Fréttatíminn - 12.08.2011, Qupperneq 50
S norri sýndi hvað hann gat með Sprengjuhöllinni en hefur nú tekið miklum framförum frá fyrstu sólóplöt-
unni, sem kom út 2009, enda búinn að helga
sig tónlist síðustu misserin. Hann mætir
hér sem mjög klár og upp-
finningasamur lagasmiður,
„singer-songwriter“ af
gamla skólanum – kassagít-
arpoppari frá því sirka 1972
– en með nútímaáherslum,
sem Sindri Már Sigfússon úr Seabear og Sin
Fang hjálpar til við að leggja á.
Lögin grípa eins og litlir önglar og þig
mun langa til að hlusta aftur og aftur á þessa
plötu til að fullnægja þörfinni fyrir gott
popp. Sjálfur er ég búinn að hlusta á hana
daglega í tvær vikur og er ekki kominn með
leiða á henni ennþá – hún er það langvirk-
andi, fjölbreytt og lúmsk.
Snorri er tónlistargrúskari og því eru
áhrifavaldarnir frá fáfarnari slóðum en
gengur og gerist. Lagasmíðar manna eins
og Harrys Nilson og Johns Sebastian (úr
The Lovin’ Spoonful) koma upp í hugann og
Brian Wilson-áhrif eru allnokkur. Og Bítl-
arnir, maður. Snorri minnir bara á, hermir
aldrei: þótt garnið sé gamalt er munstrið
frumsamið og flott. „Þroskaður“ er orðið
sem manni dettur í hug yfir lagahöfundinn
Snorra; væri hann mangó ætti að borða
hann núna.
Alltumlykjandi fílingur á plötunni er sól-
ríkur, bjartur og mildur. Þótt yfirbragðið
sé frekar rólegt er lítill tregi til staðar og
sama og ekkert vælt. Eins og margir hugsar
Snorri til alþjóðamarkaðar og syngur ein-
falda og ágæta ensku textana eins og hann
hafi dvalið lengi í fjallakofa í Montana og
safnað skeggi. Athyglisvert verður að sjá
hvort Snorri hefur erindi sem erfiði í æsku-
dýrkandi poppheiminum því Vetrarsólin
hans er alveg frábær og það besta sem hann
hefur gert. -dr. Gunni
Winter Sun
Snorri Helgason
... væri hann
mangó ætti
að borða
hann núna.
Gamalt garn, nýtt munstur
plötudómur Winter Sun Snorra HelgaSonar
V ið lögðum upp með að kanna fyrirbærið einangr-un en kveikjan var að skoða
hvernig Vestur-Íslendingar hafa
einangrast frá öðrum Íslendingum
í gegnum tíðina,“ segir sviðslista-
maðurinn Friðgeir Einarsson
en hann vinnur nú að sýningunni
The Island eða Eyjan ásamt mynd-
listarkonunni Ingibjörgu Magna-
dóttur og Vestur-Íslendingunum
Arne MacPherson og Freya
Olafson sem eru stödd hér á landi
til að semja verkið. „Arne er leikari
og Freya dansari og myndlistar-
maður en þau eru bæði komin af
íslenskum ættum og hafa ásamt
fleirum staðið fyrir hátíðinni Núna/
Now í Winnipeg,“ en sú hátíð hefur
það að markmiði að flytja inn ís-
lenska listamenn til að koma fram
í Kanada. „Ég var staddur þarna
með leikritið Húmanimal í fyrra og
Arne og Freya höfðu samband við
okkur Ingibjörgu og buðu okkur
að vera áfram til að vinna að nýju
verki með þeim. Síðan þá höfum
við ferðast milli Kanada og Íslands
til að undirbúa verkið,“ en Freya
og Arne eiga skyldfólk hér á landi
sem þau þekkja lítillega og nýttu
sér að rekja ættir sínar saman
við Íslendinga í ættfræði og upp-
lýsingastofu Vesturfarasetursins á
Hofsósi. Afraksturinn af samstarfs-
verkefninu lítur dagsins ljós á leik-
listarhátíðinni Lókal í byrjun sept-
ember. „Verkið fjallar um félagslega
einangrun, einmanaleikann og þrá
mannsins og líkamlega þörf til að
tengjast öðrum. Þetta er þverfag-
legt verkefni og við höfum öll mjög
ólíkar stefnur en ætli þetta verði
ekki einhvers konar gjörningaleik-
hús. Þetta verður ekki beinlínis
saga eða hefðbundið leikrit heldur
verður uppbyggingin svolítið af-
strakt.“
Nánari upplýsingar um verkið er
að finna á
www.lokal.is
Vestur Íslendingar rjúfa
einangrunina við Ísland
Þau Arne MacPherson og Freya Olafson röktu ættir sínar við aðra Íslendinga í Vesturfarasetrinu á
Hófsósi og hafa í samvinnu við Friðgeir Einarsson og Ingibjörgu Magnadóttur þróað verk út frá þeirri
einangrun sem skapaðist milli Vestur-Íslendinga og annarra Íslendinga gegnum tíðina.
leikliSt ÍSlendingar og VeStur-ÍSlendingar leiða Saman HeSta SÍna
Friðgeir Einarsson, Ingibjörg Magnadóttir og Vestur-Íslendingarnir Arne MacPherson og Freya Olafson leiða saman hesta sína í
sviðslistaverkinu Eyjan sem sýnt verður á leiklistarhátíðinni Lókal í haust.
Það er allt í lagi. Pappelina vill láta ganga yfir
sig á skítugum skónum. Hún er nefnilega úr plasti.
Pappelina virkar því best þar sem mikið álag er
á gólfinu. Tilvalinn félagi í forstofuna eða eldhúsið.
Svo vill hún líka fara í þvottavél.
Plastmotturnar frá Pappelinu hafa farið sigurför
um heiminn og eru nú loksins fáanlegar á Íslandi.
Kíktu á úrvalið í verslun Kokku eða á kokka.is.
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
Á skítugum
skónum?
46 menning Helgin 12.-14. ágúst 2011