slíkum stöðum sé beinlínis lokað vegna ölvunar starfsfólksins sjálfs. Til þess ráðs varð lögreglan á Vestfjörðum þó að grípa aðfaranótt síðasta sunnu- dags á skemmtistaðnum Langa Manga á Ísafirði, að því er vefur Bæjarins besta greinir frá. Lögreglan var við eftirlit þegar hún varð þessa vör. Staðurinn var rýmdur vegna ölvunarástands starfsmannanna og honum lokað. Langi Mangi hefur þó verið opnaður aftur fyrir skemmtana- glaða gesti og verður opinn út sumarið en leggst í vetrardvala eftir tæplega fimm vikur. Þyrstu starfsmennirnir verða því að þrauka þessar vikur, ófullir að kalla, handan við barborðið. Eigum við að trúa henni ... „Leggjum ekki til hærri skatt á mat“ Þingmannahópur stjórnarflokkanna sem hefur unnið að undirbúningi fjárlaga, hefur ekki lagt til að virðisaukaskattur á matvæli verði hækkaður. Þetta sagði Oddný Harðardóttir, formaður fjár- laganefndar Alþingis. ... eða honum? „Segir rætt um hækkun matvælaskatts“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar- flokksins, segir það fráleitt að hækka virðisaukaskatt á matvæli. Hann fullyrðir að þetta sé nú rætt í fullri alvöru innan ríkis- stjórnarinnar til að vinna á hallanum á rekstri ríkissjóðs. Ný tegund gúmmí-Tékka? „Þekktir fyrir glannaskap við akstur“ Bílstjórar á vegum ferðaskrifstofunnar Adventura í Tékklandi eru þekktir fyrir háskaakstur um hálendi Íslands, segir íslenskur leiðsögumaður. Á heimasíðu ferðaskrifstofunnar má sjá myndbönd með ótrúlegum tilburðum og aksturslagi rútunnar sem lenti í slysi í Blautulónum um helgina. Hátíð orgs og ælu „Tveggja daga þrif eftir útleigu“ Það kostar frá 150 þúsund krónum að leigja íbúð í Vestmannaeyjum yfir þjóðhá- tíðina. Í einstaka tilvikum er leiguverðið yfir hálfri milljón. En peningar eru ekki allt þegar það tekur tvo daga að þrífa íbúðina eftir þjóðhátíðargestina. Má þá prófa Icesave-nafnið aftur? „Bjartsýnni um endurheimtur“ Lögfræðingar breskra sveitarfélaga, sem töpuðu milljörðum á íslenska banka- hruninu, eru mun bjartsýnni en áður um endurheimtur. Ekki ónáða menn á bótunum „Tuttugu smiðir á skrá en engir fást í vinnu“ Ég er búinn að selja tvö hús sem ég hefði viljað afhenda fyrir áramót en ég veit ekki hvernig ég á að fara að því þar sem ég fæ enga smiði ... segir Stefán Einars- son, verktaki á Akureyri, sem byggir svokölluð Kanadahús. Og ekki í fyrsta skipti „Clooney búinn að finna þá einu réttu“ Svo virðist sem „smáskot“ Georges Clooney og fyrrum glímudrottningar- innar Stacy Keibler sé allt annað en aum dægradvöl. Keibler sást yfirgefa hús Clooneys í morgun en þá hafði hún verið í vikulangri heimsókn þar. Áður hafði parið sést í London og í villu Clooneys á Ítalíu.  Vikan sem Var Í gráum draumi T Magnað er það að bækur um gamlar dráttarvélar seljist eins og heitar lummur. Fyrirfram hefði mátt ætla að nördar einir kíktu í slíkar bækur. Svo er ekki. Bækur Bjarna Guðmundssonar um áratuga gamla traktora, fyrst gráa Ferugsoninn og síðan Farmal-kubbinn, hafa selst prýðilega til alþýðu manna. Þar hjálpar að Bjarni skrifar lipran texta og myndir eru margar og góðar. Bækurnar lýsa þróunarsögu í sveitinni, þegar vélar tóku að létta púli af bændum og þeirra fólki. Kannski eru þeir áhugasamastir um þessar gömlu dráttarvélar sem voru krakkar í sveit þegar vélhross tóku við af púlsklárum, færðu miðaldabúskaparhætti á skömmum tíma inn í nútímann. Grái Fergusoninn er mín vél. Traktorinn sá var undratæki æsku minnar sem smala í fallegri sveit vestur á fjörðum. Ég var á átt- unda ári þegar vistin hófst og of ungur til að keyra dráttarvélina ljósgráu. Það kom þó ekki í veg fyrir að sest væri í járnkalda sessuna og hendur lagðar á stýri. Kúpling- in var stigin í botn og skipt í gírana þrjá og ekið í huganum. Svissinn var í gírstöng- inni, merktur S. Þangað