Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1978, Page 50

Læknablaðið - 01.02.1978, Page 50
20 LÆKNABLAÐIÐ NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL 64. ÁRG. — FEBRÚAR 1978 AF HEIMILISLÆKNUM, ÖÐRUM LÆKNUM OG LÆKNAFÉLÖGUM. Árið 1972 fékk almennur læknir í Kanada greidda 110 dali fyrir að nema burtu botn- langa, en 25 fyrir ráðgjöf eða sálgreiningu í eina klukkustund. Ég tel, að þetta litla samanburðardæmi segi töluverða sögu um orsök þeirrar tregðu, sem hinum umsköpuðu heimilislækningum var sýnd þar í landi. Fáir almennir læknar gátu hafa verið ginkeyptir fyrir því að nudda andlega lýjandi ráðgjöf í heila klukkustund, þegar unnt var að vippa út einum langa á skemmri tíma fyrir fjórfalda þóknun. Mergur þessa máls er, að þar, a.m.k. þá, eins og hér nú, hafa vegið svo undraþungt á vogarskálum lækningagjörða þær athafnir, sem styðjast við einhvers konar tæki, ,,props“ heitir það á leikhúsmáli, bitjárn, spegia, appíröt. Aðrar lækningar hafa vegið léttar til umbunar, nema til hafi komið nokk- uð harðvítug hagsmunastefna í átt til æ þrengri sérgreiningar, sem hækkaði hluta- bréf læknis á ný, og það því meir, sem grein- in þrengdist. Vitaskuld er þessi þróun ekki öll af hinu vonda og nútímalæknisfræði ó- hugsandi öðruvísi, — að vissu marki. En ég tel jafnframt einfeldningslegt og óheiðarlegt að ætla að telja sjálfum sér og öðrum trú um, að mat á einstökum lækningagjörðum til umbunar, eða mismunun á slíku mati og á tækiíærum ráði engu í lækningum um val athafna cða yfirleitt eðli þeirra. Rannsókn í cinu fylki Kanada (Manitoba 1972) leiddi í ijós, að á ákveðnu svæði væru leg gripin úr konum í mun ríkara mæli, en tíðkaðist á öðrum stöðum, en um annað svæði væri mun færri hálskirtlar eftir uppi í mönnum. Kom svo ekki upp úr dúrnum, að á fyrrnefnda Læknaíclag íslands- og Læknafclag Reykjavikur svæðinu var áberandi margt um kvensjúk- dómalækna, en HNE-lækna á því síðarnefnda. Ástæðan fyrir því, að heimilislækningar hafa samt sem áður undanfarið haslað sér svo víðan völl í mörgum löndum er áreiðan- iega ekki síst sú, að mönnum, bæði læknum og forsvarsmönnum þjóðfélaga, hefur verið farið að þykja nóg um þá þróun, að heilsu- þjónusta bútist niður í æ þrengri sneiðar og hver bútur sé kannski orðinn ofþroskaður á sviði græja, margræðni og vegtyllupots, og því að hluta farin að þjóna því verkefni að viðhalda sjálfum sér, sem leiddi til tvíverkn- aðar og kostnaðarauka, án þess að árangur væri samsvarandi. Ég get ekki annað en tekið undir það álit almennings, sem ég þykist verða ákveðið var við, að í íslensku heilbrigðiskerfi eimi ögn eftir af lénsskipulagi með greifum og barónum, sem vinna kannski ekki alltaf sam- an í fyllstu eindrægni við að passa upp á kóng sinn. Ekki var því við öðru að búast en að þetta establíssment brigðist við hart, þegar uppi voru hugmyndir um að auka hlutverk heimilislækninga og jafnvel látið að því liggja, að slíkt gæti verið gott fyrir kónginn. Læknafélögin, Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavíkur, hafa þó um mörg undanfarin ár sett fram ákveðnar hvatningar um eflingu heimilislækninga. En þau eru samt, þegar á allt er litið, ekki síst L.R., hagsmunafélög sérfræðinga, annarra en heimilislækna, og sér þess vitaskuld merki. Einstökum okkar heimilislækna hefur ver- ið borið á brýn að vera haldnir þráhyggju, paranoid varðandi málefni er lúta að okkar starfsgrein. Það er ugglaust rétt. Ég tel samt þá hyggju vera af sama toga spunna og þær runur hugrenningatengsla, sem kvikna hjá öðrum fulltrúum minnihlutahópa, sem eru að leita jafnréttis, s.s. einsog rauðsokka eða svertingja í Bandaríkjunum. Leyfist mér þá að taka fram nokkur atriði mér til málsbóta. Verður þá ekki hjá því komist að fremja aftur þá goðgá að leggja töluvert útaf því gildismati, sem oftast ræð- ur ferðinni, og flestir hlíta, en vilja ekki hafa í hámælum, þ.e. umbun fyrir unnin verk. Sýnt hefur verið framá, að heimilislæknai hafi mun lakari launakjör en sjúkrahúslækn- ar. Eru þá ekki meðtalin þau tækifæri sjúkra- húsasérfræðinga til aukatekna, sem geta allt að því tvöfaldað tekjurnar, einsog mörg

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.