Fréttatíminn - 12.08.2011, Page 34
Greint var frá því hér í blaðinu í síðustu viku að ritnefnd um sögu
Kópavogs árin 1980-2010 hefði við skoðun hafnað handriti sem fyrr-
verandi bæjarritari og sviðsstjóri Kópavogs, Björn Þorsteinsson, hefði
tekið saman og þegið um 20 milljónir fyrir. Var vitnað í Hafstein Karls-
son, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, sem sagði ritnefnd vegna verksins
hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að nota efnið að svo
stöddu.
Sagnfræðingurinn Magnús Sveinn Helgason skrifar af þessu tilefni
hugvekju á Smuguna (sjá: smugan.is/2011/08/kopavogur-akranes-og-
sagnfraedin) þar sem hann
ræðir um tilhneigingu
stjórnmálamanna til
að ráða viðvaninga til
söguritunar og um óþurft
þess að gagnrýnir sagn-
fræðingar fái vinnu við hæfi til að greina sögu bæja, sveitarfélaga og
stjórnmálamanna. -pbb
Hætt við sögu Kópavogs
Bókadómur Íslenskar lækningajurtir arnBjörg linda jóhannsd.
F yrsta útgáfan af merkisriti Arn-bjargar Lindu Jóhannsdóttur, Íslenskar lækningajurtir, kom út fyrir nær tuttugu árum hjá
forlagi Arnar og Örlygs. Hún kom út
í annarri útgáfu 1998. Þriðja útgáfan,
og þeirra stærst, kom svo út í sumar.
Þetta er kjöllímd bók í mjúku bandi
og sett í plastkápu. Undirtitill bókar-
innar um lækningajurtirnar er „söfnun
þeirra, notkun og áhrif“. Bókin er 302
blaðsíður; á ríflega 134 síðum er rakið
safn jurta, fyrst íslenskra í stafrófsröð
og er byrjað á aðalbláberjalynginu en
endað á ætihvönninni. Um hverja jurt
er kaflaskipt gerð grein fyrir útbreiðslu
og kjörlendi, nýtanlegum plöntuhlut-
um, virkum efnum sem kunnug eru,
hver áhrif hennar eru og hvernig skuli
nota jurtina. Þá er jurtin greind eftir
kínversku fræðunum, greint frá hvernig
hún skal nýtt í skömmtum, bæði í
vínandalegi, vatnslegi og til ferskrar
neyslu, og að síðustu hvað ber að varast
í neyslu jurtarinnar. Þessi greinargerð
er afar skýr og ljós.
Í kjölfar íslensku jurtanna er kafli um
erlendar jurtir sem hingað hafa borist
og síðan hvernig á að safna jurtunum
og vinna þær; hvernig á að blanda þeim
til neyslu. Síðari hluti bókarinnar er svo
lagður undir umfjöllun um líffærakerfið
og hvaða jurtablöndur eiga sérstaklega
við iðrin, svo ólík sem þau eru, taugar og
vöðva. Er þessu öllu skilmerkilega fyrir
komið með meginmáli og hliðargreinum
og umhverfis eru myndir til skýringar.
Þessi kafli er á 85 síðum. Loks er í bók-
inni yfirlit um kínversku lækningafræðin
að því leyti sem þau eru sambærileg við
okkar jurtaheim, því skrokkar okkar og
Kínverja eru í meginatriðum eins þótt við
virðumst ólík.
Jurtalækningar eru merkilegt fyrir-
bæri. Heimur jurtanna er okkur ekki
nema að litlu leyti ljós; eins og verkið
segir á mörgum stöðum eigum við langt
í land með að rannsaka til hlítar þau efni
sem grösin okkar búa yfir þótt þau hafi
hér verið notuð um aldir. Nútíma-læknis-
fræði og lyfjafræði hefur víst sprottið
upp úr þeim fræðum en vík er milli vina
– ekki er vitað til þess að læknadeildin
haldi í hópum á fjöll að tína grös, hvað
þá að kenndar séu jurtalækningar á há-
tæknisjúkrahúsum. Það kemur því í hlut
almennra borgara að leita sér hollustu í
jurtaríkið, ekki bara til lækningar heldur
líka til forvarna: Hvort er betra að leggj-
ast í hvannatínslu, þurrkun og neyslu eða
kaupa pillurnar sem íslenskur lyfjafram-
leiðandi hefur blessunarlega þróað og
sett á markað?
Bók Arnbjargar er mikill kostagripur.
Mörgum kann að þykja það fáránlegt að
leggjast út og leita grasa – reyndar eru
sumar jurtirnar um þessar mundir komn-
ar hjá kjörtíma sínum til tínslu – en hér
áður fóru menn til grasa frá því snemma
á vorin til þess tíma á haustnóttum þegar
fræ voru þroskuð og ber þá löngu tínd.
Hver sem það reynir kemst í nýtt hlut-
verk, annað samband og að óreyndu
skyldi enginn lasta þá leit því hún er
sannarlega í öllu leit að betri manni til
líkama og sálar.
Bókin er gefin út í röð leiðarvísa um
landið, leiðarvísa að umhverfi okkar
þegar komið er út fyrir götukort og hús-
númer, þegar við blasa göturnar sem
við höfum stikað um landið þvert og
endilangt. Þessi flokkur ber enga yfir-
skrift en flest þessara rita eiga að vera
til á hverju heimili þeirra sem vilja lifa í
landinu, með landinu.
