Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1978, Síða 32

Læknablaðið - 01.02.1978, Síða 32
10 LÆKNABLAÐIÐ 1. mynd:- — AlgengustU staðir rennslis- trcgðu eða stíflu í þvagfærum. c) Þvagleiðaraop (intramural stenosa, ure- terocele, reflux o.fl.). d) Mót þvagleiðara og nýrnaskjóðu (atre- sia, stenosa, valvula, aberrant æðar). Af þessari upptalningu er ljóst, að um getur verið að ræða mjög margskonar og margbreytilegt sjúklegt ástand, sem er oft- ast auðveldlega aðgengilegt til aðgerðar og í flestum þessum tilvikum ætti árangur að verða ágætur ef greining og meðferð dregst ekki úr hófi, EINKENNI OG GREINING Einkenni, sérstaklega hjá ungum börn- um, eru oft mjög óljós og almenns eðlis. Oft er aðeins lystarleysi eða lélegar fram- farir, sjaldnar uppköst, hiti eða jafnvel krampar. Fyrirferðaraukning getur verið yfir nýrum eða blöðru þegar um rennslis- eða tæmingarhindrun er að ræða. Tíð þvag- lát, sviði eða ósjálfráð þvaglát hjá börnum, sem áður hafa náð stjórn á blöðrutæmingu geta og komið til. Greining verður ekki gerð nema með þvagrannsókn, þ.e. smá- sjárskoðun og ræktun. John Scott segir í Pædiatric Urology, að yfir 50% barna með þvagsýkingu, hafi galla á þvagfærum (structural or func- tional defect).:i Hann mælir þess vegna með, að öll börn með sýkingu séu tekin til gagngerrar þvagfærarannsóknar, þ.e. nýrnamyndatöku (i.v.p.), blöðru- og þvag- rásarmyndatöku (m.u.c.g.) og blöðruspegl- unar. Enginn þessara rannsókna (i.v.p., m.u.c.g. og c.sc.) gefa óyggjandi upplýsing- ar, og verður rannsóknin því ekki fullkom- in, fyrr en allar hafa verið gerðar. Þar við bætist svo blóðurea, creatinine og serum electrolytar. Þessar rannsóknir má hæg- lega gera ambulant nema á mjög ungum börnum. í Pediatric Surgery segir Kenneth Welch, að öll börn með endurteknar þvag- sýkingar eigi að taka til þvagrásarmæling- ar (uret'hra calibratio) og blöðruspeglunar, þótt ekkert óeðlilegt sjáist á röntgen- mynd.2 Mér sýnist affarasælast að hafa þá reglu, að gera fullkomna þvagfærarannsókn við fyrstu sýkingu á öllum börnum yngri en eins árs, hjá öllum drengjum á hvaða aldri sem eru og hjá eldri stúlkum eftir tvær til þrjár sýkingar, nema eitthvað það komi í ljós, sem gefi ástæðu til nákvæmrar rann- sóknar fyrr. MEÐFERÐ Sulfa er venjulega fyrsta lyfið, sem gripið er til og reynist í flestum tilvikum ágætlega. Sumir hallast frekar að Nitro- furantoin meðferð frá byrjun,4 en ýmis önnur lyf koma til greina og er þá stuðst við næmispróf. Oftlega verða bakteríurnar ónæmar fyrir því lyfi, sem notað er og er þá nauðsynlegt að breytatilummeðferðina. Við fyrstu sýkingu nægir venjulega með- ferð í 14 daga. Vegna tíðni endursýkingar (allt að 80% )3 er nauðsynlegt að fylgja þessum sjúklingum eftir með reglubundn- um þvagræktunum, um lengri tíma eftir að meðferð lýkur." Þegar um endurteknar sýkingar er að ræða eða eftir aðgerðir, þarf meðferð að vera langvarandi, stundum jafnvel svo árum skiptir. Þá er nauðsyn- legt að gera þvagræktanir og næmispróf reglulega, yfirleitt á 4 til 6 vikna fresti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.