Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1972, Blaðsíða 70

Læknablaðið - 01.10.1972, Blaðsíða 70
136 LÆKNABLAÐIÐ járnsreykjahéraða og væntanlega að viðbættum Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, sem hefur 162 íbúa. Viðskipti þess hrepps við Borgarnes og raunar einnig Staðarhrepps þar fyrir vestan hafa mjög aukizt a síðari árum, enda vegalengd þangað úr hinum fyrmefnda mest innan við 70 km eftir allgóðum vegi, sem er oftar opinn á vetrum en vegur- inn norður til Stykkishólms, þangað sem íbúarnir eiga nú að sækja læknishjálp. Mestu vegalengdir innan héraðsins yrðu að öðru leyti 60 km að Fornahvammi og 68 km að Kalmanstungu, og vegir yfirleitt alltaf jeppafærir. Mesta vegalengd nú er í Kleppjárnsreykjahéraði um 63 km, en um 38 km eru á milli læknisstaða í héraðinu. Hafa lækn- arnir skipt með sér helgarvöktum í báðum héruðunum og gefizt vel. íbúatala núverandi Borgarfjarðarhéraðs er 1787, þar af 1100 í Borgarnesi, og 1407 í Kleppjárnsreykjahéraði, þannig að alls yrðu íbúar héraðsins um 3356 að meðtöldum Miklaholtshreppi, og bví full þörf 3 lækna, m. a. vegna fólksfjölgunar í Borgarnesi, auk þess sem allfjölmennir skólar eru í héraðinu. Allgott íbúðarhúsnæði læknis og sæmileg vinnuaðstaða fyrir 1 lækni er nú í báðum héruðunum, en án allrar aðstoðar og aðstöðu fyrir sjúkralegu eða fæðingar. Ljóst er, að reisa þyrfti sérstakt hús- næði fyrir læknamiðstöð með öllum búnaði í Borgarnesi, ef til kæmi. Lágmarkskrafa hlýtur að vera, að jafnframt sé séð fyrir nokkrum sjúkrarúmum og öðrum búnaði, svo að stunda megi bráðsjúkt cg slas- að fólk um stundarsakir eða meðan það bíður flutnings á sjúkrahús. Hins vegar hlýtur að vera umdeilanlegra frá læknisfræðilegu og hag- kvæmnissjónarmiði, að hve miklu leyti frekari læknisþjónusta skuli vera fyrir hendi á slíkum stað, þar sem aðeins eru um 65 km til fjórð- ungssjúkrahússins á Akranesi, en þar starfar nú m. a. sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp. Sennilega er þó rétt að hafa að- stöðu fyrir eðlilegar fæðingar. Sjúkradeild, einkum fyrir langlegu- sjúklinga, eða sjúkrahús fyrir heimilislækningar er eðlilegt að hafa á sama stað, ef hagkvæmt þykir, eða héraðsbúar kjósa vegna annarra sjónarmiða, sem einnig kunna að eiga rétt á sér. ÓLAFSVÍKURHÉRAÐ Ljóst virðist orðið með síaukinni fólksfjölgun, að læknissetur verði í Ólafsvík áfram, en héraðslæknirinn þar mun innan tíðar verða að láta af störfum sökum aldurs. íbúar eru nú 1385, þar af 984 í Ólafsvík, auk allmargs aðkomufólks á vertíðum. Aðeins eru um 9 km frá Ólafs- vík til Hellissands, sem ásamt Rifi hefur 574 íbúa. Þarna eru því 1558 manns á litlu svæði og þorpin öll í vexti, m. a. vegna nálægðar fiski- miða. Frá Ólafsvík til næsta læknisseturs, Stykkishólms, eru um 80 km, þ. e. um iy2 klst. akstur að sumarlagi, og nokkuð snjóþungt á vetrum. Virðist því full þörf á stofnun miðstöðvar 2 lækna á staðn- um, enda er nú verið að reisa þar læknisbústað, þar sem hafa má starfsaðstöðu fyrir 2 lækna, hjúkrunarkonu eða meinatækni og ritara. Auk þess er gert ráð fyrir röntgenaðstöðu og lyfjaafgreiðslu, og í kjall- ara aðstöðu fyrir tannlækni, auk óráðstafaðs rýmis. Á Hellissandi er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.