mátti ekki reka stöngina. Þess var þó ekki langt að bíða að dráttar- vélaaksturinn hæfist. Við sóttum það fast, smalastrákarnir, að fá að prófa. Kannski vorum við tíu ára þegar við byrjuðum og komnir á fullt ellefu og tólf ára gamlir. Það er ekki víst að á slíkt yrði fallist í dag en tíðarandinn var annar þá. Við lærðum að keyra, draga múgavélar og vagna – og ekki síst að bakka með þá í eftirdragi. Sá lærdómur nýtist enn í dag þegar kerran er hengd aftan í heimilis- bílinn. Aðrir krakkar fengu að sitja á vagn- inum, eða sitja sinn á hvoru brettinu, til þess að hvíla lúin bein. Þegar horft er fullorðinsaugum aftur í tímann má sjá að það var ekki langt frá fingrum farþeganna í stór afturhjól sem snerust á fullri ferð. Ungur ökumaður velti því ekki beinlínis fyrir sér en bað þá sem þar sátu vinsamlega að halda sér fast. Sama gilti um þá sem á vagninum voru. Fjaðrabúnaður var ekki miðaður við far- þegaakstur. Grái Fergusoninn var heldur ekki búinn öryggisgrindum, eins og síðar varð alsiða á nýrri dráttarvélum. Allt bless- aðist þetta samt – og víst var það gaman. Þeir fullorðnu héldu okkur guttunum þó frá slættinum sjálfum. Sláttuvélarnar voru taldar of hættulegar lífi og limum borgar- barnanna. Áratugir eru liðnir síðan ég rak gír- stöng Fergusonar í S. Þó var ég kominn á fremsta hlunn með það fyrir örfáum árum þegar ég sá fallegan grána á dráttarvéla- safni á Reykhólum. Ég settist klofvega á þann gamla, lagði hendurnar á stýrið, setti í fyrsta, annan og þriðja og ók í huganum. Ég var að því kominn að reka stöngina í S þegar ég var stoppaður af. Eiginkonan var með í för og mat það svo að hugarakstur einn dygði bónda hennar ekki. „Uss,“ sagði hún, og sló á fingur hins meinta dráttar- vélarökumanns eins og um barn væri að ræða, „þetta má ekki.“ Gráni, Bd 7 frá Kinnarstöðum, hreyfði því ekki hjól þann daginn en mig kitlaði í fingurna, því verður ekki neitað. Frúin missti af bunu, ég hefði hugsan- lega boðið henni á brettið. Dætur mínar vissu af dálæti mínu á gráa Fergusyninum og gáfu mér því bók Bjarna um þá undravél, afbragð annarra dráttarvéla þótt hún keppi ekki við þær sem á eftir komu, lágfætt miðað við nýju tólin og frammjó nokkuð. Sama dálæti hafa þau sveitabörn, eða borgarbörn sem send voru í sveit á sínum tíma, eflaust á rauða Farmal-kubbnum hafi þau kynnst honum með svipuðum hætti og önnur slík lærðu að umgangast gráa Fergusoninn. Farmal- aðdáendurnir geta því rifjað upp sælu- stundir sínar undir stýri með lestri nýrrar bókar Bjarna um þann rauða kubb, sem var jafnvel enn minni en sá grái. Ég finn enn bensínlyktina af grána og hljóðið þekki ég. Það má alltaf gera sér erindi að Reykhólum á ný, t.d. benda konunni á skemmtilegan handverksmark- að. Á meðan gæti ég rölt bæjarleið, þ.e. á dráttarvélasafnið. Hver veit nema ég láti það eftir mér að reka gírstöngina á Kinnarstaðatraktornum í S – og föndra aðeins við handbensínið – bara til þess að vita hvað gerist. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HeLGarPisTiLL Te ik ni ng /H ar i Opið mán. – fös. kl. 11–17 Lokað á laugardögum Boston leður svart,hvítt,blátt,rautt kr 9.990 Lissabon leður svart,hvítt st. 36-42 kr. 8.900 Amsterdam leður svart,hvítt st.36-42 kr. 6.900 París leður svart,hvítt,blágrátt st. 36-42 kr.9.500 Mónako Rúskinn og mikrofíber hvítt,svart 36-46 kr.7.500 Verona svart,hvítt st.36-41 kr.7.900 Boníto ehf. Praxis / praxis.is / friendtex.is Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2878 Dagleg neysla ab-drykkjar tryggir hæfilegt magn af a- og b-gerlum í meltingarveginum og stuðlar að bættu heilsufari og vellíðan. Fyrir þinn innri mann H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 28 viðhorf Helgin 12.-14. ágúst 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.