Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.08.2011, Qupperneq 33

Fréttatíminn - 12.08.2011, Qupperneq 33
H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 1 -0 7 3 3 Leikarar samþykktir af Latabæ. Latibær® © 2011 Latibær ehf. Öll réttindi áskilin. Í Hljómskálagarðinum 20. ágúst Dagskrá: Íþróttaálfurinn og Solla Stirða stjórna upphitun við rásmark í Sóleyjargötu. • 13.30 Blá leið – 1,5 kílómetrar 6 til 8 ára • 13.45 Gul leið – 700 metrar 4 og 5 ára • 14.00 Græn leið – 700 metrar 3 ára og yngri Í ár má vera með kerrur aftast í tveimur seinni ráshópunum. Að loknu hlaupi verður skemmtidagskrá á sviði í suðurenda Hljómskálagarðs. Skráning á marathon.is - Stoltur bakhjarl hlaupsins síðan 1997 Tjörnin Hringbraut B ja rk ar ga ta Su ðu rg at a Bílastæði P Göngu- brú Skothúsvegur Sóleyjargata Endamark í Bjarkargötu Rástími kl. 14.00 í Sóleyjargötu. Endamark í Bjarkargötu Rástími kl. 13.45 í Sóleyjargötu. Endamark í Bjarkargötu Rástími kl. 13.30 í Sóleyjargötu. Gönguleið foreldra frá rásmarki að endamarki Skemmtidagskrá að loknu hlaupi Upplýsingatjald og „týnd börn“ MARK i fyrstu hæð Sími 511 2020 Erum á 6,990,- 7.990,- 6,990,- 7.990,- 4.990,- 5.590,- 5.590,- 4.990,- Skoladagar Fært til bókar Breytt afstaða í Hafnarfirði Þrír af hverjum fjórum íbúum í Hafnarfirði telja jákvætt fyrir bæjarfélagið að hafa álver starfandi þar. Þetta kemur fram í könnun sem Félagsvísindastofnun Há- skóla Íslands hefur unnið fyrir Hafnar- fjarðarbæ og Rio Tinto Alcan og greint var frá í fréttum í gær. Sama viðhorf er til 20 prósenta stækkunar álversins, sem nú er unnið að, en tæp 10 prósent íbúanna hafa neikvætt viðhorf til hennar. Þegar spurt var um nokkra ólíka kosti varðandi framtíð álversins sögðust rúm 43 prósent vilja láta staðar numið eftir stækkunina og rúm 47 prósent auka framleiðslu enn frekar. Staðan er því önnur en var í mars árið 2007, þegar hið meinta góðæri var hámarki. Þá var fór fram atkvæðagreiðsla um það í Hafnarfirði hvort samþykkja ætti deiliskipulag í bænum sem heimilaði stækkun álversins. Mjótt var á munum en naumur meirihluti, 6.382 eða 50,3%, sagði nei en 6.294 eða 49,3% sögðu já. Auðir seðlar og ógildir voru 71 en aðeins munaði 88 atkvæðum að deiliskipulagið hefði verið samþykkt. Þegar harðnaði á dalnum, í kjölfar efnahagshruns og aukins atvinnuleysis, virtust margir sjá eftir þessari ákvörðun. Bæjaryfirvöld voru gagnrýnd fyrir að hafa ekki leitt hjörðina en bæjarstjórnarmeirihlutinn kaus að taka ekki afstöðu til málsins. Samfylkingin hafði setið árum saman í meirihluta undir forystu Lúðvíks Geirssonar. Miðað við breytta stöðu mátti Lúðvík bæjarstjóri því búast við ýmsu þegar koma að síðustu bæjarstjórnarkosningum. Hann lagði allt undir og setti sjálfan sig í baráttusætið. Það dugði ekki til. Hann náði ekki kjöri og meirihlutinn tapaðist þótt flokkurinn héldi áfram í stjórnartaumana, nú í samstarfi við Vinstri græna. Lúðvík horfði á eftir bæjarstjórastólnum í kjölfar alls þessa. Konur í ritstjórastólana Því hefur stundum verið haldið fram, og eflaust með talsverðum rétti, að fáar kon- ur hafi valist til stjórnunarstarfa á fjölmiðl- um. Það á hins vegar ekki um val á ritstjórum þessa dag- ana. Fyrst skal telja Þóru Tómasdóttur blaðamann, sem lesendur Fréttatím- ans þekkja af góðu einu enda hefur hún starfað á blaðinu undanfarin misseri. Hún hefur verið ráðin ritstjóri Nýs lífs. Þóra tekur við starfinu af Kolbrúnu Pálínu Helgadóttur. Þóra er öflugur blaðamaður og var meðal umsjónarmanna Kastljóss Ríkisútvarpsins áður en hún kom til starfa á Fréttatímanum, raunar með millilendingu í Noregi. Ritstjóraskipti hafa einnig orðið á blaðinu Séð og heyrt. Leikkonan og blaðamaðurinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir tekur við af Ragnheiði M. Kristjónsdóttur. Hrund Þórsdóttir hefur enn fremur tekið við ritstjórn Mannlífs í stað Karls Steinars Óskarssonar. Nýjasta í röð þeirra kvenna sem taka við ritstjór- astarfi er Sólrún Halldóra Þrastardóttir sem tekið hefur við Stúdentablaðinu. Helgin 12.-14. ágúst 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.