Fréttatíminn - 12.08.2011, Page 51
Plötuhorn Dr. Gunna
S.hawking/Steven tyler
Ofvitarnir
Látlaust og kósí
Tríóið Ofvitarnir er leitt af
Þóri Georgi Jónssyni, sem
hefur meðal annars gert
tónlist undir nöfnunum
Þórir og My Summer
as a Salvation Army.
Hann syngur og spilar á
gítar, kærastan hans er
á bassa og vinur þeirra á
trommur. Kósí fyrir-
komulag. Ofvitarnir leika
gítarpönk sem minnir
á það eitís-rokk sem
þróaðist upp úr pönki og
harðkjarna; hljómsveitin
Hüsker Dü er líklega
nærtækasta skírskotunin.
Bandið sullast án teljandi
vandræða í gegnum átta
lög á þessari ágætu en
látlausu plötu. Sándið er
hrátt og lítið um álegg.
Gítarinn mattur og rifinn
og langhæstur í mixinu.
Þórir er lítið að æsa sig í
söngnum, enda tónlistin
ekki æst nema einstöku
sinnum. Paradísarborgar-
plötur gefa út og það
má fá þessa plötu og
annað gúmmilaði á www.
pbppunk.com.
Án djóks samt djók
Steindinn okkar
Frábært, samt ekki
Steindi djöfull er frábær
og sem berserkjasveppur
í munni íslenska „grín-
heimsins“. Hann er ferskur
og frumlegur en samt í
takt við það sem er í gangi
í útlöndum. Til dæmis er
absúrdisminn, lagastíllinn
og „fræga“ fólks-áhersl-
urnar svipaðar og hjá grín-
teyminu The Lonely Island.
Þessi 15 laga diskur safnar
saman lögum úr báðum
Steinda-seríunum. Lögin
eru aðdáendum Steinda
kunn, enda liggja þau
like-uð í tætlur á Youtube
með ýkt metnaðarfullum
og oftast geðveikt fyndnum
sketsa-myndböndum. Án
myndbandanna eru þessi
lög ekki alltaf að virka. Stíll-
inn er strumpaútgáfa af FM-
poppi og autotune-hjakkið
er ekki fyndið endalaust.
Mörg lög, til dæmis Gull af
mönnum og Geðveikt fínn
gaur, standa þó alveg fyrir
sínu á nærbuxunum einum
fata, enda eru útsetjarar
og gestir pottþéttir. Ég bíð
stenntur eftir Steinda 3.
the Miner’s hymns
Jóhann Jóhannsson
Fagur námudrungi
Nýjasta útgáfa Jóhanns
er tónverk samið fyrir
lúðrasveit, pípuorgel, slag-
verk og rafhljóð. Það helst
í hendur við kvikmynd Bills
Morrisons, sem er óður til
kolanámuarfleifðar Norður-
Englands – sálumessa
fyrir lífstíl og menningu
sem er horfin. Platan var
tekin upp í dómkirkjunni í
Durham og sá lúðrasveit
afkomenda kolanámu-
manna um flutning ásamt
höfundi og fleirum. Þetta
er níðþungt og krefjandi
verk, drungalegt og dimmt
þótt ljós leynist í myrkrinu.
Tónarnir sveima tignarlega
yfir höfði hlustandans,
langir og þungir, og lögin
sex mynda fagra dýna-
míska heild þar sem allt
kemur saman í gæsahúðar-
valdandi lokalaginu. Eflaust
er magnað að sjá verkið
flutt með kvikmyndinni en
sem plata stendur það þó
vel fyrir sínu. Námumenn á
árum áður hefðu þó líklega
kosið eitthvað léttara á
kránni eftir stritið.
Mezzoforte á Íslandi
3. september
Tónleikarnir í Eldborg eru lokatónleikar
Jazzhátíðar Reykjavíkur og eru í samstarfi
við Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhús.
Miðsala er á harpa.is
www.harpa.is
ÍS
LE
N
SK
A
SI
A.
IS
P
O
R
5
58
57
0
8/
11
ÁG.20-SEPT.3
2011
www.soleyogfelagar.is
Martha Ernsdóttir safnar áheitum
fyrir húsnæðislaus börn
í Tógó í Reykjavíkurmaraþoninu
Heitið á Mörthu Ernstdóttur
á hlaupastyrkur.is | Sól í Tógo
( Sóley og félagar )
www.soleyogfelagar.is
Mart a Ernsdóttir afnar áheitum
fyrir húsnæðislaus börn
í Tógó í Reykjavíkurmaraþoninu
Heitið á Mörthu Ernstdóttur
á hlaupastyrkur.is | Sól í Tógo
( Sóley og félagar )
www.soleyogfelagar.is
a t a Ernsdóttir safnar áheitu
fyrir húsn ðisla s bö n
í Tógó í Reykjavík r araþoninu
Heitið á Mörthu Ernstdóttur
á hlaupastyrkur.is | Sól í Tógo
( Sóley og félagar )
solitogo.org
Helgin 12.-14. ágúst 2011