Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1972, Blaðsíða 65

Læknablaðið - 01.10.1972, Blaðsíða 65
LÆKNABLAÐIÐ 133 hafa oft sannað ágæti sitt og eru víða til, þótt ekki sé þeirra getið að ráði, þegar rætt er um einstök héruð síðar í þessari greinargerð. Einnig þeim eru takmörk sett, einkum þar sem brattlendi er mikið með hliðarhalla, en þó hafa þeir reynzt furðulega vel í samgöngum milli Seyðisfjarðar og Héraðs. Er mjög líklegt, að ásamt mjög bættum vegum geti stórir og vel búnir snjóbílar (m. a. með gýróáttavita) orðið mjög mikilvæg öryggistæki, jafnvel á Vestfjörðum, og ber tvímæla- laust að reyna þá við aðstæður þar engu síður en þyrlu. Loks er rétt að minnast aðeins á samgöngur á sjó. Læknar hafa óviða orðið að fara slíkar ferðir að jafnaði, nema helzt til Flateyjanna beggja, Hrís- eyjar, héraðanna umhverfis ísafjarðardjúp, til Djúpavíkurhrepps og enn fremur allvíða í vitjanir út í skip, einkum frá Vestmannaeyjum. Einnig fylgdi læknir íslenzka sildarflotanum eitt sumar. íslenzku varð- skipin hafa oft verið notuð til sjúkraflutninga, og þyríti að efla þá þjónustu. Hlýtur að vera krafa frá sjónarmiði heilbrigðisþjónustu, að ætíð sé a. m. k. eitt slíkt skip staðsett út af eða í höfn á Vestíjörðum og Austfjörðum, þar sem samgöngur eru hvað ótryggastar. Um fjarskiptabjónustu hefur verið furðu hljótt, þegar rætt er um heilbrigðismál, svo mikilvægur þáttur, sem hún hlýtur að vera. E" ástandið í þeim efnum vægast sagt dapurlegt. í fyrsta lagi var mikil skyssa, að ekki skyldi þegar í upphafi vera lagður sérsími á hvern bæ í sveitum landsins í stað þess að hafa alla bæi á sömu línu á ákveðnu svæði. Hefur þetta orðið til þess, að illa heyrist oft á tíðum, þegar „öll sveitin liggur á hleri“, og auk þess eru dæmi um, að ónóg- ar og villandi upplýsingar eru gefnar í síma um sjúkdómsástand sjúkl- ings eða alls ekki hringt vegna feimni, einkum í sambandi við fæð- ingar og fósturlát, svo að stappað hefur nærri líftjóni. I öðru lagi er vaktþjónusta símstöðva í miklum ólestri, þannig að langan tíma getur tekið að ná til læknis í síma eða það tekst alls ekki. Hlýtur að vera skýlaus krafa landsmanna, að úr hverjum síma sé unnt að ná í sím- stöð eða miðstöð á hvaða tíma sólarhrings sem er, og þaðan í lækni. Ekkert minna en þetta er sæmandi. Jafníramt því þarf að vera lang- dræg talstöðvarþjónusta við hverja símstöð, þar sem læknissetur er, og hennar sé gætt allan sólarhringinn, jafnframt því sem talstöðvum þarf að koma upp í a. m. k. öllum þéttbýliskjörnum í vissum lands- hlutum, bar sem óveður og aðrar náttúruhamfarir trufla gjarnan eða hindra alveg símaþjónustu, svo og á mjög afskekktum stöðum. Auk þess þarf auðvitað talstöðvar í alla læknisbíla, sjúkrabíla, snjóbíla o. s. frv. Enda er það orðið allalgengt. Þessi mál snerta auðvitað ekki eingöngu venjulega heilbrigðis- þjónustu, heldur einnig almenna öryggisþjónustu, t. d. í sambandi við brunavarnir, náttúruhamfarir og styrjöld, og ætti að vera eitt af aðal- baráttuefnum Almannavarna. Þótt gert hafi verið hér að framan ráð fyrir þyrlum sem mikil- vægum þætti í flugþjónustu, þarf engu að síður á góðum flugvöllum að halda í næsta nágrenni flestra læknamiðstöðva, þar sem beir eru ekki fyrir hendi. Skv. upplýsingum frá flugmálastjóm hefur hún sjálf ákvörðunarvald um dreifingu þess fjár, sem veitt er árlega til við-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.