Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.08.2011, Page 44

Fréttatíminn - 12.08.2011, Page 44
40 bíó Helgin 12.-14. ágúst 2011 M yndin er einhvers konar forleikur að því sem beið He- stons þar sem hún fjallar um upphaf þess að aparnir leggja undir sig jörðina. Rise of the Planet of the Apes var vinsæl- asta myndin í Bandaríkjun- um í síðustu viku og skákaði Strumpunum og Cowboys&Ali- ens. Þetta verður að teljast býsna vel af sér vikið fyrir mynd sem byggir á gömlum grunni og þá ekki síst í ljósi þess að ætla hefði mátt að sjálfur Tim Burton hefði gert út af við Apaplánetuna árið 2001 með slappri endur- gerð sinni á Planet of the Apes. Hingað til hafa Apaplánetu- myndirnar flestar átt sér stað í fjarlægri framtíð en Rise of the Planet of the Apes gerist í San Francisco samtímans. Þar leitar vísindamaður að lækningu við Alzheimer með erfðafræðitilraunum á öpum. Hann tekur simpansaungann Cesar með sér heim en sá er afkvæmi eins tilraunadýr- anna. Cesar er ofurgreindur og eftir nokkur átök safnar hann saman öðrum öpum, blæs til uppreisnar og stefnir að heimsyfirráðum. Það var hins vegar á því herrans ári 3978 sem geim- farinn George Taylor (Charl- ton Heston) rankaði við sér á Apaplánetunni þar sem hann kynntist ómálga og dýrslegu mannkyni sem var kúgað af ofurgreindum öpum. Hann naut aðstoðar hjartagóðra mannréttindaapa í baráttu upp á líf og dauða sem hann áttaði síg síðar á að var til einskis þar sem þessi fram- andi pláneta var í raun Móðir jörð. Árið 1971 tók Escape from the Planet of the Apes upp þráðinn þar sem myndinni á undan lauk. Aparnir Cornelius og Zira, sem Heston kynntist í fyrstu myndinni, eru nú í forgrunni. Eftir bardagann í Beneath the Planet of the Apes leggur apaparið á flótta aftur í tíma og endar í Los Angeles 20. aldarinnar. Þar mæta þau fordómum og ofsóknum ekki ósvipuðum þeim sem Taylor og Brent fengu að kynnast í myndum eitt og tvö. Conquest of the Planet of the Apes kom strax 1972. Þar er mættur til leiks Cesar, sonur Corneliusar og Ziru. Að þessu sinni eru apar orðnir að gælu- dýrum mannanna eftir að far- sótt hefur útrýmt hundum og köttum. Cesar er of greindur til að láta bjóða sér þessa nið- urlægingu og boðar byltingu gegn kúgurunum. Og áfram hélt sagan ári síðar í Battle for the Planet of the Apes. Cesar hefur sigrað í frelsisstríðinu en þarf nú að reyna að halda friðinn milli apa og manna. Einn hershöfð- ingja hans hefur lítinn áhuga á slíku og reynir að efna til borgarastyrjaldar á meðal ap- anna. Á meðan leggur hópur fólks á ráðin um að endur- heimta stöðu mannkynsins sem kóróna sköpunarverks- ins. Vinsældir Apaplánetu-bálks- ins urðu til þess að gerðir voru sjónvarpsþættir og sjón- varpsmyndir sem byggðu á söguheimi Apaplánetunnar. Sá frumlegi og skemmtilegi leikstjóri Tim Burton gerði síðan tilraun til að blása lífi í fyrirbærið árið 2001 með hálf- gerðri endurgerð fyrstu mynd- arinnar. Þar lék Mark Whal- berg geimfara sem lendir á ókunnugri plánetu árið 2029. Þar drottna talandi apar sem halda frumstæðu mannfólki í heljargreipum ótta og ofbeld- is. Apaynjan Ari, mannvinur mikill, hjálpar Whalberg sem reynir, ásamt hópi uppreisnar- fólks, að komast inn á „Bann- svæði“ plánetunnar áður en hinn herskái Thade hershöfð- ingi (Tim Roth) hefur hendur í hári þeirra. Apapláneta Burtons er slakasta mynd hans í áraraðir og var ekki líkleg til þess að stuðla að frekari framgangi of- urgreindu apanna í bíó en með vinsældum Rise of the Planet of the Apes hefur taflið snúist við og í raun ekkert sem mælir gegn því að ný gullöld sé að renna upp á Apaplánetunni.  