Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 60
138 LÆKNABLAÐIÐ Auk þess 6 tilfelli, þar sem aðrir áverkar voru taldir aðal- eða meðorsök dauða: 1. Laceratio cordis + Fract. costarum + Laceratio cerebri 1 2. Laceratio pulm. bilat. + Laceratio medullae spinalis .... 1 3. Laceratio pulm. cum collapsus + Fracturae locis divers. 1 4. Laceratio pulm. + Fractura cranii m.gr........... 1 5. Laceratio pulm. + Laceratio hepatis ...................... 1 6. Rupt. traumatic. diaphragm. + Fract. cost. + Lacer. hepatis 1 6 1. sjúklingur: Ó. S. no. 108/66. 54 ára karlmaður lagður inn í skyndi vegna loftbrjósts. Hann hafði hlotið áverka á hægri síðu fjórum dögum áður en hann kom inn á deildina. Læknar, sem rannsökuðu sjúkling fljótt eftir slysið, fundu eymsli yfir hægri síðu ásamt lofti undir húð. Röntgenmyndii voru ekki teknar þá, en brjóstkassi sjúklings vafinn með teygju- bindum. Daginn eftir áverkann er sjúklingur vistaður á Landakotsspítala vegna vaxandi lofts undir húð á brjóstkassa. Röntgenmynd af lungum sýnir ekki loftbrjóst. Þrem dögum síðar þyngir sjúklingi og þarfnast þá súrefnisgjafar. Röntgenmynd af lungum sýnir þá loftbrjóst hægra megin með tilfærslu á miðmæti yfir til vinstri, þ. e. a. s. loftbrjóst með yfirþrýstingi. Þegar sjúklingurinn kemur á brjóstholsaðgerðadeildina, kvartar hann um takverk í hægri síðu. Hann er móður í hvíld, og nokkuð ber á húðbláma. Plástrar eru á hægri brjósthelmingi neðanverðum og brjóstkassi vafinn með teygjubindum. Það er mikið loft undir húð á brjóstkassa, herðum, hálsi og handleggjum niður fyrir olnboga. Að aftanverðu nær loftið niður á spjaldhrygg. í hóstinni finnst, að barki liggur vinstra megin miðlínu. Við hlustun heyrist engin öndun yfir hægra lunga, og ásláttartónn er hár. Röntgenmynd sýnir loftbrjóst hægra megin og brot á IX. rifi hægra megin (1. röntgenmynd). Þegar eftir komuna var í staðdeyfingu lagður keri inn í hægra brjósthol og hann tengdur sogdælu. Mikið loft tæmdist út og nokkur vökvi, og ástand sjúklings varð strax miklu betra. Röntgenmynd eftir þessa aðgerð sýndi góða þenslu á hægra lunga og miðmæti í miðlínu (2. röntgenmynd). Engir fylgikvillar komu eftir þessa aðgerð. Líðan sjúklings fór dagbatnandi. Loftið undir húðinni eyddist smám saman. Kerinn var tekinn eftir fimm daga, og nokkrum dögum síðar var sjúklingurinn útskrifaður við ágæta heilsu. Sjúkdómsgreining: Fract. costae IX dxt. c. pneumothorax (tensions).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.