Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.08.2011, Page 38

Fréttatíminn - 12.08.2011, Page 38
34 ferðalög Helgin 12.-14. ágúst 2011 4.990,- 5.590,- 9.990,- 8.990,- 6.990,- 7.990,- 6.990,- 7.990,- fyrstu hæð Sími 511 2020 Erum á Skoladagar S kakki turninn er helsta kennileiti ítölsku borgarinn-ar Pisa. Minjagripaverslanir borgarinnar eru að vonum fullar af skökkum turnum, hvort heldur eru myndir eða smágripir, enda vilja ferðamenn taka með sér minningu um heimsókn þangað. En öllu má ofgera. Nú hefur borgar- stjórinn í Pisa, Marco Filippeschi, skorið upp herör gegn smekk- lausum minjagripum. Jafnvel þótt sumir ferðamenn vilji gjarna kaupa nærbuxur með þessu heimsþekkta tákni þá þykir borgarstjóranum það smekklaust. Hingað og ekki lengra, segir hann, þeir sem selja minjagripi af hinum skakka turni sem misbjóða velsæmiskenndinni verða sektaðir um allt að 500 evrur. Hinn púritanski borgarstjóri lætur ekki þar við sitja heldur skorar á yfirvöld í nálægum bæjum í Toscana- héraði að gera slíkt hið sama, þ.e. Flórens, Siena og San Gimignano. „Þessi framleiðsla er hneykslanleg og sölu hennar í minjagripaverslun- um ber að banna. Yngsti fjölskyldu- meðlimurinn í heimsókn í búðir sem þessar á ekki að þurfa að horfa á þess háttar,“ segir hann í viðtali við The Telegraph. „Sumir þessara minjagripa eru á mörkum þess að vera klám. Það er ekki sú mynd sem við viljum að fólk fái af Pisa,“ bætir Filippeschi borgarstjóri við. Það er ekki bara borgarstjórinn í Pisa sem vill hreinsa til í minja- gripaverslunum borgarinnar. Það vilja kirkjunnar menn líka en skakki turninn er við hlið dómkirkjunnar í borginni, 55 metra hár, og hug- myndaríkir hönnuðir vilja fá að túlka hann að vild. Verslunareigendur skilja hins veg- ar ekkert í hinum hneyksluðu yfir- völdum, hvort heldur eru veraldleg eða geistleg. Þeir segja framleiðslu fallusartákna í líki hins skakka turns skaðlausa skemmtun sem ferðamenn kaupi í stórum stíl. Skakki turninn í Pisa, sem m.a. er klukkuturn, var byggður úr marmara á árunum 1173-1350. Hinn hringlaga turn tók að halla þegar á byggingartímanum vegna ótraustrar undirstöðu. Halli turnsins er um 4 gráður. -jh K onur fylla ferðatöskur af ónauðsynlegum klæðnaði þegar þær undir- búa ferðalög. Svo segir í könnum sem birt var í Daily Mail en hún náði til 3000 kvenna. Að meðal- tali taka konur með sér 18 toppa, 12 buxur eða stuttbuxur og sex bikiní ef þær fara í hálfs mánaðar ferð. Þegar upp er staðið hefur meðalkonan hins vegar notað 12 toppa, sex buxur eða stuttbuxur og þrjú bikiní, að því er fram kemur í könnuninni. Könnunin sýnir enn fremur að hver kona tekur að meðaltali með sér átta skópör í tveggja vikna ferðalag og fjórða hver kona treður tíu skópörum í töskuna fyrir ferða- lagið. Í raun nota þrjár af hverjum fjórum konum sex skópör. Nær fjórðungi kvennanna, eða 23%, finnst stressandi að pakka fyrir ferðalag og það stressar rúmlega fimmt- ung, 21%, meira að finna föt til ferðarinnar en að fara í vinnuna. Verðmæti fatnaðar í hefðbundinni ferðatösku konu er í kringum 200 þúsund krónur. Í um- fjöllun blaðsins segir að það komi ekki á óvart að konur taki meira með sér í ferðalagið en þær hafi þörf fyrir en verðmæti innihaldsins hafi komið á óvart. Fólk kaupi sér gjarnan ný föt undir því yf- irskini að þeirra sé þörf á ferðalaginu. Þá má heldur ekki gleyma því að margir pakka dýrum hlutum með fatnaðinum, m.a. mynda- vélum og símum. Í umfjölluninni um ferðalögin er ekki tekið fram hvernig karlkynið fer að þegar það finnur á sig buxur og skyrtur til sambærilegrar ferðar. - jh  ferðalög InnIhald ferðatöSKunnar Konur pakka of miklu í töskur sínar Nær fjórðungi kvenna finnst stressandi að pakka fyrir ferðalög. Of mikið í töskunni. Hluti kemur því ónot- aður heim. Ljósmynd Nordic Photos/Getty Images  ÍtalÍa BorgarStjórI SeKtar mInjagrIpaSala Sker upp herör gegn smekklaus- um Pisa-táknum Segir suma minjagripina vera á mörkum þess að vera klám og særa velsæmiskenndina. Kirkjan á sama máli en verslunareigendur skilja ekki í púritanskri hneyksluninni. Skakki turninn í Pisa gefur hönn- uðum minjagripa ýmsar hugmyndir í gerð minjagripa. Borgarstjórinn segir suma á mörkum þess að vera klám. Ljósmynd Nordic Photos/Getty Images Ekki sú mynd sem við viljum að fólk fái af Pisa.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.