Læknablaðið - 01.02.1978, Side 56
22
LÆKNABLAÐIÐ
Ólafur Ólafsson landlæknir:
UM ÓSAKHÆFT GEÐSJÚKT FÓLK Á ÍSLANDI
Grein þessi er skrifuð í tilefni af því að
þrátt fyrir mikinn þrýsting heilbrigðisyfir-
valda, er miklum erfiðleikum bundið að
sjá geðsjúku fólki, er dæmt hefur verið
í öryggisgæslu, fyrir sómasamlegri vistun
hér á landi. Eina hælið er þeim býðst er
fangelsi. Iðulega berast neyðaróp sjúklinga
og aðstandenda, kvartanir lækna og lög-
reglu til landlæknisembættisins, ráðu-
neyta og annarra aðila vegna að-
búnaðar þessa fólks. Læknar eru yfirleitt
samdóma um að þetta fólk sé mjög sjúkt
á geði og þarfnist því öðrum fremur gæslu
á góðu sjúkrahúsi. Þessir sjúklingar þjást
m.a. af eftirtöldum sjúkdómum:
Geðklofa (schizoprenia) .
Heilarýrnun m.a. vegna drykkjusýki.
Geðvillu (-skapgerðar) (psykopathia).
Greindarskorti
Án efa má þó veita þessum sjúklingum
verulega hjálp, ef þeir fá meðferð hæfra
lækna, sálfræðinga og annarra fagmanna
á góðum sjúkradeildum. í fangelsum er
andrúmsloftið ekki hið sama og á sjúkra-
húsum, auk þess sem illmögulegt er að
veita stöðuga og góða hjúkrun eða lækn-
ingu þar. Sumir þessara sjúklinga eru
mjög illa komnir og þurfa sífellda gæslu.
í reynd er umönnun okkar fólgin i því að
geyma þessa sjúklinga í fangelsum eða
senda þá til nágrannalanda með ærinni
fyrirhöfn fyrir sjúklinga, vandamenn og
þjóðfélagið. Norrænar nágrannaþjóðir hafa
skotið skjólshúsi yfir þetta fólk, en nú
er í flest skjól fokið þar, vegna skorts á
vistunarrýmum.
Þetta er ritað m.a. af því að einn þess-
ara sjúklinga er dvalist hefur á erlendu
sjúkrahúsi, er álitinn hafa náð góðum bata,
og er því óskað' eftir því að honum verði
búin vist á íslensku sjúkrahúsi. Læknar
hans taka jafnframt fram að fangelsisvist-
un geti haft örlagaríkar afleiðingar í för
með sér fyrir sjúkling.
íslensk yfirvöld hafa svarað bréfum
sjúklings og lækna og hafa ekki annað að
bjóða fram en vistun í fangelsi. Heilbrigð-
isyfirvöld í viðkomandi landi hafa skotið
skjólshúsi yfir hann áfram er þeim varð
kunnugt um valkosti.
Mjög sjúkt fólk, sem þjáist af líkamleg-
um sjúkdómum, er oft vistað á gjörgæslu-
deildum bestu sjúkrahúsa. Þessar deildir
eru dýrar í rekstri, enda þarf þar bæði vel
þjálfað hjúkrunarlið og flókin tæki til
þess að annast þessa sjúklinga. Geðsjúk-
lingar þeir, sem ég geri hér að umræðu-
efni, má með sanni nefna gjörgæslusjúk-
linga geðsjúkrahúsa. Vistun þeirra í fang-
elsum er með öllu ósæmandi þjóð, sem býr
við þann kost, er við gerum. í mannúðar-
legu og læknisfræðilegu tilliti er þessi
meðferð ekki viðunandi. Á íslandi eru rúm-
lega 16 sjúkrarúm fyrir 1000 íbúa, eða
fleiri en þekkist víða í Vestur-Evrópu, og
læknafjöldi er einn á 560 íbúa. Fjöldi
þessa ólánsama fólks eru 1-2 á ári og er
því vart hægt að bera við plássleysi.
Ég legg því til að þessir sjúklingar fái
framvegis þá umönnun, er þeim ber, og
að þeim verði undanbragðalaust búinn
staður á geðdeildum eða þá í velbúnu hús-
næði í nánum tengslum við þær.
Greinin barst ritstjórn 13. desember 1977.