30 bækur Helgin 12.-14. ágúst 2011
Bókadómur Frelsarinn jo nesBö
Bækur
Páll Baldvin Baldvinsson
pbb@frettatiminn.is
IBBY á Íslandi er félagsskapur fólks sem hefur áhuga
á menningu barna og vill veg þeirra sem mestan. Ibby
gefur út tímarit og nýtt hefti, það fyrsta á þessu ári,
er komið út. Það er að mestu helgað söguheimi Tove
Jansson um Múmíndalinn og íbúa hans. Þrjár greinar
eru í blaðinu um það efni; eftir Ernu Erlingsdóttur
um síðustu söguna í bálknum, Seint í nóvember ; Dagný
Kristjánsdóttir ritar yfirlitsgrein um verkin og Sirke
Happonen um dans í söguheimi Jansson. Þá eru í heft-
inu, sem er 36 bls., ýmsar smærri greinar um lesefni og
leiklist fyrir börn. Þórdís Gísladóttir ritstýrir heftinu
en lætur nú af því starfi og Helga Ferdinandsdóttir
tekur við. Börn og menning fást í betri bókaverslunum og hjá IBBY en netfang
tímaritsins er bornogmenning@gmail.com -pbb
Tímaritið Börn og menning
helgað Múmínálfunum
Að ganga til grasa
Bók Arnbjargar Lindu er kostagripur um græðandi jurtir og gefandi.
Einn dagur eftir enska
höfundinn David
Nicholls stekkur
beint í 2. sætið á lista
Eymundsson þessa
vikuna. Frábær bók um
tíðaranda síðustu 20
ára eða svo. Hefur farið
sigurför um heiminn.
Beint Í 2. sætið
Íslenskar lækn-
ingajurtir
Arnbjörg Linda Jóhannesdóttir
Mál og menning,
302 bls. 2011
Frelsarinn
Jo Nesbö
Ingunn Ásdísardóttir þýddi.
Uppheimar. 522 bls. 2011
Arnbjörg Linda
Jóhannesdóttir
Bók hennar er skýr
og skilmerkilegur
leiðarvísir.
Fyrsta sagan eftir Jo Nesbö sem ég las, reyndar
á norsku, Frelseren, er nú komin út í ágætis-
þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur. Það var
nokkur uppgötvun á sínum tíma að detta ofan í
þessa tilbúnu veröld andhetjunnar Harrys Hole.
Frelsarinn var um margt áhugaverður inngangur
í bálkinn: vinkill verksins sem teygir sig suður til
Vukovar og hinn aflukti heimur Hjálpræðishers-
ins í Ósló sem er svo ráðandi í sögunni voru ný-
stárlegir, plottið var þétt unnið og vísað í nokkra
kima í söguheimi Nesbös sem ég átti síðar eftir
að leita uppi. Sagan var spennandi allt til enda.
Við fyrstu kynni komu gallarnir ekki í ljós enda
sagan lesin þá sem hrein afþreying. Klisjukennd
persónusköpun hans átti eftir að verða kunn-
uglegri eftir því sem fleiri sögur hans voru að
baki: fyrstu bækurnar sem hlaupið var hjá í út-
gáfuröð Uppheima og svo þær sem komnar eru í
seríunni. Nesbö er söluhár á íslenskum markaði
og verður það sannarlega næstu misserin; ekki
er nema skammt komið á veg í útgáfu bálksins.
Næst koma út Snjómaðurinn ( 2007), Stálhjartað
(2009) og loks sagan sem hann sendi frá sér í
sumar – Endurkoman. Þá eru ónefndar fyrstu
tvær bækurnar – ef Nesbö vill á annað borð að
þær komi hér á markað.
Nesbö er flinkur skemmtisagnahöfundur.
Hann er metnaðargjarn og það er gaman að lesa
og heyra viðtöl við hann þar sem hann opnar
okkur heim sinn. Hann vill gera vel, tekur hlut-
verk sitt alvarlega. Hann er viðfelldinn náungi og
frægðarferill hans er rétt að byrja þótt verk hans
hafi nú verið þýdd á tugi tungumála og frægð
hans vaxið ört. Það er samt athyglisvert hvar
áhugi hans liggur í Frelsaranum: í kvenlýsingum
sem eru samúðarfullar og skrifaðar af næmni og
í lýsingum hans á fíklum og heimi þeirra. Hann
fellur í þessari sögu í þá gryfju að draga upp
frekar einfaldaða mynd af ríkum eldri viðskipta-
jöfri, en persónulýsing hans á tengdadóttur þess
gamla er skrifuð af ríkulegu innsæi og samúð
með heldur ógeðfelldri persónu.
Það er enginn svikinn af þessu stöffi sem á
annað borð vill fela sig í hulduheimum reyfarans.
Þeir gerast ekki betri, spennukrimmarnir. -pbb
Frelsarinn og Hjálp-
ræðisherinn í Ósló
... flest þessara rita eiga
að vera til á hverju heimili
þeirra sem vilja lifa í land-
inu, með landinu.
Jo Nesbö. Ljósmynd/
Håkon Eikesdal
HELGARBLAÐ
Fékkstu ekki Fréttatímann heim?
Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar-
svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita
með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is
Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is
HELGARBLAÐ
Fékkstu ekki Fréttatímann h im?
Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar-
svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu o kur þá vi a
með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is
Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is
HELGARBLAÐ
Fékkstu ekki Fré atímann heim?
Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar-
svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita
með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is
Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is
HELGARBLAÐ
Fékkstu ekki Fréttatímann heim?
Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar-
svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita
með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is
Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is
HELGARBLAÐ
Fékkstu ekki Fréttatímann heim?
Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar-
svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita
me tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is
Sjáðu blaðið líka á frettatim nn.is