Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1978, Page 24

Læknablaðið - 01.02.1978, Page 24
8 LÆKNABLAÐIÐ LÆKNAFÉLAGIÐ EIR 30 ÁRA. ( F réttatilky nning.) Læknafélagið er 30 ára um þessar mund- ir. Upphaf félagsins var það, að hinn 17. desember 1947 komu 16 læknar til fundar í veitingastofunni Höll í Austurstræti. A- kváðu þeir að stofna til félags, sem skyldi hafa þann tilgang „að stofna til erinda- flutnings og umræðufunda um læknis- fræði, ennfremur að efla stéttarþroska og samheldni í félagsmálum", eins og segir í lögum félagsins, sem samþykkt voru á þessum fundi. Auk þess var á þessum fundi kosin stjórn félagsins, er skipuðu þeir Sigurður Samúelsson formaður og með- stjórnendur Valtýr Albertsson og Árni Pétursson. Framhaldsstofnfundur var svo haldinn upp úr áramótum og bættust þá fleiri lækn- ar í hópinn, þannig að stofnendur félagsins urðu alls 24. Fyrsta árið var félagið á hrakhólum með húsnæði fyrir fundarstarfsemi sína, en seint á árinu 1948 bauð Helgi Tómasson, þáverandi yfiriæknir á Kleppsspítala, fé- laginu að halda fundi sína á spítalanum og var Kleppsspítali síðan aðsetur félagsins allt fram til ársins 1973. Síðan hefur félag- ið yfirleitt haldið fundi sína á Hótel Loft- leiðum. Á þessum 30 árum hefa verið haldnir 165 fundir í félaginu og hefur á hverjum og einum þeirra verið haldið að minnsta kosti eitt fræðandi erindi, oftast um læknisfræðileg efni, en þó hefur félag- ið stundum boðið öðrum en læknum að halda erindi á fundum sínum, meðal ann- ars hafa jarðfræðingur, bókasafnsfræðing- ur og tannlæknar haldið erindi á fundum félagsins, auk þess sem fundir hafa verið haldnir með stjórnmálamönnum, svo sem borgarstjóranum í Reykjavík Langflestir fyrirlesaranna hafa þó verið félagsmenn Eirar, sem hafa flutt erindi og fyrirlestra frá sínu sérsviði. Félagið hefur líka fengið erlenda lækna til fyrirlestra- halds, meðal annars má geta þess að árið 1975 kom Dr. Dubost frá París hingað og flutti 4 fyrirlestra á vegum félagsins. í upphafi voru fundir haldnir að jafn- aði mánaðarlega en heldur hafa þeir strjál- ast með árunum og undanfarin ár hafa verið haldnir að meðaltali 3 fundir á ári. Fundarsókn hefur verið mismunandi, en síðustu árin hafa 12—14 læknar að meðal- tali sótt fundi félagsins. Undantekning frá þessu mun þó vera afmælisfundurinn, sem haldinn var nú í haust, en hann sóttu 52 læknar, sem mun vera bezta fundarsóknin í sögu félagsins. Núverandi formaður fé- lagsins er Gunnlaugur Geirsson. FUNDIR OG RÁÐSTEFNUR XXXVI. NORDISKE INDRE- MEDISINSKE KONGRESS OSLO 01 — 03, JUNI 1978 Pámelding og reservasjoner sendes Ben- netts Kongress Service senest 1. mars, som ogsá er siste frist for innsending av ab- strakter/anmelding av foredrag, som forut- settes holdt pá et skandinavisk sprák eller engelsk. Möteprogrammet vil i sin helhet bli av- viklet pá Hotel Scandinavia. Frekari upplýsingar veitir skrifstofa læknafélaganna eða XXXVI. Nordiske Indremedisinske Kongress c/o Bennets Kongress Service Karl Johans gt. 35 OSLO 1 Norge.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.