Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 111 Nútíma-iðnþjóðfélag spýi' lit í náttúruna hálfbrunnum efn- um, syntetiskum hreinsiefnum, skordýraeitrum og alls konar samsettum krabbameinsmyndandi efnum mikið til eftirlitslaust. Að vísu eru flest þessara efna ekki beint lífshættuleg mönnum, en þau trufla því meira lífstegundajafnvægi alls umbverfis okkar, og við vitum raunar ekkert um verkanir þeirra á þann hátt né heldur um áhrif þeirra á arfgengi til langframa. Þess vegna er ekki fullkomlega rökrétt, að viðhrögð við smá- vegis aukningu á jónandi geislum, sem þó hefur verið ausið inn á þennan hnött og mannkynið frá upphafi vega, séu allt að því móðursýkisleg, en ó sama tíma taka mjög fáir eftir því, að um- hverfi okkar mengast æ meir efnum, sem hafa aldrei átt þar heima og eru sannarlega beinlínis hættideg. Engu að síður ber vitanlega að gæta allrar varúðar og ár- vekni, til þess að jónandi geislun aukist sem allra minnst. Ég ætla ekki að fjölyrða um líffræðileg áhrif jónandi geisl- unar, en vil aðeins hregða upp þrem myndum til glöggvunar, áður en ég sný mér að efni þessarar greinar. 1. mynd er ætlað að veita yfirsýn yfir tegundir áverka af völdum jónandi geislunar. A þar að sjást, að munur er á áverk- um eftir því, hvort um einstakar (skammar) geislanir er að ræða eða endurteknar (langvinnar). Hér er eigi vettvangur til að ræða lífeðlisfræðileg áhrif geislunarinnar, en áverkalíkur eru vitanlega mjög háðar stærð skammtanna og eigi síður því, hvaða líffæri verða fyrir geislun og á hve löngum tíma. 2. nujnd a er ætlað að sýna heildarmagn svonefndrar „nátt- úrugeislunar“ og hvaðan hún kemur, en meðalmagn hennar ár- lega er áætlað um 100 mrem (1 rem = „röntgen equivalent-man“ er sá lífeðlisfræðilegi skammtur, sem talinn er svona nokkru hærri hinni eðlisfræðilegu mælieiningu 1 r (röntgen), sem er al- mennt betur þekkt). Á 2. mynd b er á sama hátt og í sama mælikvarða reynt að sýna magn þeirrar geislunar, sem er orðin til af mannavöldum. — Eins og sjá má, er hlutur læknisfræðinnar þar langstærstur, en stærðin á hlutanum „Fallout“, þ. e. niðurfall geislavirkra efna eftir sprengjutilraunir, vitanlega misjöfn og trúlega nokkru minni nú en hér er sýnt. Margir geislaheilsufræðingar og erfðafræðingar telja, að töl- fræðilega sé vart um verulega aukna hættu á stökkþróun genanna að ræða, fyrr en þáttur geislunar af mannavöldum nálg- ast sömu stærð og öll „náttúrugeislun“, sem sýnd er ó 2. mynd a.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.