Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.08.2011, Síða 51

Fréttatíminn - 12.08.2011, Síða 51
 Plötuhorn Dr. Gunna S.hawking/Steven tyler  Ofvitarnir Látlaust og kósí Tríóið Ofvitarnir er leitt af Þóri Georgi Jónssyni, sem hefur meðal annars gert tónlist undir nöfnunum Þórir og My Summer as a Salvation Army. Hann syngur og spilar á gítar, kærastan hans er á bassa og vinur þeirra á trommur. Kósí fyrir- komulag. Ofvitarnir leika gítarpönk sem minnir á það eitís-rokk sem þróaðist upp úr pönki og harðkjarna; hljómsveitin Hüsker Dü er líklega nærtækasta skírskotunin. Bandið sullast án teljandi vandræða í gegnum átta lög á þessari ágætu en látlausu plötu. Sándið er hrátt og lítið um álegg. Gítarinn mattur og rifinn og langhæstur í mixinu. Þórir er lítið að æsa sig í söngnum, enda tónlistin ekki æst nema einstöku sinnum. Paradísarborgar- plötur gefa út og það má fá þessa plötu og annað gúmmilaði á www. pbppunk.com. Án djóks samt djók  Steindinn okkar Frábært, samt ekki Steindi djöfull er frábær og sem berserkjasveppur í munni íslenska „grín- heimsins“. Hann er ferskur og frumlegur en samt í takt við það sem er í gangi í útlöndum. Til dæmis er absúrdisminn, lagastíllinn og „fræga“ fólks-áhersl- urnar svipaðar og hjá grín- teyminu The Lonely Island. Þessi 15 laga diskur safnar saman lögum úr báðum Steinda-seríunum. Lögin eru aðdáendum Steinda kunn, enda liggja þau like-uð í tætlur á Youtube með ýkt metnaðarfullum og oftast geðveikt fyndnum sketsa-myndböndum. Án myndbandanna eru þessi lög ekki alltaf að virka. Stíll- inn er strumpaútgáfa af FM- poppi og autotune-hjakkið er ekki fyndið endalaust. Mörg lög, til dæmis Gull af mönnum og Geðveikt fínn gaur, standa þó alveg fyrir sínu á nærbuxunum einum fata, enda eru útsetjarar og gestir pottþéttir. Ég bíð stenntur eftir Steinda 3. the Miner’s hymns  Jóhann Jóhannsson Fagur námudrungi Nýjasta útgáfa Jóhanns er tónverk samið fyrir lúðrasveit, pípuorgel, slag- verk og rafhljóð. Það helst í hendur við kvikmynd Bills Morrisons, sem er óður til kolanámuarfleifðar Norður- Englands – sálumessa fyrir lífstíl og menningu sem er horfin. Platan var tekin upp í dómkirkjunni í Durham og sá lúðrasveit afkomenda kolanámu- manna um flutning ásamt höfundi og fleirum. Þetta er níðþungt og krefjandi verk, drungalegt og dimmt þótt ljós leynist í myrkrinu. Tónarnir sveima tignarlega yfir höfði hlustandans, langir og þungir, og lögin sex mynda fagra dýna- míska heild þar sem allt kemur saman í gæsahúðar- valdandi lokalaginu. Eflaust er magnað að sjá verkið flutt með kvikmyndinni en sem plata stendur það þó vel fyrir sínu. Námumenn á árum áður hefðu þó líklega kosið eitthvað léttara á kránni eftir stritið. Mezzoforte á Íslandi 3. september Tónleikarnir í Eldborg eru lokatónleikar Jazzhátíðar Reykjavíkur og eru í samstarfi við Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhús. Miðsala er á harpa.is www.harpa.is ÍS LE N SK A SI A. IS P O R 5 58 57 0 8/ 11 ÁG.20-SEPT.3 2011 www.soleyogfelagar.is Martha Ernsdóttir safnar áheitum fyrir húsnæðislaus börn í Tógó í Reykjavíkurmaraþoninu Heitið á Mörthu Ernstdóttur á hlaupastyrkur.is | Sól í Tógo ( Sóley og félagar ) www.soleyogfelagar.is Mart a Ernsdóttir afnar áheitum fyrir húsnæðislaus börn í Tógó í Reykjavíkurmaraþoninu Heitið á Mörthu Ernstdóttur á hlaupastyrkur.is | Sól í Tógo ( Sóley og félagar ) www.soleyogfelagar.is a t a Ernsdóttir safnar áheitu fyrir húsn ðisla s bö n í Tógó í Reykjavík r araþoninu Heitið á Mörthu Ernstdóttur á hlaupastyrkur.is | Sól í Tógo ( Sóley og félagar ) solitogo.org Helgin 12.-14. ágúst 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.