Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1978, Page 48

Læknablaðið - 01.02.1978, Page 48
18 LÆKNABLAÐIÐ granna þræði) í taugum utan miðtauga- kerfis.1 2. Hereditary sensory radicular neuro- pathy.7 Erfist sem ríkjandi eiginleiki. Einkenni koma venjulega ekki í ljós fyrr en á unglingsárum eða síðar. Er þar um að ræða progressíva axonaldegeneration, sem hefur í för með sér minnkun á öll- um tegundum skynjunar. 3. Ýmsar aðrar neuropathiur, meðfæddar og/eða arfgengar eða áunnar. Dæmi um þetta er m.a. neuropathia við amyloi- dosis hereditaria. (Andrade). Hjá slík- um sjúklingum eru fleiri tegundir skynj- unar truflaðar, en sársaukaskynið, sina- viðbrögð vantar og rafrit sýnir sjúkleg- ar breytingar í úttaugum.0 Við ofannefnd syndróm hafa sjúklingar sem sé fleiri einkenni en vöntun sársauka- skyns, ef vel er að gáð. Venjulega hafa þeir greinilega polyneuropathiu, klíniskt og elektrofysiologiskt. Bræðurnir þrír, sem hér er lýst, hafa ekki slík einkenni. Analgesia kemur einnig fyrir við geð- ræna sjúkdóma, þ.e. hysteria og söhizo- phrenia catatonica. Analgesia hysterica er m.a. að því leyti ólík „organisku sársaukaleysi", að sjúk- lingar varast að meiða sig. Hlýtur því und- irvitundin að taka afstöðu til skynhrif- anna.3 Svo sem alkunna er, er þetta fyrir- bæri (eins og fleiri starfrænar truflanir) oft bundið við svæði sem ekki hafa venju- leg anatomisk takmörk. Sjúkl. með ka.ta- tóniskt sársaukaleysi geta hins vegar orðið fyrir meiri háttar meiðslum viljandi eða óviljandi. Analgesia sem einkenni við catatonia getur komið og horfið mjög skyndilega.3 Bræðurnir þrír bera merki um margvíslega áverka, sem ekki hafa valdið sársauka og útilokar þetta analgesia hysterica, a.m.k. í venjulegum skilningi. Að því er varðar catatonia, þá er varla meira en fræðilegur möguleiki á, að greina þurfi milli hennar og analgesia congenita. Raun- veruleg orsök analgesia congenita er enn sem komið er allsendis óþekkt. Ýmsar til- gátur hafa komið fram og allar líkur benda til að orsakanna sé að leita innar. miðtaugakerfis. 1965 birtu Melzack og Wall í tímaritinu Science kenningu (tilgátu) sína um sárs- auka, sem venjulega er kölluð „Gate control theory of pain“.12 Eins og nafnið bendir til gerir hún ráð fyrir eins konar „hliði“, sem hafi stjórn á innstreymi sársaukaboða í miðtaugakerfi. Er þá gert ráð fyrir að annað innstreymi skyntaugaboða ráði miklu um úrvinnsluna. Ennfremur er gert ráð fyrir ,,æðri stjórn of- an frá“ (central control trigger), sem hafi hamlandi og/eða hvetjandi áhrif á boð þau sem koma frá úttaugum. Slík áhrif gætu verið fyrir hendi þegar í yztu taugatengsl- um („synöpsum") skyntaugakerfisins. Úr- vinnsla sú sem hér fer fram er bæði mögn- un og hömlun, samlagning o.s.frv. Til þess þyrfti flóknar „feedback“-rásir. Melzack og Wall gera ráð fyrir að ,,hliðið“ sé stað- sett í afturhornum mænu og aftur-stuðlum, en ósannað er það. Halda sumir, að það sitji hærra innan miðtaugakerfisins. Úrvinnslukerfi af þessu tagi, byggt á jafnvægi margbrotinna „feedback“-rása hlýtur að sjálfsögðu að vera viðkvæmt. VeJ má hugsa sér að tiltölulega smávægilegt frávik frá hinu eðlilega tengslamynstri gætu valdið því að „hliðið“ væri lokað frá fæðingu. Hægt er að hugsa sér fleiri skýr- ingar á fyrirbærinu11 og má vera að fleiri en ein sé rétt, enda er hópurinn, sem flokkaður er undir analgesia congenita (eða „congenital insensitivity to pain“) allsundurleitur. Etiologian gæti verið það líka. Líklegt er, að arfgengi sé, a.m.k. stund- um, mikilvægur þáttur. í tilfellum þeim, sem hér er lýst, mætti skýra fyrirbærið með víkjandi arfgengi. 3 alsystkin hafa eðlilegt sársaukaskyn, einnig foreldrarnir og hálfsystkinin, samfeðra og sammæðra. Sársaukaskynið er mjög mikilvægur þáttur í viðvörunarkerfi líkamans. Vöntun þess getur því haft víðtækar og stundum mjög alvarlegar afleiðingar, sjúklinga*’ geta hlotið alvarleg meiðsli. án þess að verða þess varir. Börnum með þetta syndrom er mjög hætt við brunasárum og beinbrot eru tíð hjá þeim. Margendurteknir áverkar leiða síðan af sér útbreiddar aflaganir, sérstak- lega á útlimum, Charcot-liði10 örmyndanir

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.