Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1972, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 01.10.1972, Blaðsíða 60
128 LÆKN ABLAÐIÐ þátttöku í annarri starfsemi læknamiðstöðva, svo sem vöktum í héraði. Raunar þarf að setja sérstök ákvæði um þóknun til annarra lækna en héraðslækna fyrir slíka þjónustu. 2) Óljóst er skv. 4. mgr. umræddrar lagagreinar, hvort fjöldi héraðslækna, er taka embættislaun við læknamiðstöð fleiri en eins héraðs, helzt óbreyttur, þegar svæði það, er stöðin þjónar, verður eitt læknishérað, þótt sennilega sé höfð í huga fækkun héraðslækna, þannig að aðeins verði um einn að ræða. Skapast þá vafi um ýmis launaatriði, svo sem eðlilega þóknun til allra læknanna fyrir vaktskyldu í hérað- inu, sem áður var innifalin sem allverulegur hluti af embættislaunum, svo og um aukna þóknun til héraðslæknisins vegna stækkunar em- bættissvæðis hans. Er nauðsynlegt að setja skýr ákvæði um þetta í reglugerð. Hins vegar mætti komast hjá þessum vangaveltum að mestu leyti, ef emþættisskyldur allra lækna, er starfa munu við læknamiðstöðvar, yrðu takmarkaðar við vaktskyldu og tilsvarandi skýrslugerð og lækn- um í Reykjavík er skylt að framkvæma. Mætti eftir sem áður kalla þessa lækna héraðslækna með embættislaun svarandi til vaktaskyld- unnar. Yrðu önnur embættisverk þá að mestu leyti lögð á herðar sér- menntaðra lækna í hverjum landsfjórðungi. Mætti nefna þá fjórðungs- lækna eða amtlækna. Væru þeir fulltrúar heilbrigðisstjórnar, en hefðu náið samstarf sín á milli og við borgarlækni í Reykjavík og sinntu ekki öðrum störfum. Er löngu orðið tímabært að koma á slíkri ný- skipan heilbrigðiseftirlits með tilliti til bættrar samgöngutækni og aukinnar þekkingar á þessu sviði, sem tæplega fæst, nema með sér- menntun og aukinni reynslu sérstakra lækna, sem enn fremur hefðu sérmenntuðu starfsliði á að skipa. 3) í 6. mgr. umræddrar lagagreinar er gert ráð fyrir, að kostnað- ur við byggingu (og búnað?) starfshúsnæðis fyrir læknamiðstöð greið- ist skv. ákvæðum sjúkrahúsalaga. Þarna þyrfti í fyrsta lagi að bæta inn í orðinu leigu (starfshúsnæðis) til að fyrirbyggja mismunun ein- stakra læknishéraða eða sveitarfélaga, eins og nú tíðkast, t. d. í Ála- fosshéraði, þar sem sveitarfélögin greiða ein leigu fyrir starfs- og íbúðarhúsnæði héraðslæknisins. f öðru lagi er óréttlátt, að kostnaður við stofnun læknamiðstöðva skuli eigi greiddur að fullu úr ríkissjóði, þar sem eigi er um samruna héraða að ræða, heldur skuli sveitarfélög greiða þar 1/3 kostnaðar. Slíkt er hrópleg mismunun þeim héruðum, þar sem grundvöllur er fyrir bætta heilbrigðisþjónustu á þann hátt, án þess að leita þurfi til annarra héraða um sameiningu eða hún fæst ekki af ýmsum ástæðum. Hins vegar er einnig réttlætismál, að lækna- miðstöðvar, sem væntanlega verða stofnaðar í þéttbýli, njóti sömu réttinda. í þriðja lagi er ranglátt, að sveitarfélög ein beri allan kostnað af stækkun húsnæðis vegna fjölgunar lækna umfram upphaflega tölu, svo sem síðar er að vikið. 4) Reksturs- og viðhaldskostnaður læknamiðstöðva, þar sem íbúa- tala er lág, hlýtur að verða hlutfallslega dýrari á hvern einstakling en annars staðar, ef stöðvarnar eiga að geta veitt sjúklingum sambæri-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.