Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1978, Page 21

Læknablaðið - 01.02.1978, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ 5 TABLE III SURVIVAL ACCORDING TO INITIAL EKG. EKG RYTHM NO. DIED (l E RES UN- SUCCESS- FUL) INIT RES DIED LATER IN HOS- PITAL DISCHARGED ALIVE 24 H AFTER RES ALIVE 7DAYS AFTER RES VENTRICULAR FIBRILLATION 59 21 38 16 22 33 25 STANDSTILL 30 21 9 7 2 8 5 IDIOVENTRI - CULAR 7 4 3 3 0 1 0 2° A- V BLOCK 1 0 1 0 0 0 0 3# A- V BLOCK 7 4 3 3 0 2 0 BRADYCARDIA 6 4 2 2 0 3 2 SINUS 11 6 5 3 2 4 3 VENTRICULAR TACHYCARDIA 17 5 12 7 5 9 9 ATRIAL FABRILLATION 1 0 1 1 0 1 0 A-V DISSOCIATiaJ 1 1 0 0 0 0 0 UNKNOWN 2 1 1 0 1 1 1 cularis (29,4% brautskráðir). Slakur var árangur þegar hjarta var í kyrrstöðu (standstill) og við rythmus idioventri- cularis. Aðeins tveir af 37 slíkum sjúkling- um voru brautskráðir. Þetta getur stafað af því, að stöðvun á hjartastarfsemi hafi staðið of lengi þegar lífgunartilraunir voru hafnar. Þess má geta til dæmis að af 15 sjúklingum, sem fluttir voru á skyndimót- tökudeild með stöðvun, og ekki tókst að lífga, var hjarta 5 sjúklinga í kyrrstöðu og 4 höfðu rythmus idioventricularis. 8 sjúklingar höfðu frá byrjun annars eða þriðja stigs A-V rof (block), og engin þeirra var brautskráður. Aðrir hafa kom- ist að þeirri niðurstöðu, að upphaflegur rythmus skipti ekki máli fyrir lífshorfur sjúklings.20 TABLE IV SURVIVAL CORRELATED WITH INITIAL pH. INITIAL pH NO DIED (I E RES UN- SUCCESS- FUL) INITIAL RES DIED LATER IN HOS- PITAL DIS- CHARGED ALIVE 24 H AFTER RES ALIVE 7DAYS AFTER RES <7 30 54 25 29 (53 7%) 22 7 (13%) 22 13 7 30-7 50 50 14 36 (72*0%) 17 19 (38%) 33 21 > 7 50 12 10 2 1167%) 2 0 ( 0%) 2 0 CHANCES OFSURVIVAL WERE SIGNIFICANTLY LESS ( p < 0 01) IF ALKALOSIS l pH > 7 50) WAS PRESENT INITIALLY Könnuð var fylgni farnaðs sjúklinga og sýrustigs slagæðablóðs við fyrstu mælingu. Gös í slagæðablóði 116 sjúklinga var mælt, í flestum þeirra áður en 5 mínútur voru liðnar frá því að lífgunartilraunir voru hafnar. Öllum sjúklingunum var gefið loft með iblæstri. Stöku sjúklingur 'hafði fengið bicarbonat, þegar mæling var gefð. Þó að ekki sé tekið tillit til ástands sjúk- lings fyrir stöðvun á hjartastarfsemi (þ.e. hvort hann var ofsýrður (acidotic) vegna undanfarandi losts eða hafi verið „ofmett- aður“ af bicarbonati) virðist fyrsta mæling á pH í slagæðablóði hafa forsagnargildi um árangur af meðferð (tafla 4). 19 sjúklingar af 50, (38%), sem höfðu pH milli 7.30 og 7.50., voru brautskráðir. 7 sjúklingar af 54, (13%), sem höfðu pH lægra en 7.30., voru einnig brautskráðir, en enginn sem hafði pH yfir 7.50. Þeir sjúklingar sem höfðu pH > 7.50 dóu allir. 10 þeirra tókst ekki að lífga. Af þeim höfðu 7 kyrrstöðu. en 3 fibrillatio ventricularis á fyrsta línuriti. Ekki tókst að breyta fibrillatio ventri- cularis, þrátt fyrir endurtekin gagnlost. 2 sjúklinga tókst að lífga við. Var annar með sinus rythmus, en hinn með tachy- cardiu ventricularis á fyrsta hjartalínuriti. Þeir dóu báðir innan viku. Orsök alkalos- unnar er tvíþætt: Of stór skammtur bicar- bonats og/eða of hraður íblástur súrefnis. TABLE V PATIENTS IN SHOCK PRIOR TO ARREST. NO DI.ED 11 E RES UN - SUCCESSFULI INIT RES DIED LATER IN HOSPITAL DIS - CHARGED ALIVE 24 H AFTER RES ALIVE 7 D AFTER RES 26 15 11 11 0 6 4 Þess eins skal getið að ekki var finnan- legur kliniskur munur á ástandi sjúkling- anna 12, sem höfðu pH yfir 7.50 og létust allir, og margra annarra, sem tókst að lífga. Alkunna er, að acidosis þykir draga úr lík- um á því að lífgun takistr1 Ef lost er undan- fari stöðvunarinnar eru lífshorfur afleitar (tafla 5). Enginn hinna 26 lostsjúklinga lifði það að verða brautskráður. Er það í samræmi við reynslu annarra.9 Verulegu máli skipti um farnað sjúk- linga, á hvaða deild sjúkrahússins þeir lágu, þegar hjartastarfsemi stöðvaðist.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.