Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1978, Side 41

Læknablaðið - 01.02.1978, Side 41
LÆKNABLAÐIÐ 15 Guðjón Jóhannesson og Gunnar Guðmundsson' ANALGESIA CONGENITA (Congenital insensitivity to pain). INNGANGUR Analgesia congenita er mjög sjaldgaef. Fyrirbæri þessu var fyrst lýst 1932 af Dearborn.0 Þar var um að ræða 44 ára kari- mann, sem hafði viðurværi sitt af að sýna þennan eiginleika á sviði. Var hann aug- lýstur sem „the human pincushion". Síðan eru liðin 45 ár. Á þeim tíma hafa ýmsir fleiri lýst svipuðum tilfellum og munu þau nú vera nálægt sex tugum. Fyrir kem- ur að fleiri en eitt tilfelli eru í sömu fjöl- skyldu,-1 -'- en meirihlutinn er þó einangr- aður. Syndrómið er algengara hjá körlum en konum. Kennimörk þessa fyrirbæris eru--: 1. Sársaukaskyn vantar frá fæðingu. 2. Sársaukaskyn vantar um allan líkam- ann. 3. Aðrar tegundir skynjunar eru eðlilegar eða því sem næst. Sinaviðbrögð eru eðli- leg. SAMANTEKT Skýrt er frá athugunum á fjölskyldu, þar sem þrjú af sex alsystkinum hafa analgesia congenita. Gerð er grein fyrir niðurstöðum almennrar kliniskrar og neurologiskrar skoðunar, elektrofysiolog- iskum niðurstöðum og athugunum á ein- kennalausum skyldmennum. Leiðnimælingar í hreyfi- og skyntaug- um gáfu niðurstöður, sem allar liggja inn- an eðlilegra marka. Þetta er í samræmi við neuroligiska skoðun, en hún leiddi ekki í ljós nein einkenni um polyneuropathiu. Alla vantaði sjúklingana lyktarskyn (anos- mia). Rætt er nokkuð um orsakir þessa einkennis sem er mjög sjaldgæft. Fleiri rannsóknir eru fyrirhugaðar á þessari fjöl- skyldu. 1 Taugasjúkdómadeild Landspítalans. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐ Hér verður skýrt frá athugunum á fjöl- skyldu, þar sem þrjú af sex alsystkinum hafa analgesia congenita (mynd 1). Annar okkar (G.G.) sá II i 1954 og II.-, 1967, er hann var lagður inn til rannsókn- ar á Taugasjúkdómadeild Landspítalans vegna skyntruflana og breytinga í liðum. Fjölskyldunnar hefur og verið getið í grein í Lbl.1''' og birtar hafa verið rannsóknir á fjölskyldunni17 klíniskrar og sálfræðilegar, þar sem aðaláhersla var lögð á hinar síðar- nefndu. í þessari grein verður skýrt frá eftir- farandi: 1. Almennri klíniskri og neurologiskri skoðun. 2. Elektrofysiologiskum niðurstöðum. 3. Athugun á einkennalausum skyldmenn- um. Gert var taugarafrit í skyntaugum (elec- troneurogram) og mældur var leiðsluhraði í hreyfitaugum (motor conduction velocity, MCV). Tæki, sem notuð voru: EMG-unit MS4 (Medelec) og Tektronix 5103N dual-beam oscilloscope. Var Mede- lec-einingin notuð sem forstig fyrir Tek tronix-sveiflusjána. Við mælingu á hraðe í hreyfitaug (MCV) voru skráningar- elektróður festar á húð yfir þessa vöðva: 1. M.opponens pollicis (N.Medianus). 2. M.abductoi' digiti minimi (N.ulnaris). 3. M. extensor digitorum brevis (N.pero- neus). Við skyntaugarit var gerð „bipolær“ skráning. Skráningarelektróður voru fest- ar á húð yfir þá taug sem athuga skyldi. Millibil (frá miðju til miðju) var 30 mm. Staðsetning á skráningarelektróðum (SE) og ertandi elektróðum (EE) var þannig:

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.