Læknablaðið - 01.02.1978, Page 15
LÆKNABLAÐIÐ
3
Ásgeir Jónsson
LÍFGUN SJÚKLINGA MEÐ KRANSÆÐASJÚKDÓM
ÞRIGGJA ÁRA REYNSLA Á BORGARSPÍTALA
í BANDARÍKJUNUM
ÁGRIP
Rannsókn þessi greinir frá árangri lífg-
unar 142 sjúklinga með kransæðasjúkdóm,
sem orðið höfðu fyrir því að starfsemi
hjarta og lungna stöðvaðist. Lífgun tókst
ekki á 67 sjúklingum (47,2%), en 75
(52,8%) röknuðu við í fyrstu við lífgunar-
tilraunirnar. 32 sjúklingar (22,5%) voru
brautskráðir af sjúkrahúsinu. Máli skiptir
um farnað sjúklinga á hvaða tíma dags
stöðvun varð á starfsemi hjarta og lungna,
svo og hvort þeir lágu á sérdeildum eða
almennri legudeild. Undanfarandi lost,
acidosis og alkalosis reyndist illur fyrir-
boði. Fyrsta hjartalinurit hafði forsagnar-
gildi. Góður árangur náðist þegar um var
að ræða fibrillatio ventricularis og tachy-
cardia ventricularis. Árangur var hins veg-
ar slakur þegar hjarta var í kyrrstöðu og
einnig við rythmus idioventricularis.
INNGANGUR
Þó að langt sé síðan mönnum hug-
kvæmdist að reyna að vekja til lífs mann,
sem virtist látinn, er í fyrsta sinn skýrt frá
því árið 1960 að beitt hafi verið hjarta-
hnoði utan frá við lífgunartilraunir.1'* Dr.
Abildgaard segir svo frá árið 1775, að
lífgað hafi verið með gagnlosti (counter-
shock) dýr, sem leiddur hafði verið í raf-
straumur, svo að það virtist dautt.7 En það
er ekki fyrr en árið 1947, að gagnlost var
notað með árangri til þess að koma manns-
hjarta, sem var í fibrillatio, til að slá eðli-
lega, þ.e. með rythmus normalis e sinu.1
Þessi aðferð hlaut brátt mikla viðurkenn-
ingu, eftir að fyrsta skýrsla Kouvenhoven,
Jude og Knickerbocker14 kom út, en síðan
hefur birst fjöldi ritgerða um árangur af
lífgun manna, þar sem hjartastarfsemi
hafði stöðvast.2 101112 ™ 15 171» 2o
Greinin barst ritstjórn 26/7 1977.
Samþykkt í breyttu formi 29/11 1977.
í þessari ritgerð er greint frá lífgun eftir
stöðvun á hjartastarfsemi. Sjúklingar þess-
ir gengu með kransæðasjúkdóm, með eða
án kransæðastíflu. At'hugunin fór fram í
New Britain General Hospital (NBGH) í
New Britain í Connecticut í Bandaríkjun-
um, en það er borgarsjúkrahús, sem telur
500 rúm. Hún nær yfir þrjú ár, og henni
lauk í janúar 1974.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Efniviður ritgerðarinnar eru 170 sjúk-
lingar (sjá þó síðar), sem urðu fyrir því, að
starfsemi hjarta og lungna stöðvaðist
skyndilega og óvænt, svo að þeir voru dán-
ir að klinisku mati. Af þeim höfðu 142
(83,5%) kransæðasjúkdóm, með eða án
sannanlegrar kransæðastíflu. 28 (16,5%)
voru haldnir ýmsum sjúkdómum, sem voru
taldir vera frumorsök stöðvunarinnar. Um
var að ræða lungnarek (embolus), eitrun,
áverka, ákafa blæðingu í innyflum, stöðv-
un á öndun o.fl.
Tilhögun innlagningar sjúklinga á
NBGH var þannig að sjúklingar með
einkenni um kransæðastíflu komu fyrst
á skyndimóttökudeild. Þeir voru skoðaðir
þar af lækni og ef sannað þótti að
um kransæðastíflu eða yfirvofandi krans-
æðastíflu væri að ræða voru þeir fluttir á
hjartasjúkdómadeild. Eftir mislanga legu
á þeirri deild voru sjúklingar fluttir á
legudeild til framhaldsmeðferðar og endur-
hæfingar. Tilraun til lifgunar hafði nær
undantekningarlaust verið hafin á þeim
sjúklingum sem orðið höfðu fyrir stöðvun
á hjartastarfsemi utan sjúkrahússins.
Hér á eftir verður einungis fjallað um þá
sjúklinga, sem vitað var að höfðu krans-
æðasjúkdóm. Greining á sjúkdómnum var
reist á ótvíræðum einkennum, með eða án
öruggra hjartalínuritsbreytinga um krans-
æðastíflu. Krufning var gerð á helmingi