Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 24
114 LÆKNABLAÐIÐ Þrátt fyrir allar þessar tækniframfarir er samt greinileg hneigð í þróuðum löndum í þá átt, að geislun frá „diagnostiskri radiologi“ auki hinn líffræðilega geislunarskammt hjá þjóðinni í heild (population dose of ionizing radiation). Þess vegna er ávallt tímabært að staldra við og hugleiða, á hvern hátt eigi að bregðast við þessu. Ekki mun minnzt í þessari grein á annað en almennar að- gerðir, þær er snúa beinlínis að samskiptum röntgenrannsóknar- deildar við aðrar sérgreinar læknisfræði, innan sjúkrahúss og utan. Þó verður farið fyrst örfáum orðum um þær innri stjórn- unaraðgerðir, sem þörf er á, að beitt sé. Þar er fyrst og síðast fræðslan. Aðeins með góðri menntun þeirra lækna, sem að röntgengreiningu starfa, og stöðugri árvekni þeirra ásamt órof- inni tilsögn og menntun aðstoðarfólks þeirra, er hægt að halda geislaskömmtum niðri, og mun lítillega vikið að nokkrum þátt- um þar að lútandi. Eg vil þó ekki láta hjá líða að taka það fram, að grundvallarreglurnar eru einfaldar; það er auðvelt að hafa eftirlit með því, að þeim sé fylgt, einkum og sér í lagi sökum þess, að svo vel vill til, að góðri röntgenmyndatækni verður ekki náð, nema samtímis séu hafðar í heiðri grundvallarreglur geislavarna! Vitanlega verður jafnframt að gæta þess, að tækjabúnaður sé í fullkomnu lagi. Líffræðileg áhrif röntgengeislunar við rannsóknir verða „principiellt“ að skoðast sem „áhætta“, en þessa „áhættu“ verð- um við að vega móti ávinningnum. Ávinningurinn kemur í ljós sem 1) diagnostisk nákvæmni, 2) spörun tíma og kostnaðar og 3) umhyggja fyrir þægindum sjúklingsins. Okkur er öllum ljóst, að ástand heilbrigðisþjónustu allra landa, hvort heldur þau teljast til þróunar- eða þróaðra landa, er á þann veg, að ávmningur, sem dregur úr kostnaði og tíma- eyðslu, er ávallt nauðsynlegur, einkum vegna dýrleika sjúkra- rúma. Ekki er vitað um neitt land, sem hefur nægilegt magn sjúkrarúma og gæti því leyft sér að láta tímasparnaðarþátt í sjúkrahúsarekstri í léttu rúmi liggja. Læknisstarf er ávallt einstaklingssamband læknis og sjúkl- ings, sem markast mjög af ábyrgð læknisins gagnvart skjólstæð- ingi sínum, og þetta mun vissulega verða grundvallareinkenni þess, a. m. k. meðan haldið verður núverandi siðmenningarstigi. Frá geislavarnarsjónarmiði í röntgengreiningu hlýtur því ákvörðunin um rannsóknina, gang hennar og umfang að skipta meginmáli, og mun nokkrum orðum eytt að þessu atriði. Við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.