apaplánetan áratuga átök Manna og apa fruMsýndar Ný gullöld gáfaða apans Árið 1968 hrapaði Charlton Heston með geimfari sínu á ókunnugri plánetu í myndinni Planet of the Apes. Þar mátti hann berjast fyrir lífi sínu og frelsi við ofurgreinda apa sem réðu þar lögum og lofum. Apaplánetan markaði upphaf lífseigs kvikmyndabálks. Hún gat af sér fjórar framhalds- myndir og síðar sjónvarpsþætti. Rúmum fjörutíu árum eftir hrakningar Hestons sýna aparnir enn mátt sinn og megin og hafa slegið í gegn í Rise of the Planet of the Apes. James Marsh á RIFF Breski leikstjórinn James Marsh verður í hópi gesta á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í haust. Hann er einna þekktastur fyrir heimildarmynd sína Man On Wire sem hlaut Óskarsverðlaunin í sínum flokki árið 2008. Í myndinni sagði Marsh frá því þegar franski ofurhuginn Philippe Petit steig línudans á milli Tvíbura- turnanna í New York árið 1974. Með uppátæki sínu framdi Petit það sem kallað hefur verið „listrænn glæpur aldarinnar“ enda öðlaðist hann heims- frægð á svipstundu. Sérstakur flokkur verður tileinkaður Marsh á RIFF og þar verða, auk Man On Wire, sýndar heimildarmyndirnar Wisconsin Death Trip frá árinu 1999 og Project Nim. Fyrrnefnda myndin fjallar um smábæinn Black River Falls í Wisconsin en á síðasta áratug 19. aldar virtist bölvun hvíla á bænum. Hún birtist í sérvisku og ofsóknaræði sumra íbúa, draugagangi, brennuvörgum og ýmsu öðru sem plagaði bæjarbúa. Project Nim segir frá tilraun til þess að kenna apanum Nim táknmál og fleiri mennska eiginleika með því að taka hana frá móður sinni við fæðingu og ala upp sem mennskt barn. Tilraunin var gerð í Columbia-háskólanum á áttunda áratug síðustu aldar og vakti miklar deilur á sínum tíma. Nafn apans, Nim Chimpsky, var skot á málfræðing- inn Noam Chomsky sem var á þeirri skoðun að heili mannfólksins væri sérhannaður til þess að geta þróað tungumál. Marsh verður viðstaddur sýningar mynda sinna og mun taka þátt í umræðum með áhorfendum að þeim loknum. RIFF 2011 stendur yfir dagana 22. september til 2. október. ... ekkert sem mælir gegn því að ný gull- öld sé að renna upp á Apaplánet- unni. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Hinir vinsælu, þekktu og þó umdeildu Strumpar fá nú að slá um sig í bíómynd í fullri lengd. Erkióvinur Strumpanna, Kjartan galdrakarl, flæmir þá burt úr friðsæla þorpinu þeirra. Þegar þeir litlu, bláu fara í gegnum dularfulla leynigátt milli heima enda þeir í Central Park í New York. Þá reynast góð ráð dýr hjá Æðsta strumpi og undirsátum hans. Strump- arnir þurfa ekki aðeins að spjara sig innan um mannfólkið í stórborginni heldur verða þeir að finna leiðina heim í þorpið áður en Kjartan nær í dindlana á þeim. Strumparnir eru bæði sýndir í þrívídd og gömlu, góðu tvívíddinni auk þess sem boðið er upp á myndina talsetta á íslensku eða á frummálinu. Hank Azaria, Neil Patrick Harris, Jayma Mays og Sofía Vergara úr Modern Family-þáttunum fara með helstu hlutverk en í íslensku talsetningunni talar Laddi fyrir Kjartan, Jóhanna Guðrún fyrir Strympu og aðrir Strumpar þiggja meðal annars raddir sínar frá Atla Rafni