Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.1978, Qupperneq 15

Læknablaðið - 01.02.1978, Qupperneq 15
LÆKNABLAÐIÐ 3 Ásgeir Jónsson LÍFGUN SJÚKLINGA MEÐ KRANSÆÐASJÚKDÓM ÞRIGGJA ÁRA REYNSLA Á BORGARSPÍTALA í BANDARÍKJUNUM ÁGRIP Rannsókn þessi greinir frá árangri lífg- unar 142 sjúklinga með kransæðasjúkdóm, sem orðið höfðu fyrir því að starfsemi hjarta og lungna stöðvaðist. Lífgun tókst ekki á 67 sjúklingum (47,2%), en 75 (52,8%) röknuðu við í fyrstu við lífgunar- tilraunirnar. 32 sjúklingar (22,5%) voru brautskráðir af sjúkrahúsinu. Máli skiptir um farnað sjúklinga á hvaða tíma dags stöðvun varð á starfsemi hjarta og lungna, svo og hvort þeir lágu á sérdeildum eða almennri legudeild. Undanfarandi lost, acidosis og alkalosis reyndist illur fyrir- boði. Fyrsta hjartalinurit hafði forsagnar- gildi. Góður árangur náðist þegar um var að ræða fibrillatio ventricularis og tachy- cardia ventricularis. Árangur var hins veg- ar slakur þegar hjarta var í kyrrstöðu og einnig við rythmus idioventricularis. INNGANGUR Þó að langt sé síðan mönnum hug- kvæmdist að reyna að vekja til lífs mann, sem virtist látinn, er í fyrsta sinn skýrt frá því árið 1960 að beitt hafi verið hjarta- hnoði utan frá við lífgunartilraunir.1'* Dr. Abildgaard segir svo frá árið 1775, að lífgað hafi verið með gagnlosti (counter- shock) dýr, sem leiddur hafði verið í raf- straumur, svo að það virtist dautt.7 En það er ekki fyrr en árið 1947, að gagnlost var notað með árangri til þess að koma manns- hjarta, sem var í fibrillatio, til að slá eðli- lega, þ.e. með rythmus normalis e sinu.1 Þessi aðferð hlaut brátt mikla viðurkenn- ingu, eftir að fyrsta skýrsla Kouvenhoven, Jude og Knickerbocker14 kom út, en síðan hefur birst fjöldi ritgerða um árangur af lífgun manna, þar sem hjartastarfsemi hafði stöðvast.2 101112 ™ 15 171» 2o Greinin barst ritstjórn 26/7 1977. Samþykkt í breyttu formi 29/11 1977. í þessari ritgerð er greint frá lífgun eftir stöðvun á hjartastarfsemi. Sjúklingar þess- ir gengu með kransæðasjúkdóm, með eða án kransæðastíflu. At'hugunin fór fram í New Britain General Hospital (NBGH) í New Britain í Connecticut í Bandaríkjun- um, en það er borgarsjúkrahús, sem telur 500 rúm. Hún nær yfir þrjú ár, og henni lauk í janúar 1974. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Efniviður ritgerðarinnar eru 170 sjúk- lingar (sjá þó síðar), sem urðu fyrir því, að starfsemi hjarta og lungna stöðvaðist skyndilega og óvænt, svo að þeir voru dán- ir að klinisku mati. Af þeim höfðu 142 (83,5%) kransæðasjúkdóm, með eða án sannanlegrar kransæðastíflu. 28 (16,5%) voru haldnir ýmsum sjúkdómum, sem voru taldir vera frumorsök stöðvunarinnar. Um var að ræða lungnarek (embolus), eitrun, áverka, ákafa blæðingu í innyflum, stöðv- un á öndun o.fl. Tilhögun innlagningar sjúklinga á NBGH var þannig að sjúklingar með einkenni um kransæðastíflu komu fyrst á skyndimóttökudeild. Þeir voru skoðaðir þar af lækni og ef sannað þótti að um kransæðastíflu eða yfirvofandi krans- æðastíflu væri að ræða voru þeir fluttir á hjartasjúkdómadeild. Eftir mislanga legu á þeirri deild voru sjúklingar fluttir á legudeild til framhaldsmeðferðar og endur- hæfingar. Tilraun til lifgunar hafði nær undantekningarlaust verið hafin á þeim sjúklingum sem orðið höfðu fyrir stöðvun á hjartastarfsemi utan sjúkrahússins. Hér á eftir verður einungis fjallað um þá sjúklinga, sem vitað var að höfðu krans- æðasjúkdóm. Greining á sjúkdómnum var reist á ótvíræðum einkennum, með eða án öruggra hjartalínuritsbreytinga um krans- æðastíflu. Krufning var gerð á helmingi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.