Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1978, Síða 24

Læknablaðið - 01.02.1978, Síða 24
8 LÆKNABLAÐIÐ LÆKNAFÉLAGIÐ EIR 30 ÁRA. ( F réttatilky nning.) Læknafélagið er 30 ára um þessar mund- ir. Upphaf félagsins var það, að hinn 17. desember 1947 komu 16 læknar til fundar í veitingastofunni Höll í Austurstræti. A- kváðu þeir að stofna til félags, sem skyldi hafa þann tilgang „að stofna til erinda- flutnings og umræðufunda um læknis- fræði, ennfremur að efla stéttarþroska og samheldni í félagsmálum", eins og segir í lögum félagsins, sem samþykkt voru á þessum fundi. Auk þess var á þessum fundi kosin stjórn félagsins, er skipuðu þeir Sigurður Samúelsson formaður og með- stjórnendur Valtýr Albertsson og Árni Pétursson. Framhaldsstofnfundur var svo haldinn upp úr áramótum og bættust þá fleiri lækn- ar í hópinn, þannig að stofnendur félagsins urðu alls 24. Fyrsta árið var félagið á hrakhólum með húsnæði fyrir fundarstarfsemi sína, en seint á árinu 1948 bauð Helgi Tómasson, þáverandi yfiriæknir á Kleppsspítala, fé- laginu að halda fundi sína á spítalanum og var Kleppsspítali síðan aðsetur félagsins allt fram til ársins 1973. Síðan hefur félag- ið yfirleitt haldið fundi sína á Hótel Loft- leiðum. Á þessum 30 árum hefa verið haldnir 165 fundir í félaginu og hefur á hverjum og einum þeirra verið haldið að minnsta kosti eitt fræðandi erindi, oftast um læknisfræðileg efni, en þó hefur félag- ið stundum boðið öðrum en læknum að halda erindi á fundum sínum, meðal ann- ars hafa jarðfræðingur, bókasafnsfræðing- ur og tannlæknar haldið erindi á fundum félagsins, auk þess sem fundir hafa verið haldnir með stjórnmálamönnum, svo sem borgarstjóranum í Reykjavík Langflestir fyrirlesaranna hafa þó verið félagsmenn Eirar, sem hafa flutt erindi og fyrirlestra frá sínu sérsviði. Félagið hefur líka fengið erlenda lækna til fyrirlestra- halds, meðal annars má geta þess að árið 1975 kom Dr. Dubost frá París hingað og flutti 4 fyrirlestra á vegum félagsins. í upphafi voru fundir haldnir að jafn- aði mánaðarlega en heldur hafa þeir strjál- ast með árunum og undanfarin ár hafa verið haldnir að meðaltali 3 fundir á ári. Fundarsókn hefur verið mismunandi, en síðustu árin hafa 12—14 læknar að meðal- tali sótt fundi félagsins. Undantekning frá þessu mun þó vera afmælisfundurinn, sem haldinn var nú í haust, en hann sóttu 52 læknar, sem mun vera bezta fundarsóknin í sögu félagsins. Núverandi formaður fé- lagsins er Gunnlaugur Geirsson. FUNDIR OG RÁÐSTEFNUR XXXVI. NORDISKE INDRE- MEDISINSKE KONGRESS OSLO 01 — 03, JUNI 1978 Pámelding og reservasjoner sendes Ben- netts Kongress Service senest 1. mars, som ogsá er siste frist for innsending av ab- strakter/anmelding av foredrag, som forut- settes holdt pá et skandinavisk sprák eller engelsk. Möteprogrammet vil i sin helhet bli av- viklet pá Hotel Scandinavia. Frekari upplýsingar veitir skrifstofa læknafélaganna eða XXXVI. Nordiske Indremedisinske Kongress c/o Bennets Kongress Service Karl Johans gt. 35 OSLO 1 Norge.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.