Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1970, Page 65

Læknablaðið - 01.02.1970, Page 65
LÆKNABLAÐIÐ 31 Doktorsritgerð Guðmundar Björnssonar heitir: The Primary Glau- coma in Iceland. Epidemiological studies. Acta Ophtalmologia. Supple- mentum 91. Prentsmiðjan Hólar h.f., Reykjavík 1967. Rit Guðmundar um glákublindu og glákurannsóknir á íslandi er 99 bls. Meginefniviður höfundar er byggður á persónulegri athugun hans á 27.715 sjúklingum, sem höfundur skoðar á 14 ára starfstímabili (1948—1963), og athugun, sem náði yfir 2% árs tímabil og 2.872 ein- staklinga og skoðaðir voru á kerfisbundinn hátt með tilliti til gláku. Auk mikilla upplýsinga um blindu á íslandi, sem ritið veitir, vekur það mesta athygli, að í stærri hópnum (27.715) finnur höfundur 237 einstaklinga (0.8i5% af heildarfjölda) með gláku, en við hina kerfis- bundnu leit í hópi, sem í eru 2.872 einstaklingar, finnur hann 138 með háþrýsting í auga eða augum. Þessar niðurstöður Guðmundar eru ótví- ræðar um gagnsemi sjúkdómsleitar á þessu sviði. Höfundur setur fram margar athyglisverðar skýringar og hugleið- ingar í sambandi við þá misjöfnu tíðni gláku, sem fram kemur í efni- viði hans, m. a. eftir starfsstéttum og búsetu. Margar töflur, línurit og myndir fylgja texta. ★ Doktorsritgerð Guðmundar Georgssonar heitir: Vergleichende Electromikroskopische Untersuchungen Normaler Menschlicher Pan- kreasinseln und eines Hormonell-aktiven Inselzell-carcinoms mit Hyper- insulinismus. Prentun: Reinische Friedrich-Wilhelmsuniversitát, Bonn, 1966. Rit Guðmundar er 61 bls., og fjalla tveir meginkaflar ritsins um rafeindasmásjárrannsóknir á frumum Langerhanseyja briskirtils í mönnum, annars vegar á eðlilegum frumum og hins vegar á illkynja insulínframleiðandi frumum. Rafeindasmásjárrannsóknir hafa orðið sífellt nauðsynlegri á síð- ustu árum til að afla þekkingar um fínbyggingu og starfsemi eðlilegra og afbrigðilegra frumna í líkamanum. Notkunarsvið þessarar rann- sóknartækni verður ljóst þegar í upphafskafla ritsins, þar sem lýst er, að ekki sé að vænta frekari þekkingaröflunar með venjulegri smásjár- tækni í þeim viðfangsefnum, sem tekin eru til meðferðar í ritinu. Um það bil helmingur ritsins eru smásjár- og rafeindasmásjármyndir. Hinn þýzki texti er skýr og auðveldur fyrir hvern þann, sem ein- hvern tíma hefur hlotið eldskírn í „Lehrbuch der topographischen Anatomie“; munurinn aðeins sá, að hér er lýst fíngerðari líffærum, sem skipta þó jafnmiklu máli fyrir lækninn og sjúklinginn. ★ Doktorsritgerð Gunnars Guðmundssonar heitir: Epilepsy in Ice- land. A clinical and epidemiological study. Acta Neurologica Scan- dinavica, Supplementum 25, volume 43, 1966. Munksgaard, Copen- hagen 1966. Prentsmiðjan Hólar h.f., Reykjavík. Rit Gunnars um flogaveiki á íslandi er 123 bls. Efniviður er 538 karlmenn og 449 kvenmenn, alls 987 manns með flogaveiki. í 87 töflum

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.