Sigurðarsyni, Þresti Leó Gunnarssyni og Kjartani Guðjónssyni. Aðrir miðlar: Imdb: 4,3, Rotten Tomatoes: 21%, Metacritic: 30/100 Cowboys&Aliens er einnig frumsýnd þessa helgina en hún er gagnrýnd ofar á síðunni. Aðrir miðlar: Imdb: 6,8, Rotten Tomatoes: 44%, Metacritic: 50/100  bíódóMur Cowboys&aliens Mannkynið er frekar heimskt og leiðinlegt og hefur stundað það frá örófi alda að berast á banaspjót inn- byrðis á alls konar bjánalegum for- sendum eins og litarhætti, trú og landafræði. Ef eitthvað er að marka bíómyndir getur ekkert sameinað okkur annað en utanaðkomandi ógn. Eitthvað ómennskt og ekki af þessum heimi sem ógnar rétti okk- ar (Independence Day) til þess að kúga og drepa hvert annað í friði. Cowboys&Aliens býður upp á þessa krúttlegu mannúðarstemn- ingu í villta vestrinu þegar kábboj- ar, indíánar, stigamenn, góðborg- arar, guðsmaður og meira að segja kona neyðast til að snúa bökum saman þegar gráðugar og ógeðs- legar geimverur herja á Arizona árið 1875. Daniel Craig, sá mikli töffari sem hefur gefið James Bond nýtt líf, fer fremstur í flokki. Grjótharð- ur að vanda. Harrison Ford berst við hlið Craig og eins og sá ann- ars ágæti maður er orðinn leiðin- legur með árunum þá kemur hann skemmtilega sterkur inn sem gam- all, bitur og óvæginn uppgjafaher- maður sem finnur mannlega taug innra með sér í öllum hasarnum. Læknakrúttið Olivia Wilde, sem House kallar jafnan 13 í sjónvarps- þáttunum, gefur karlpungunum svo ekkert eftir. Allt hljómar þetta ósköp vel en því miður lofar Cowboys&Aliens meiru en hún getur staðið við og leikstjórinn Jon Favreau hefur ekkert taumhald á skepnunni sem hann á að stýra. Með annan eins mannskap og hann hefur hér yfir að ráða hefði verið minnsta mál í heimi að gera hörkufína hasar- mynd en því miður rennur þetta út í alltof langa loðmullu þar sem of miklum tíma er eytt í bull og kjaft- æði í stað þess að gefa allt í botn og slátra þessum leiðinda geimverum af einurð og festu. Leikararnir, sem eru í góðu stuði, draga leikstjórann að landi, og blessunarlega hrekkur myndin í gang í hressilegum lokakafla, en miðað við það að þetta er myndin sem maður batt vonir við að myndi lyfta annars daufu bíósumari þá veldur hún talsverðum vonbrigð- um. Þórarinn Þórarinsson Strumparnir í New York Cesar og félagar hans ætla sér ekkert nema sigur og yfirráð yfir mannkyninu í Rise of the Planet of the Apes. Bömmer! Charles Heston kemst að því að Apaplán- etan er jörðin. Haller í sjónvarpið Matthew McConaughey stóð sig með prýði í spennumyndinni Lincoln Lawyer fyrr á þessu ári og nú virðist hafa verið ákveðið að fylgja vel- gengninni eftir með því að stefna á sjónvarpsþætti um kappann frekar en að gera framhaldsmynd. ABC-sjón- varpsstöðin hefur pantað tilraunaþátt um frekari ævintýri Mickeys Haller sem stundar lögfræðistörf sín úr aftursæti Lincoln- bifreiðar. Rithöfundurinn Michael Connellu hefur þegar skrifað nokkrar bækur um Haller og hann tekur virkan þátt í handritsgerð fyrir sjónvarpsþáttinn. Það má því ætla að Haller verði sjálfum sér líkur á skjánum þótt hverf- andi líkur séu á því að McConaughey fylgi persónunni úr bíói í sjónvarp.  Meðal róna og geimdóna í Arizóna www.noatun.isn o a t u n . i s Nammibarinn 50% afsláttur AF NAMMIBARNUM LAUGARDAGA: ALLAN SÓLARHRINGINN SUNNUDAG - FÖSTUDAG: MILLI KL 20 - 24

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.